Fótbolti

Stytta af Johan Cruyff afhjúpuð fyrir utan Nývang

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Styttan afhjúpuð. Á stalli hennar eru ein frægustu ummæli Cruyffs, "salid y disfrutad“, eða "farið út og njótið.“
Styttan afhjúpuð. Á stalli hennar eru ein frægustu ummæli Cruyffs, "salid y disfrutad“, eða "farið út og njótið.“ vísir/getty
Stytta af Hollendingnum Johan Cruyff var afhjúpuð fyrir utan Nývang, heimavöll Barcelona í gær.

Fjölskylda Cruyffs var viðstödd og sonur hans, Jordi, flutti ræðu sem og Josep Maria Bortomeu, forseti Barcelona.

Cruyff hafði gríðarlega áhrif á Barcelona, fyrst sem leikmaður og svo sem knattspyrnustjóri. Hann lagði línurnar um hvernig fótbolta Barcelona ætti að spila og andi hans svífur enn yfir vötnum hjá félaginu.

„Styttan er minnisvarði um Johan Cruyff og hvað hann stendur fyrir. Hann er stór hluti af sögu félagsins,“ sagði Bartomeu í ræðu sinni.

Styttan, sem hollenska listakonan Corry Ammerlaan van Niekerk gerði, sýnir Cruyff með fyrirliðaband og í treyju númer níu að gefa skipanir.

Cruyff lést af völdum lungnakrabbameins 2016, 68 ára að aldri.

Styttan góða.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×