NBA-stjarnan hrósaði Tryggva og segir að Sviss eigi að læra af íslenska liðinu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 10. ágúst 2019 18:41 Capela í baráttunni í kvöld. vísir/bára Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Ísland vann leikinn 83-82 eftir magnað lokaskot frá Martin Hermannssyni. „Ég er ekki viss hvort ég sé svekktur. Mér fannst við spila mjög vel miðað við útileik. Við áttum ekki von á að vera á þeirra getustigi. Við komum mjög einbeittir inn í leikinn.“ Sviss byrjuðu leikinn betur en Ísland vann sig jafnóðum inn í leikinn og komust fyrst yfir í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir komu betur inn í seinni hálfleikinn og pressuðu okkur svo við misstum boltann að óþörfu. Þeir settu stór skot eins og við gerðum líka. Þeir áttu lokaorðið með þessu stóra skoti í lokin.“ Íslenska liðið var ekki endilega að hitta vel fyrir utan í fyrstu 3 leikhlutunum. Þeir náðu samt að skora nóg með góðum ákvarðanatökum til þess að halda sér í leiknum. „Þeir spiluðu mjög vel sem lið. Þeir voru alltaf að taka réttu ákvarðanirnar. Fyrir okkur sem lið ættum við læra það af þeim hvernig þeir taka alltaf réttu ákvörðunina.“ Capela þurfti að glíma við Tryggva Snæ Hlinason í dag en þetta hafði hann að segja um Tryggva. „Hann getur verið mjög góður í Evrópuski kerfunum. Þeir voru að finna hann vel í kvöld og ég vona að hann standi sig vel með sínu liði. Hann stóð sig vel í kvöld.“ Tryggvi byrjaði bara að æfa körfubolta fyrir tæplega 5 árum. Hann er samt orðinn lykilmaður í landsliðinu sem stóð alveg í NBA-stjörnunni. „Hann heldur boltanum uppi og þekkir sína styrkleika. Hann veit að hann er stór svo hann heldur boltanum uppi þar sem hann getur gripið hann og er með góðar hendur í kringum körfuna.“ Clint Capela er nú ekki þekktur fyrir að vera mikill skotmaður. Í leik dagsins var hinsvegar mikið að taka langskot meðal annars af dripplinu tvisvar sem er oftast erfiðara. „Það tók mig minna en hálfa mínutu að setja niður skot utan af velli svo mér leið vel. Ég var ekki að hika við að skjóta. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að þróa leikinn minn.“ NBA-stjörnur eins og Capela spila ekki endilega með landsliðunum sínum í svona leikjum í undankeppni. Capela ákvað hinsvegar að taka slaginn með sínum mönnum og hefur gaman af. „Ég er að skemmta mér vel með strákunum. Menn eru að leggja sig alla fram og eru mjög einbeittir. Ég byrjaði bara að æfa með þeim einum degi áður en við spiluðum á móti Portúgal svo ég veit að erum ekki farnir að spila fullkomnlega saman ennþá inni á vellinum. Við erum samt ennþá samkeppnishæfir og stóðum okkur vel í kvöld en þeir settu bara þetta stóra skot. Ég óska þeim bara til hamingju með það.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Clint Capela leikmaður Houston Rockets spilaði í dag með svissnenska landsliðinu í landsleik á móti Íslandi. Ísland vann leikinn 83-82 eftir magnað lokaskot frá Martin Hermannssyni. „Ég er ekki viss hvort ég sé svekktur. Mér fannst við spila mjög vel miðað við útileik. Við áttum ekki von á að vera á þeirra getustigi. Við komum mjög einbeittir inn í leikinn.“ Sviss byrjuðu leikinn betur en Ísland vann sig jafnóðum inn í leikinn og komust fyrst yfir í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir komu betur inn í seinni hálfleikinn og pressuðu okkur svo við misstum boltann að óþörfu. Þeir settu stór skot eins og við gerðum líka. Þeir áttu lokaorðið með þessu stóra skoti í lokin.“ Íslenska liðið var ekki endilega að hitta vel fyrir utan í fyrstu 3 leikhlutunum. Þeir náðu samt að skora nóg með góðum ákvarðanatökum til þess að halda sér í leiknum. „Þeir spiluðu mjög vel sem lið. Þeir voru alltaf að taka réttu ákvarðanirnar. Fyrir okkur sem lið ættum við læra það af þeim hvernig þeir taka alltaf réttu ákvörðunina.“ Capela þurfti að glíma við Tryggva Snæ Hlinason í dag en þetta hafði hann að segja um Tryggva. „Hann getur verið mjög góður í Evrópuski kerfunum. Þeir voru að finna hann vel í kvöld og ég vona að hann standi sig vel með sínu liði. Hann stóð sig vel í kvöld.“ Tryggvi byrjaði bara að æfa körfubolta fyrir tæplega 5 árum. Hann er samt orðinn lykilmaður í landsliðinu sem stóð alveg í NBA-stjörnunni. „Hann heldur boltanum uppi og þekkir sína styrkleika. Hann veit að hann er stór svo hann heldur boltanum uppi þar sem hann getur gripið hann og er með góðar hendur í kringum körfuna.“ Clint Capela er nú ekki þekktur fyrir að vera mikill skotmaður. Í leik dagsins var hinsvegar mikið að taka langskot meðal annars af dripplinu tvisvar sem er oftast erfiðara. „Það tók mig minna en hálfa mínutu að setja niður skot utan af velli svo mér leið vel. Ég var ekki að hika við að skjóta. Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að þróa leikinn minn.“ NBA-stjörnur eins og Capela spila ekki endilega með landsliðunum sínum í svona leikjum í undankeppni. Capela ákvað hinsvegar að taka slaginn með sínum mönnum og hefur gaman af. „Ég er að skemmta mér vel með strákunum. Menn eru að leggja sig alla fram og eru mjög einbeittir. Ég byrjaði bara að æfa með þeim einum degi áður en við spiluðum á móti Portúgal svo ég veit að erum ekki farnir að spila fullkomnlega saman ennþá inni á vellinum. Við erum samt ennþá samkeppnishæfir og stóðum okkur vel í kvöld en þeir settu bara þetta stóra skot. Ég óska þeim bara til hamingju með það.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Martin Hermannsson tryggði Íslandi gríðarlega mikilvægan sigur á Sviss í forkeppni undankeppni EM 2021 í dag. 10. ágúst 2019 15:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum