Þeir sem búa fjær miðborginni neikvæðari í garð ferðamanna en þeir sem búa nær Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:45 Höfuðborgarbúar eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum í borginni og stoltir að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þeir sem búa fjær miðborginni eru hins vegar neikvæðari en þeir sem búa nær. Sviðsstjóri ferðamálasviðs borgarinnar telur að fólk átti sig betur en áður á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Um átta af hverjum tíu höfuðborgarbúum er jákvæður gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu og stoltur að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þá eru tæplega 60% á því að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar vegi þyngra en þær neikvæðu. Þetta er meiri ánægja en hefur mælst frá árinu 2017. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Höfuðborgarstofu um viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna á þessu ári. Slíkar kannanir hafa farið fram árlega síðan 2015. Framkvæmdastjóri Maskínu segir viðhorf íbúa afar jákvætt. „Þetta fór pínulítið niður 2017 og 2018 og fer svo aftur upp núna jákvæðni er meiri, fólk er stoltara að taka á móti ferðamönnum, afþreying, veitingahús og kaffihús, fólk er ánægt með þær breytingar sem hafa orðið þar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Það sé helst í úthverfum sem beri á óánægju. „Þeir sem búa fjær miðborginni eru neikvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þeir sem búa nær,“ segir Þóra. Sviðsstjóri menningar-og ferðamála hjá Reykjavíkurborg telur að fólk sjái betur nú en áður hversu þýðingarmikil ferðamennskan er. „Umræðan um mikilvægi ferðamennsku og ferðaþjónustu fyrr í vetur gæti hafa átt einhver áhrif. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur tvímælalaust haft þau áhrif að ferðaþjónusta hafi skilað einhverju góðu inn í samfélagið,“ segir Arna Schram. Í könnuninni eru alls 25 spurningar og eina spurningin þar sem gætir minni óánægju er með fjölbreytni og eflingu verslunar. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Höfuðborgarbúar eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum í borginni og stoltir að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þeir sem búa fjær miðborginni eru hins vegar neikvæðari en þeir sem búa nær. Sviðsstjóri ferðamálasviðs borgarinnar telur að fólk átti sig betur en áður á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Um átta af hverjum tíu höfuðborgarbúum er jákvæður gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu og stoltur að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þá eru tæplega 60% á því að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar vegi þyngra en þær neikvæðu. Þetta er meiri ánægja en hefur mælst frá árinu 2017. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Höfuðborgarstofu um viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna á þessu ári. Slíkar kannanir hafa farið fram árlega síðan 2015. Framkvæmdastjóri Maskínu segir viðhorf íbúa afar jákvætt. „Þetta fór pínulítið niður 2017 og 2018 og fer svo aftur upp núna jákvæðni er meiri, fólk er stoltara að taka á móti ferðamönnum, afþreying, veitingahús og kaffihús, fólk er ánægt með þær breytingar sem hafa orðið þar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Það sé helst í úthverfum sem beri á óánægju. „Þeir sem búa fjær miðborginni eru neikvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þeir sem búa nær,“ segir Þóra. Sviðsstjóri menningar-og ferðamála hjá Reykjavíkurborg telur að fólk sjái betur nú en áður hversu þýðingarmikil ferðamennskan er. „Umræðan um mikilvægi ferðamennsku og ferðaþjónustu fyrr í vetur gæti hafa átt einhver áhrif. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur tvímælalaust haft þau áhrif að ferðaþjónusta hafi skilað einhverju góðu inn í samfélagið,“ segir Arna Schram. Í könnuninni eru alls 25 spurningar og eina spurningin þar sem gætir minni óánægju er með fjölbreytni og eflingu verslunar.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira