Sjólaskipasystkinin krefjast frávísunar vegna tengsla saksóknara við blaðamann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2019 13:36 Héraðssaksóknari mun verjast frávísunarkröfu Sjólaskipasystkina fyrir dómstólum. Fréttablaðið/Eyþór Sjólaskipasystkinin, sem verjast nú ákæru héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil skattsvik fyrir dómstólum, hafa kært til ríkissaksóknara meintan upplýsingaleka frá héraðssaksóknara til fjölmiðla. RÚV greinir frá en systkinin krefjast þess um leið að málinu verði vísað frá dómi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Systkinin telja að Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður hafi fengið upplýsingar um rannsókn skattamálsins frá embætti héraðssaksóknara. Umræddar upplýsingar eru annars vegar þær að skattrannsóknarstjóri hafi kært málið til héraðssaksóknara árið 2016 og síðan að rannsókn héraðssaksóknara væri lokið í mars á þessu ári. Skrifaði Ingi Freyr fréttir um málið í Fréttatímanum annars vegar 2016 og Stundinni nú í mars. Var í framhaldinu fjallað um málið í fleiri fjölmiðlum.Finnur Vilhjálmsson (til hægri) var hluti af rannsóknarnefnd Alþingis um sölu Búnaðarbankans sem Ólafur Ólafsson keypti á sínum tíma ásamt fleirum.vísirFinnur Þór Vilhjálmsson, bróðir Inga Freys, er saksóknari hjá embættinu. Hann sækir málið fyrir hönd embættisins. Kæra Sjólaskipasystkinanna beinist þó að embættinu en ekki Finni Þór sjálfum. Frávísunarkrafa systkinanna er hins vegar byggð á því að Ingi Freyr, bróðir Finns, hafi skrifað stærstan hluta frétta af málinu á þeim tíma sem það var til rannsóknar. Því megi draga í efa hlutleysi Finns Þórs saksóknara. Hæstiréttur kvað upp dóm í svipuðu máli síðastliðið haust. Þá vildi Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, að Vilhjálmur Vilhjálmsson viki sæti sem dómari í Landsrétti vegna tengsla við son sinn Inga Frey Vilhjálmsson blaðamann sem hefði skrifað um Ólaf „undir neikvæðum formerkjum.“ Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til að Vilhjálmur véki sæti í dómnum.Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður hefur fjallað mikið um skattsvik og sjávarútveg undanfarin ár.Finnur Þór hefur rannsakað ýmis stór fjársvikamál undanfarin ár og var í rannsóknarteymi með Kjartani Björgvinssyni héraðsdómara í rannsókn á sölunni á Búnaðarbankanum. Ingi Freyr hefur fjallað mikið um fjársvik í sjávarútvegi undanfarin á og þeirra á meðal er mál Sjólaskipasystkinanna. Hann greindi meðal annars frá því í Fréttatímanum í október 2016 að nöfn systkinanna fjögurra væri að finna í Panamaskjölunum svokölluðu. Afrit af vegabréfum systkinanna var að finna í gögnunum sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca. Umrætt mál er nú til meðferðar fyrir dómstólum en næst á dagskrá er að taka fyrir frávísunarkröfu systkinanna. Meint skattsvik systkinanna nema 550 milljónum króna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir tilvist kærunnar í samtali við RÚV og þær fari sína leið. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið hafna ásökunum systkinanna um leka.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:41. Dómsmál Fjölmiðlar Panama-skjölin Tengdar fréttir Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. 2. ágúst 2019 11:19 Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. 29. júlí 2019 10:51 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Sjólaskipasystkinin, sem verjast nú ákæru héraðssaksóknara fyrir umfangsmikil skattsvik fyrir dómstólum, hafa kært til ríkissaksóknara meintan upplýsingaleka frá héraðssaksóknara til fjölmiðla. RÚV greinir frá en systkinin krefjast þess um leið að málinu verði vísað frá dómi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Systkinin telja að Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður hafi fengið upplýsingar um rannsókn skattamálsins frá embætti héraðssaksóknara. Umræddar upplýsingar eru annars vegar þær að skattrannsóknarstjóri hafi kært málið til héraðssaksóknara árið 2016 og síðan að rannsókn héraðssaksóknara væri lokið í mars á þessu ári. Skrifaði Ingi Freyr fréttir um málið í Fréttatímanum annars vegar 2016 og Stundinni nú í mars. Var í framhaldinu fjallað um málið í fleiri fjölmiðlum.Finnur Vilhjálmsson (til hægri) var hluti af rannsóknarnefnd Alþingis um sölu Búnaðarbankans sem Ólafur Ólafsson keypti á sínum tíma ásamt fleirum.vísirFinnur Þór Vilhjálmsson, bróðir Inga Freys, er saksóknari hjá embættinu. Hann sækir málið fyrir hönd embættisins. Kæra Sjólaskipasystkinanna beinist þó að embættinu en ekki Finni Þór sjálfum. Frávísunarkrafa systkinanna er hins vegar byggð á því að Ingi Freyr, bróðir Finns, hafi skrifað stærstan hluta frétta af málinu á þeim tíma sem það var til rannsóknar. Því megi draga í efa hlutleysi Finns Þórs saksóknara. Hæstiréttur kvað upp dóm í svipuðu máli síðastliðið haust. Þá vildi Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, að Vilhjálmur Vilhjálmsson viki sæti sem dómari í Landsrétti vegna tengsla við son sinn Inga Frey Vilhjálmsson blaðamann sem hefði skrifað um Ólaf „undir neikvæðum formerkjum.“ Hæstiréttur taldi ekki ástæðu til að Vilhjálmur véki sæti í dómnum.Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður hefur fjallað mikið um skattsvik og sjávarútveg undanfarin ár.Finnur Þór hefur rannsakað ýmis stór fjársvikamál undanfarin ár og var í rannsóknarteymi með Kjartani Björgvinssyni héraðsdómara í rannsókn á sölunni á Búnaðarbankanum. Ingi Freyr hefur fjallað mikið um fjársvik í sjávarútvegi undanfarin á og þeirra á meðal er mál Sjólaskipasystkinanna. Hann greindi meðal annars frá því í Fréttatímanum í október 2016 að nöfn systkinanna fjögurra væri að finna í Panamaskjölunum svokölluðu. Afrit af vegabréfum systkinanna var að finna í gögnunum sem lekið var frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca. Umrætt mál er nú til meðferðar fyrir dómstólum en næst á dagskrá er að taka fyrir frávísunarkröfu systkinanna. Meint skattsvik systkinanna nema 550 milljónum króna. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari staðfestir tilvist kærunnar í samtali við RÚV og þær fari sína leið. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir embættið hafna ásökunum systkinanna um leka.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 14:41.
Dómsmál Fjölmiðlar Panama-skjölin Tengdar fréttir Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. 2. ágúst 2019 11:19 Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. 29. júlí 2019 10:51 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Neytendur Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Viðskipti innlent Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Neytendur Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu Atvinnulíf Loka verslun í Smáralind Neytendur Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar Viðskipti innlent Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Hægt að borga með korti í strætó Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Breytingar hjá Intellecta Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Sjá meira
Sjólaskipabræður ákærðir fyrir 514 milljóna króna skattsvik Héraðssaksóknari hefur ákært bræðurna Guðmund Steinar Jónsson og Harald Reyni Jónsson fyrir stórfelld skattalagabrot. 2. ágúst 2019 11:19
Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32
Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. 29. júlí 2019 10:51
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41