Óska eftir aðstoð dansks slökkviliðs vegna kjarrelda á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2019 09:45 Frá Sisimiut á vesturströnd Grænlands. Eldarnir geisa við fjörð fyrir norðan þorpið. Vísir/Getty Almannavarnir Grænlands hafa beðið heimastjórnina um að óska eftir aðstoð slökkviliðs frá Danmörku til að ráða niðurlögum kjarrelda sem hafa geisað norðaustur af Sisimiut á vesturströndinni frá því í síðasta mánuði. Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar höfðu að mestu slökkt í eldunum við Kangerluarsuk Tulleq-fjörð, norðaustur af Sisimiut í síðustu viku. Þegar vindáttin breyttist á sunnudagskvöld blossuðu þeir upp aftur og breiddu úr sér um enn stærra svæði en áður, að sögn grænlenska útvarpsins KNR. Heimastjórnin tilkynnti á sunnudag að almannavarnir Grænlansd hefði beðið um hjálp þrjátíu slökkviliðsmanna frá Danmörku. Slökkviliðið í Sisimiut fékk einnig tíu sjálfboðaliða þaðan til að hjálpa við slökkvistarfið. Tíu slökkviliðsmenn voru sendir með tæki frá Avannaata og Qeqertalik sömuleiðis. Tveir kofar sem voru í byggingu við fjörðinni brunnu í eldunum. KNR hefur eftir Ole Kreutzmann, yfirmanni almannavarna í Qeqqata, að fleiri kofar séu í hættu á að verða eldinum að bráð.Í spilaranum fyrir neðan má sjá myndband grænlenska útvarpsins KNR frá kjarreldunum.Fréttavefurinn Sermitsiaq segir að kjarreldarnir hafi upphaflega kviknað út frá viðarofni snemma í júlí. Eldurinn hafi breiðst hratt út í þurru umhverfinu. Reykurinn frá eldunum hefur náð til Sisimiut. Læknar hafa ráðlagt fólki með lungasjúkdóma að halda sig innandyra þegar reykmengunin er sem mest. Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi og víðar á norðurslóðum í sumar. Tugir milljarða tonna af ís bráðnuðu af Grænlandsjökli í hitabylgju þar á dögunum. Miklir kjarreldar hafa einnig geisað í Alaska og Síberíu. Danmörk Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Sumarið í Alaska er það hlýjasta í sögu mælinga. Yfir hundrað skógar- og kjarreldar hafa brunnið á norðurslóðum í sumar. 1. ágúst 2019 12:11 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Almannavarnir Grænlands hafa beðið heimastjórnina um að óska eftir aðstoð slökkviliðs frá Danmörku til að ráða niðurlögum kjarrelda sem hafa geisað norðaustur af Sisimiut á vesturströndinni frá því í síðasta mánuði. Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar höfðu að mestu slökkt í eldunum við Kangerluarsuk Tulleq-fjörð, norðaustur af Sisimiut í síðustu viku. Þegar vindáttin breyttist á sunnudagskvöld blossuðu þeir upp aftur og breiddu úr sér um enn stærra svæði en áður, að sögn grænlenska útvarpsins KNR. Heimastjórnin tilkynnti á sunnudag að almannavarnir Grænlansd hefði beðið um hjálp þrjátíu slökkviliðsmanna frá Danmörku. Slökkviliðið í Sisimiut fékk einnig tíu sjálfboðaliða þaðan til að hjálpa við slökkvistarfið. Tíu slökkviliðsmenn voru sendir með tæki frá Avannaata og Qeqertalik sömuleiðis. Tveir kofar sem voru í byggingu við fjörðinni brunnu í eldunum. KNR hefur eftir Ole Kreutzmann, yfirmanni almannavarna í Qeqqata, að fleiri kofar séu í hættu á að verða eldinum að bráð.Í spilaranum fyrir neðan má sjá myndband grænlenska útvarpsins KNR frá kjarreldunum.Fréttavefurinn Sermitsiaq segir að kjarreldarnir hafi upphaflega kviknað út frá viðarofni snemma í júlí. Eldurinn hafi breiðst hratt út í þurru umhverfinu. Reykurinn frá eldunum hefur náð til Sisimiut. Læknar hafa ráðlagt fólki með lungasjúkdóma að halda sig innandyra þegar reykmengunin er sem mest. Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi og víðar á norðurslóðum í sumar. Tugir milljarða tonna af ís bráðnuðu af Grænlandsjökli í hitabylgju þar á dögunum. Miklir kjarreldar hafa einnig geisað í Alaska og Síberíu.
Danmörk Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Sumarið í Alaska er það hlýjasta í sögu mælinga. Yfir hundrað skógar- og kjarreldar hafa brunnið á norðurslóðum í sumar. 1. ágúst 2019 12:11 Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Eldar á norðurslóðum losuðu kolefni á við Svíþjóð á einum mánuði Sumarið í Alaska er það hlýjasta í sögu mælinga. Yfir hundrað skógar- og kjarreldar hafa brunnið á norðurslóðum í sumar. 1. ágúst 2019 12:11
Stefnir í metbráðnun á Grænlandsjökli í ár Þegar enn eru 35-40 dagar eftir af sumarbráðnun er ístapið á Grænlandi á við metárið 2012. 8. ágúst 2019 23:06