Telur svarta sauði á meðal Íslendinga sem útlendinga á hálendinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2019 14:30 Förin umtöluðu sem Tómas gerir að umfjöllunarefni sínu. Tómas Guðbjartsson Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og náttúruunnandi vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. Tómas var á ferðinni á svæðinu og tók eftir skemmdum. Töluverður fréttaflutningur og umræða hefur verið um utanvegaakstur bíla á hálendi landsins undanfarnar vikur. Sem sé mikilvæg og hafi forvarnargildi. „Stundum vill þó gleymast að fjallahjól geta einnig valdið miklum skemmdum á viðkvæmri náttúru þegar hjólað er utan göngustíga.“Mælir ekki gegn fjallahjólum á hálendinu Undantekning á því sé fregnir af hjólförum eftir fjallahjól á Grænhrygg á dögunum. Tómas segir ástandið þar núna gott og engin för að sjá. „Annað var upp á teningnum á svæði sunnnan af Landmannalaugum - á svokölluðum Skallahring sem liggur austan við Laugaveginn. Þarna var fjöldi djúpra hjólfara langt utan göngustígsins sem er vel stikaður og greinilegur. Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og viðkvæms gróðurs og mosa.“ Tómas tekur fram að hann sé alls ekki að mælast gegn því að ferðast megi um friðlandið á fjallahjólum, enda eigi hann fjölda vina sem hjóli þar um og gæti vel að náttúrunni. „En það eru greinilega svartir sauðir innanum sem eru að stórskemma viðkvæm svæði. Þarna verður að opna umræðuna og sekta þá sem brjóta lögin - alveg eins og gert hefur verið með utanvegaakstur bifreiða. Sú umræða verður að taka til bæði útlendinga og Íslendinga, en því miður grunar mig að í þessu tilfelli sé ekki endilega hægt að skella skuldinni á erlenda ferðamenn.“ Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og náttúruunnandi vekur athygli á skemmdum á viðkvæmum gróðri og mosa á svokölluðum Skallahring sunnan af Landmannalaugum, austan við Laugaveginn. Tómas var á ferðinni á svæðinu og tók eftir skemmdum. Töluverður fréttaflutningur og umræða hefur verið um utanvegaakstur bíla á hálendi landsins undanfarnar vikur. Sem sé mikilvæg og hafi forvarnargildi. „Stundum vill þó gleymast að fjallahjól geta einnig valdið miklum skemmdum á viðkvæmri náttúru þegar hjólað er utan göngustíga.“Mælir ekki gegn fjallahjólum á hálendinu Undantekning á því sé fregnir af hjólförum eftir fjallahjól á Grænhrygg á dögunum. Tómas segir ástandið þar núna gott og engin för að sjá. „Annað var upp á teningnum á svæði sunnnan af Landmannalaugum - á svokölluðum Skallahring sem liggur austan við Laugaveginn. Þarna var fjöldi djúpra hjólfara langt utan göngustígsins sem er vel stikaður og greinilegur. Skemmdirnar eru augljósar og taka bæði til ógróinna mela og viðkvæms gróðurs og mosa.“ Tómas tekur fram að hann sé alls ekki að mælast gegn því að ferðast megi um friðlandið á fjallahjólum, enda eigi hann fjölda vina sem hjóli þar um og gæti vel að náttúrunni. „En það eru greinilega svartir sauðir innanum sem eru að stórskemma viðkvæm svæði. Þarna verður að opna umræðuna og sekta þá sem brjóta lögin - alveg eins og gert hefur verið með utanvegaakstur bifreiða. Sú umræða verður að taka til bæði útlendinga og Íslendinga, en því miður grunar mig að í þessu tilfelli sé ekki endilega hægt að skella skuldinni á erlenda ferðamenn.“
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira