Sigurður Ingi: Umferðin sífellt erfiðari og óskilvirkari án breyttra ferðavenja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 09:45 Umferðin er oft þung á morgnana. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks í auknum mæli muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari.Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Inga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hin þunga morgunumferð á höfuðborgarsvæðinu var meðal annars til umræðu. Sagt hefur verið frá því að Mosfellingar séu orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur og að sumir þeirra séu 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung.Var Sigurður Ingi spurður af því af þáttastjórnendum hvort þetta væri boðlegt.„Nei, það er náttúrulega það sem öllum er ljóst að þessar tafir sem hefjast þegar skólarnir hefjast á haustin eru óbærilegar og allt of miklar og allt of dýrar. Þess vegna eru menn að vinna að einhverjum lausnum,“ sagði Sigurður Ingi.Sveigjanlegur skóla- og vinnutími auðveld lausn Taldi ráðherrann fyrst upp lausnir sem gætu slegið á hina mikla umferð en teldust ódýrari eða auðveldari í framkvæmd en miklar fjárfestingar í samgöngumannvirkjum.„Auðveldasta lausnin væri auðvitað sveigjanlegur skólatími þar sem að skólarnir byrjuðu seinna og myndu þá kannski hjálpa til við að unga fólkið myndi fá að sofa aðeins meira. Við vitum að það sefur of lítið og jafn vel fer of snemma á fætur. Það virðist enginn þora að fara þá leið, enginn skóli,“ sagði Sigurður Ingi.Þá sagðist hann einnig telja að sveigjanlegur vinnutími myndi hjálpa til auk þess sem að snjallstýring á umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu gæti verið hentug og tiltölulega ódýr leið til þess að stýra flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu betur.Ekki nóg að byggja bara upp stofnbrautir Einnig væri samtal í gangi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „stórkostlega uppbyggingu“ á stofnbrautum og almenningssamgöngum. Lykilatriðið í að minnka umferð væri þó það að breyta þyrfti ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Þó svo að við myndum bara byggja upp stofnbrautirnar þá myndum við ekki, miðað við spár um umferðaraukningu, minnka umferðina nema við breytum ferðavenjum,“ sagði Sigurður Ingi með áherslu á orðið ekki og útskýrði mál sitt nánar. „Staðreyndin er þessi og það eru til ágætar niðurstöður rannsókna síðustu missera um það að ef við förum ekki í það að breyta ferðavenjum okkar í auknum mæli þá mun traffíkin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari,“ sagði Sigurður Ingi. Sagði Sigurður Ingi að vissulega væri mikilvægt að fara í öflugt átak í að byggja upp stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu en gera þyrfti öðrum fararmátum einnig hátt undir höfði. „Líka aðra ferðamáta eins og almenningssamgöngur, strætó, borgarlínu, hjólandi, gangandi því öðruvísi munum við ekki komast í gegnum þetta,“ sagði Sigurður Ingi. Var hann að lokum spurður hvort að ráðherrar í ríkisstjórnini væru reiðubúnir til þess að taka strætó í og úr vinnu stóð ekki á svörum. „Ég held að allir séu tilbúnir til að taka strætó til vinnu svo fremi að sú þjónusta skili þér á nægjanlega góðum tíma og ég tala nú ekki um ef hún skilar þér á hraðari tíma heldur en í dag.“ Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Þurfum að snúa við blaðinu og breyta samgönguvenjum Ný rannsókn um samgöngur og skipulagsmál verður kynnt á málþingi í Norræna húsinu í dag. 3. júní 2019 08:45 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þær tafir sem fólk upplifi í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á morgnana þessa dagana séu óbærilegar. Hann bendir á ýmsar lausnir sem gætu slegið á vandann en segir þó ljóst að ef ekki takist að breyta ferðavenjum fólks í auknum mæli muni umferðin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari.Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Inga í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hin þunga morgunumferð á höfuðborgarsvæðinu var meðal annars til umræðu. Sagt hefur verið frá því að Mosfellingar séu orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur og að sumir þeirra séu 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung.Var Sigurður Ingi spurður af því af þáttastjórnendum hvort þetta væri boðlegt.„Nei, það er náttúrulega það sem öllum er ljóst að þessar tafir sem hefjast þegar skólarnir hefjast á haustin eru óbærilegar og allt of miklar og allt of dýrar. Þess vegna eru menn að vinna að einhverjum lausnum,“ sagði Sigurður Ingi.Sveigjanlegur skóla- og vinnutími auðveld lausn Taldi ráðherrann fyrst upp lausnir sem gætu slegið á hina mikla umferð en teldust ódýrari eða auðveldari í framkvæmd en miklar fjárfestingar í samgöngumannvirkjum.„Auðveldasta lausnin væri auðvitað sveigjanlegur skólatími þar sem að skólarnir byrjuðu seinna og myndu þá kannski hjálpa til við að unga fólkið myndi fá að sofa aðeins meira. Við vitum að það sefur of lítið og jafn vel fer of snemma á fætur. Það virðist enginn þora að fara þá leið, enginn skóli,“ sagði Sigurður Ingi.Þá sagðist hann einnig telja að sveigjanlegur vinnutími myndi hjálpa til auk þess sem að snjallstýring á umferðarljósum á höfuðborgarsvæðinu gæti verið hentug og tiltölulega ódýr leið til þess að stýra flæði umferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu betur.Ekki nóg að byggja bara upp stofnbrautir Einnig væri samtal í gangi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „stórkostlega uppbyggingu“ á stofnbrautum og almenningssamgöngum. Lykilatriðið í að minnka umferð væri þó það að breyta þyrfti ferðavenjum á höfuðborgarsvæðinu.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Þó svo að við myndum bara byggja upp stofnbrautirnar þá myndum við ekki, miðað við spár um umferðaraukningu, minnka umferðina nema við breytum ferðavenjum,“ sagði Sigurður Ingi með áherslu á orðið ekki og útskýrði mál sitt nánar. „Staðreyndin er þessi og það eru til ágætar niðurstöður rannsókna síðustu missera um það að ef við förum ekki í það að breyta ferðavenjum okkar í auknum mæli þá mun traffíkin verða sífellt erfiðari og óskilvirkari,“ sagði Sigurður Ingi. Sagði Sigurður Ingi að vissulega væri mikilvægt að fara í öflugt átak í að byggja upp stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu en gera þyrfti öðrum fararmátum einnig hátt undir höfði. „Líka aðra ferðamáta eins og almenningssamgöngur, strætó, borgarlínu, hjólandi, gangandi því öðruvísi munum við ekki komast í gegnum þetta,“ sagði Sigurður Ingi. Var hann að lokum spurður hvort að ráðherrar í ríkisstjórnini væru reiðubúnir til þess að taka strætó í og úr vinnu stóð ekki á svörum. „Ég held að allir séu tilbúnir til að taka strætó til vinnu svo fremi að sú þjónusta skili þér á nægjanlega góðum tíma og ég tala nú ekki um ef hún skilar þér á hraðari tíma heldur en í dag.“
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Þurfum að snúa við blaðinu og breyta samgönguvenjum Ný rannsókn um samgöngur og skipulagsmál verður kynnt á málþingi í Norræna húsinu í dag. 3. júní 2019 08:45 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55 Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Þurfum að snúa við blaðinu og breyta samgönguvenjum Ný rannsókn um samgöngur og skipulagsmál verður kynnt á málþingi í Norræna húsinu í dag. 3. júní 2019 08:45
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00
Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. 27. ágúst 2019 13:55
Breyttar ferðavenjur lykillinn að minni töfum í umferðinni Ef markmiðið er að minnka eða koma í veg fyrir tafir í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu dugir ekki að horfa eingöngu til einstakra framkvæmda. 15. febrúar 2018 11:15