Árið fyrirtaks sveppaár Davíð Stefánsson skrifar 13. ágúst 2019 07:15 Í íslenskri náttúru má finna fjölmarga matsveppi. Þessir eru þó útlenskir. Getty/ -Peter Schell „Árið í ár er fyrirtaks sveppaár. Það rignir vel og þá spretta upp sveppir,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem verður í dag, þriðjudag, með fræðslu um sveppi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Guðríður Gyða segir að venjulega fari lítið fyrir svepparíkinu þótt sveppir séu nánast alls staðar í ótrúlegu magni og fjölbreytileika. „Á sumrin birtast svo stundum aldin sveppa og sýna að þar er líkami svepps ofan í jörðinni eða inni í einhverju sem sveppurinn er að brjóta niður“. Að sögn Guðríðar Gyðu verður tínsla matsveppa sífellt algengari hér á landi. Íslenskar bækur um matsveppi hafa auðveldað fólki að safna og nýta sveppi til matargerðar. Hún segir að matsveppir af nokkrum tegundum séu ræktaðir í miklu magni víða um heim og að villtum matsveppum megi safna og nýta þá sem hráefni í matargerð. Í skógum vinna sveppir verk sín ansi víða. Svepprótarsveppir tengist rótum trjáa, útvega þeim vatn og áburðarefni og fá í staðinn hluta af því kolefni sem tréð bindur úr loftinu. „Svo eru aðrir sveppir sem brjóta niður dauðan við í skóginum og koma efnum úr honum aftur út í hringrás lífsins. Enn aðrir sjá um að brjóta niður dauð lauf eða lifa í jarðvegi og sjúga sér næringu úr honum. Stöku sveppir vaxa á skordýrum og lifa á kítíni meðan aðrir brjóta niður keratín, efnið í húð, ull, hári, hornum og klaufum,“ segir Guðríður Gyða.Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.Guðríður Gyða er ein fárra sveppafræðinga hér á landi. „Ég er líkast til eini ríkisrekni sveppafræðingurinn í fullu starfi,“ segir hún brosandi. Hún segist vera fyrrverandi landbúnaðarverkamaður, ættuð úr Hrunamannahreppi. Hún nam líffræði með áherslu á grasafræði við Háskóla Íslands. Síðan sveppafræði (mycology) við grasafræðideild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu árið 1990. Hún sinnir rannsóknum á íslenskum sveppum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur umsjón með vísindalegu sveppasafni stofnunarinnar. Guðríður Gyða nýtir Facebook-hóp sem ber heitið „Funga Íslands – sveppir séu ætir eður ei“ til að kynna íslenska sveppi og svara spurningum almennings um þá. Hún minnir á að aðeins stöku tegund er góður matsveppur og hina étur maður ekki. Sumir þeirra eru eitraðir en aðrir bragðvondir. „Líkt og á við um alla matvöru skiptir miklu að sveppir séu sem ferskastir við neyslu,“ segir hún. Aldin ýmissa sveppa síðsumars fanga athyglina þar sem form aldina, áferð og litur vekja athygli. „Á kynningunni í dag ætla ég að segja frá því hvernig maður greinir sveppi og taka hattsveppi sem dæmi. Ég mun sýna erlendar sveppagreiningarbækur, söfnunarbúnað og hvernig maður safnar sér matsveppum, verkar þá fyrir neyslu og til frystingar og þurrkunar,“ segir Guðríður Gyða. Sveppafræðsla undir umsjón Guðríðar Gyðu er í dag kl. 17.00 Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
„Árið í ár er fyrirtaks sveppaár. Það rignir vel og þá spretta upp sveppir,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem verður í dag, þriðjudag, með fræðslu um sveppi á Amtsbókasafninu á Akureyri. Guðríður Gyða segir að venjulega fari lítið fyrir svepparíkinu þótt sveppir séu nánast alls staðar í ótrúlegu magni og fjölbreytileika. „Á sumrin birtast svo stundum aldin sveppa og sýna að þar er líkami svepps ofan í jörðinni eða inni í einhverju sem sveppurinn er að brjóta niður“. Að sögn Guðríðar Gyðu verður tínsla matsveppa sífellt algengari hér á landi. Íslenskar bækur um matsveppi hafa auðveldað fólki að safna og nýta sveppi til matargerðar. Hún segir að matsveppir af nokkrum tegundum séu ræktaðir í miklu magni víða um heim og að villtum matsveppum megi safna og nýta þá sem hráefni í matargerð. Í skógum vinna sveppir verk sín ansi víða. Svepprótarsveppir tengist rótum trjáa, útvega þeim vatn og áburðarefni og fá í staðinn hluta af því kolefni sem tréð bindur úr loftinu. „Svo eru aðrir sveppir sem brjóta niður dauðan við í skóginum og koma efnum úr honum aftur út í hringrás lífsins. Enn aðrir sjá um að brjóta niður dauð lauf eða lifa í jarðvegi og sjúga sér næringu úr honum. Stöku sveppir vaxa á skordýrum og lifa á kítíni meðan aðrir brjóta niður keratín, efnið í húð, ull, hári, hornum og klaufum,“ segir Guðríður Gyða.Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands.Guðríður Gyða er ein fárra sveppafræðinga hér á landi. „Ég er líkast til eini ríkisrekni sveppafræðingurinn í fullu starfi,“ segir hún brosandi. Hún segist vera fyrrverandi landbúnaðarverkamaður, ættuð úr Hrunamannahreppi. Hún nam líffræði með áherslu á grasafræði við Háskóla Íslands. Síðan sveppafræði (mycology) við grasafræðideild Manitobaháskóla í Winnipeg í Kanada og útskrifaðist þaðan með doktorsgráðu árið 1990. Hún sinnir rannsóknum á íslenskum sveppum hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur umsjón með vísindalegu sveppasafni stofnunarinnar. Guðríður Gyða nýtir Facebook-hóp sem ber heitið „Funga Íslands – sveppir séu ætir eður ei“ til að kynna íslenska sveppi og svara spurningum almennings um þá. Hún minnir á að aðeins stöku tegund er góður matsveppur og hina étur maður ekki. Sumir þeirra eru eitraðir en aðrir bragðvondir. „Líkt og á við um alla matvöru skiptir miklu að sveppir séu sem ferskastir við neyslu,“ segir hún. Aldin ýmissa sveppa síðsumars fanga athyglina þar sem form aldina, áferð og litur vekja athygli. „Á kynningunni í dag ætla ég að segja frá því hvernig maður greinir sveppi og taka hattsveppi sem dæmi. Ég mun sýna erlendar sveppagreiningarbækur, söfnunarbúnað og hvernig maður safnar sér matsveppum, verkar þá fyrir neyslu og til frystingar og þurrkunar,“ segir Guðríður Gyða. Sveppafræðsla undir umsjón Guðríðar Gyðu er í dag kl. 17.00
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira