Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2019 08:08 Epstein fannst látinn í klefa sínum í gær. Vísir/AP Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein „allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. „Það sem mörg okkar vilja vita, er hvað hann vissi,“ sagði de Blasio við fjölmiðlafólk í Iowa í gær. „Hversu margir aðrir milljóna- og milljarðamæringar áttu þátt í því ólöglega athæfi sem hann stundaði? Tja, þær upplýsingar dóu ekki með Epstein. Þetta þarf að rannsaka líka,“ er haft eftir de Blasio á BBC.Epstein var handtekinn þann 6. júlí síðastliðinn og hafði verið í haldi lögreglu síðan. Hann var sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Andlát Epstein hefur vakið upp ýmsar spurningar, sér í lagi ef litið er til þess að hann var talinn í sjálfsvígshættu og var því vaktaður allan sólarhringinn í fangelsinu. Í síðasta mánuði fannst hann hálfmeðvitundarlaus með áverka á hálsi og var fluttur á spítala til aðhlynningar. Talið er að einnig hafi verið um sjálfsvígstilraun að ræða í því tilfelli. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein „allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. „Það sem mörg okkar vilja vita, er hvað hann vissi,“ sagði de Blasio við fjölmiðlafólk í Iowa í gær. „Hversu margir aðrir milljóna- og milljarðamæringar áttu þátt í því ólöglega athæfi sem hann stundaði? Tja, þær upplýsingar dóu ekki með Epstein. Þetta þarf að rannsaka líka,“ er haft eftir de Blasio á BBC.Epstein var handtekinn þann 6. júlí síðastliðinn og hafði verið í haldi lögreglu síðan. Hann var sakaður um að hafa greitt ólögráða stúlkum fyrir kynlíf á heimilum hans í Manhattan og Flórída á árunum 2002 til 2005. Epstein neitaði sök í öllum ákæruliðum. Andlát Epstein hefur vakið upp ýmsar spurningar, sér í lagi ef litið er til þess að hann var talinn í sjálfsvígshættu og var því vaktaður allan sólarhringinn í fangelsinu. Í síðasta mánuði fannst hann hálfmeðvitundarlaus með áverka á hálsi og var fluttur á spítala til aðhlynningar. Talið er að einnig hafi verið um sjálfsvígstilraun að ræða í því tilfelli. Andlát Epstein bar að daginn eftir að réttarskjöl sem telja hundruð blaðsíðna voru birt, þar sem nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun og ofbeldi á hendur Epstein og samverkamanna hans voru birtar.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54 Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
FBI rannsakar andlát Epsteins Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna. 10. ágúst 2019 17:54
Jeffrey Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi Jeffrey Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum. 10. ágúst 2019 13:15