Olísdeildarspáin 2019/20: Herslumuninn hefur vantað hjá ÍR-ingum undanfarin ár Henry Birgir Gunnarsson, Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 28. ágúst 2019 10:00 Bjarni Fritzson hefur búið til stemmningslið í Breiðholti. Vísir/Bára Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins tíu daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að fimmta liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti 7. sæti - (29. ágúst)8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirHafþór Már Vignisson í leik með Akureyri á móti ÍR í fyrra en hann er nú kominn í Breiðholtið.Vísir/BáraÍþróttadeild spáir ÍR-ingum áttunda sæti deildarinnar, einu sæti neðar en liðið endaði á síðasta tímabili. ÍR-ingar eru á sínu þriðja tímabili í röð í Olís-deildinni. Liðið komst í úrslitakeppnina 2018 og 2019 og á síðasta tímabili tapaði ÍR báðum leikjunum gegn Íslandsmeisturum Selfoss í 8-liða úrslitunum með einu marki. ÍR-liðið er ágætlega mannað og með fína blöndu eldri og reyndari og ungra og efnilegra leikmanna. Herslumuninn hefur þó vantað undanfarin ár. ÍR fékk aðeins einu stigi meira á síðasta tímabili en tímabilið þar á undan. ÍR-ingar fengu aðeins þrjú stig gegn liðum sem enduðu fyrir ofan þá 2017-18 og sex stig á síðasta tímabili. Ef ÍR ætlar að komast ofar þurfa þeir að ná í fleiri stig gegn bestu liðunum. ÍR teflir fram sama liði og á síðasta tímabili nema hvað Hafþór Már Vignisson kemur inn í hægri skyttustöðuna í stað Péturs Árna Haukssonar og Sigurður Ingiberg Ólafsson í markið í staðinn fyrir Stephen Nielsen. ÍR-ingar verða að fá betri markvörslu en á síðasta tímabili. Aðeins fjögur lið voru með verri hlutfallsmarkvörslu en ÍR í fyrra.Komnir/Farnir:Komnir: Hafþór Már Vignisson frá Akureyri Sigurður Ingiberg Ólafsson úr StjörnunniFarnir: Sveinn Jóhannsson til SönderjyskE í Danmörku Pétur Árni Hauksson hættur Stephen NielsenÍR-ingar í leik á móti verðandi Íslandsmeisturum Selfoss.Vísir/VilhelmHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur ÍR 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 7. sæti (26,9) Skotnýting - 8. sæti (57,9%) Vítanýting - 7. sæti (72,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 3. sæti (72) Stoðsendingar í leik - 6. sæti (9,5) Tapaðir boltar í leik - 6. sæti (8,3)Vörn og markvarsla ÍR 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 9. sæti (27,2) Hlutfallsmarkvarsla - 8. sæti (30,2%) Varin víti - 8. sæti (12) Stolnir boltar - 11. sæti (57) Varin skot í vörn - 7. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 6. sæti (19,5)Reynsluboltinn og silfurdrengurinn Sturla Ásgeirsson.Vísir/BáraLíklegt byrjunarlið ÍR í vetur Markvörður - Sigurður Ingiberg Ólafsson - 27 ára Vinstra horn - Sturla Ásgeirsson - 39 ára Vinstri skytta - Björgvin Þór Hólmgeirsson - 32 ára Miðja - Sveinn Andri Sveinsson - 20 ára Hægri skytta - Hafþór Már Vignisson - 20 ára Hægra horn - Kristján Orri Jóhannsson - 26 ára Lína - Þrándur Gíslason Roth - 30 ára Varnarmaður - Aron Örn Ægisson - 27 áraArnar Freyr Guðmundsson lofar góðu.Vísir/BáraFylgist með Arnar Freyr Guðmundsson (f. 1998) spilaði talsvert á síðasta tímabili og átti fína spretti. Með góð skot og getur skilað mörkum. Arnar hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands en gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið fyrir HM á Spáni í sumar.Bjarni Fritzson vill að nái sömu hæðum og þegar hann lék með liðinu.vísir/báraÞjálfarinn Bjarni Fritzson er við stjórnvölinn hjá ÍR eins og síðustu ár. Þjálfaði ÍR-liðið fyrst með Einari Hólmgeirssyni en er að hefja sitt fjórða tímabil sem eini aðalþjálfari liðsins. Hann var áður spilandi þjálfari hjá Akureyri. Bjarni átti farsælan feril sem leikmaður og varð m.a. bikarmeistari með ÍR 2005. Hann lék 43 landsleiki og var fimmtándi maður í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Bjarni lék með ÍR, FH og Akureyri hér heima og sem atvinnumaður erlendis.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: ÍR Hvað segir sérfræðingurinn?„Síðustu tvö tímabil hjá ÍR hafa verið nákvæmlega eins og þeir hafa verið að berjast um að komast í úrslitakeppnina og dottið svo út í átta liða úrslitunum. Ég veit að Bjarni vill meira og Breiðholtið vill meira,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um ÍR-liðið. „Ég hef alltaf verið smá skotinn í ÍR og mér finnst þetta vera skemmtilegt lið, hraðir og snöggir. Þeir fengu einn besta íslenska bitann á markaðnum í Hafþóri Vignis og ég vil meina að það séu frábær kaup. Það er öðruvísi leikmaður en Pétur Árni sem er hættur. Hann er bæði frábær varnarmaður og frábær sóknarmaður og var að spila mjög vel með U21 árs liðinu,“ sagði Jóhann Gunnar. „Maður er búinn að heyra eitthvað um hræringar í markmannsmálum og það verður gaman að sjá hver stendur í markinu. Ég veit að Bjarni vill fara ofar og ég geri ráð fyrir því ef allir haldast nokkuð heilir að þeir geri alvöru atlögu að topp fimm,“ sagði Jóhann Gunnar.