Innlent

Athugun leiddi ekkert óeðlilegt í ljós varðandi Caprisun-safana

Birgir Olgeirsson skrifar
Caprisun-safinn var keyptur í Hagkaup í Spönginni.
Caprisun-safinn var keyptur í Hagkaup í Spönginni. FBL/ERNIR
Athugun stjórnenda Hagkaups og Innes hefur leitt í ljós að ekkert sé að Caprisun-svaladrykkjum sem óttast var um að búið væri að eiga við. Þetta segir framkvæmdastjóri Hagkaups í samtali við Vísi.

Greint var frá því í morgun að íbúar í Grafarvogi höfðu áhyggjur af því að mögulega hefði einhver óprúttinn aðili gert sér það að leik að rjúfa innsigli á Caprisun-fernum sem voru til sölu í verslun Hagkaups og bætt áfengi út í safann.

Forsvarsmenn Hagkaups töldu að vörurnar gætu einnig einfaldlega verið gallaðar þannig að gerjun hafi átt sér stað í safanum.

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir gæðastjóra verslunarkeðjunnar og Innes, sem flytur inn Caprisun, hafa sett sig í samband við Grafarvogs-búann sem vakti máls á þessu á Facebook í gær. Því miður hafði íbúinn hins vegar fargað þeim fernum sem hann hafði keypt í Hagkaup í Spönginni og því ekki hægt að kanna innihald hans frekar.

Þá var athugað hvort að gerjun hafi átt sér stað í þessum söfum sem eru til sölu í verslunum á höfuðborgarsvæðinu en svo reyndist ekki vera. Þá var einnig kannað hvort búið væri að eiga við fernur í verslunum, það er að segja hvort einhver hafi rofið innsigli á fernunum, en svo reyndist ekki vera.

Er því Caprisun-safarnir komnir aftur í sölu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×