„Það á að spara kjöt og fisk fyrir börn. Í nafni umhverfisverndar.“
Eyþór segir í færslu á Facebook-síðu sinni, þar sem hann birtir mynd af bol með áletruninni „kjöt“, að best sé fyrir börn að borða fæðu úr sínu nærumhverfi. „Og það vill svo til að fiskur og kjöt á Íslandi er í sérflokki“.
Eyþór segir að sá matur sem standi börnum til boða í skólum borgarinnar gæti verið betri.
„En í stað þess að bæta matinn í grunnskólum ætla fulltrúar „meirihlutans“ í borgarstjórn að skerða próteininnihald fyrir reykvísk skólabörn!“
Vilji „vinstri menn í borgarstjórn“ minnka kolefnisfótsporið væri við hæfi að þeir byrjuðu á sjálfum sér.
„En létu börnin okkar fá góðan og fjölbreyttan mat“