Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Andri Eysteinsson skrifar 29. ágúst 2019 13:53 Auður lék á gítar í laginu Jákvæður. Vísir/Daníel Ágústsson Laugardaginn 24. ágúst síðastliðinn var Menningarnótt haldin hátíðleg í Reykjavík með tilheyrandi viðburðum. Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson. Auður tók alla sína helstu slagara, þar á meðal lögin Siðblindur, 2020 og Freðinn af plötunni Afsakanir sem kom út á síðasta ári. Síðastnefnda lagið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í vikunni eftir að formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Bjarnheiður Hallsdóttir, skrifaði pistil þar sem hún kafaði ofan í texta lagsins og sagði textann upphefja vímuefnanotkun.Sjá einnig: Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Auður flutti sjö af sínum lögum í Garðpartýinu en þau voru: Þreyttur,Siðblindur,Jákvæður, sem flutt var ásamt söngkonunni MatthildiÓsofinn, sem flutt var ásamt rapparanum GKR2020,Freðinn, Enginn eins og þú. Sjá og heyra mátti að hinn hvítklæddi og ljóshærði Auður var í miklustuði á sviðinu og leyfði áhorfendaskaranum að taka undir láta í sér heyra. Að loknum tónleikunum voru skilaboð Auðs einföld, hann þakkaði fyrir sig og bað áhorfendur um að hafa kærleikann að leiðarljósi. Svo mörg voru þau orð en sjá má allan flutning Auðs á Menningarnótt í spilaranum hér að neðan. Menningarnótt Tónlist Tengdar fréttir Sturla Atlas og Auður sameina krafta sína í nýjum poppsmelli Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. 21. júní 2019 16:13 Sjáðu myndirnar frá Garðpartýi Bylgjunnar Árlegt Garðpartý Bylgjunnar fór fram í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt, síðasta laugardag. 26. ágúst 2019 13:24 Auður gefur út nýtt lag Auðunn Lúthersson betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Auður gefur út nýtt lag í dag og ber það nafnið Enginn eins og þú. 7. júní 2019 16:30 Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Laugardaginn 24. ágúst síðastliðinn var Menningarnótt haldin hátíðleg í Reykjavík með tilheyrandi viðburðum. Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður sem heitir réttu nafni Auðunn Lúthersson. Auður tók alla sína helstu slagara, þar á meðal lögin Siðblindur, 2020 og Freðinn af plötunni Afsakanir sem kom út á síðasta ári. Síðastnefnda lagið hefur vakið talsverða athygli í fjölmiðlum í vikunni eftir að formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Bjarnheiður Hallsdóttir, skrifaði pistil þar sem hún kafaði ofan í texta lagsins og sagði textann upphefja vímuefnanotkun.Sjá einnig: Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Auður flutti sjö af sínum lögum í Garðpartýinu en þau voru: Þreyttur,Siðblindur,Jákvæður, sem flutt var ásamt söngkonunni MatthildiÓsofinn, sem flutt var ásamt rapparanum GKR2020,Freðinn, Enginn eins og þú. Sjá og heyra mátti að hinn hvítklæddi og ljóshærði Auður var í miklustuði á sviðinu og leyfði áhorfendaskaranum að taka undir láta í sér heyra. Að loknum tónleikunum voru skilaboð Auðs einföld, hann þakkaði fyrir sig og bað áhorfendur um að hafa kærleikann að leiðarljósi. Svo mörg voru þau orð en sjá má allan flutning Auðs á Menningarnótt í spilaranum hér að neðan.
Menningarnótt Tónlist Tengdar fréttir Sturla Atlas og Auður sameina krafta sína í nýjum poppsmelli Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. 21. júní 2019 16:13 Sjáðu myndirnar frá Garðpartýi Bylgjunnar Árlegt Garðpartý Bylgjunnar fór fram í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt, síðasta laugardag. 26. ágúst 2019 13:24 Auður gefur út nýtt lag Auðunn Lúthersson betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Auður gefur út nýtt lag í dag og ber það nafnið Enginn eins og þú. 7. júní 2019 16:30 Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Sturla Atlas og Auður sameina krafta sína í nýjum poppsmelli Lagið Just A While kom út á miðnætti og eru það tveir landsþekktir tónlistarmenn sem standa að baki laginu. 21. júní 2019 16:13
Sjáðu myndirnar frá Garðpartýi Bylgjunnar Árlegt Garðpartý Bylgjunnar fór fram í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt, síðasta laugardag. 26. ágúst 2019 13:24
Auður gefur út nýtt lag Auðunn Lúthersson betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Auður gefur út nýtt lag í dag og ber það nafnið Enginn eins og þú. 7. júní 2019 16:30
Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08