ÍR-ingar urðu bikarmeistarar 2013.Vísir/ValliHversu langt síðan að ÍR ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 4 ár (2015) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2013) ... komst í bikarúrslit: 5 ár (2014) ... komst í úrslitakeppni: 0 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 4 ár (2015) ... komst í lokaúrslit: 16 ár (2003) ... féll úr deildinni: 3 ár (2016) ... kom upp í deildina: 1 ár (2018)Gengi ÍR í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 8. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 9. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 B-deild (1. sæti)Gengi ÍR í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Undanúrslit 2011-12 B-deildMarkamaskínan Björgvin Þór Hólmgeirsson.Vísir/BáraAð lokum ÍR vill betri árangur en síðustu ár en það er erfitt að sjá liðið taka mörg skref fram á við í vetur. Hæfileikarnir eru til staðar en Bjarni þarf að herða skrúfurnar. Sóknarleikurinn hefur verið nokkuð tilviljanakenndur og byggist mikið upp á einstaklingsframtaki. Sveinn Andri Sveinsson átti fínt fyrsta tímabil í Olís-deildinni en leikstjórnandinn bætti sig ekki í fyrra. Hann þarf að skila fleiri mörkum og stoðsendingum en á síðasta tímabili. Stóra ef-ið hjá ÍR er svo Björgvin Hólmgeirsson og heilsa hans. Í toppformi og nokkuð laus við meiðsli er hann einn besti sóknarmaður deildarinnar og getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Handboltatímabilið 2019 til 2020 hefst eftir aðeins tíu daga. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports telur niður í Olís deildina í handbolta með því að birta spá okkar um lokastöðuna í deildinni. Olís deild karla hefst 8. september næstkomandi og nú er komið að fimmta liðinu í spá okkar.Spá Vísis og Stöðvar 2 Sports fyrir Olís deild karla 2019-20: 1. sæti 2. sæti 3. sæti 4. sæti 5. sæti 6. sæti 7. sæti - (29. ágúst)8. sæti - ÍR9. sæti - KA10. sæti - HK11. sæti - Fram12. sæti - FjölnirHafþór Már Vignisson í leik með Akureyri á móti ÍR í fyrra en hann er nú kominn í Breiðholtið.Vísir/BáraÍþróttadeild spáir ÍR-ingum áttunda sæti deildarinnar, einu sæti neðar en liðið endaði á síðasta tímabili. ÍR-ingar eru á sínu þriðja tímabili í röð í Olís-deildinni. Liðið komst í úrslitakeppnina 2018 og 2019 og á síðasta tímabili tapaði ÍR báðum leikjunum gegn Íslandsmeisturum Selfoss í 8-liða úrslitunum með einu marki. ÍR-liðið er ágætlega mannað og með fína blöndu eldri og reyndari og ungra og efnilegra leikmanna. Herslumuninn hefur þó vantað undanfarin ár. ÍR fékk aðeins einu stigi meira á síðasta tímabili en tímabilið þar á undan. ÍR-ingar fengu aðeins þrjú stig gegn liðum sem enduðu fyrir ofan þá 2017-18 og sex stig á síðasta tímabili. Ef ÍR ætlar að komast ofar þurfa þeir að ná í fleiri stig gegn bestu liðunum. ÍR teflir fram sama liði og á síðasta tímabili nema hvað Hafþór Már Vignisson kemur inn í hægri skyttustöðuna í stað Péturs Árna Haukssonar og Sigurður Ingiberg Ólafsson í markið í staðinn fyrir Stephen Nielsen. ÍR-ingar verða að fá betri markvörslu en á síðasta tímabili. Aðeins fjögur lið voru með verri hlutfallsmarkvörslu en ÍR í fyrra.Komnir/Farnir:Komnir: Hafþór Már Vignisson frá Akureyri Sigurður Ingiberg Ólafsson úr StjörnunniFarnir: Sveinn Jóhannsson til SönderjyskE í Danmörku Pétur Árni Hauksson hættur Stephen NielsenÍR-ingar í leik á móti verðandi Íslandsmeisturum Selfoss.Vísir/VilhelmHBStatz tölurnar frá síðasta tímabiliSóknarleikur ÍR 2018/19 í tölum HBStatz Mörk skoruð í leik - 7. sæti (26,9) Skotnýting - 8. sæti (57,9%) Vítanýting - 7. sæti (72,6%) Hraðaupphlaupsmörk - 3. sæti (72) Stoðsendingar í leik - 6. sæti (9,5) Tapaðir boltar í leik - 6. sæti (8,3)Vörn og markvarsla ÍR 2018/19 í tölum HBStatz Mörk fengin á sig í leik - 9. sæti (27,2) Hlutfallsmarkvarsla - 8. sæti (30,2%) Varin víti - 8. sæti (12) Stolnir boltar - 11. sæti (57) Varin skot í vörn - 7. sæti (47) Lögleg stopp í leik - 6. sæti (19,5)Reynsluboltinn og silfurdrengurinn Sturla Ásgeirsson.Vísir/BáraLíklegt byrjunarlið ÍR í vetur Markvörður - Sigurður Ingiberg Ólafsson - 27 ára Vinstra horn - Sturla Ásgeirsson - 39 ára Vinstri skytta - Björgvin Þór Hólmgeirsson - 32 ára Miðja - Sveinn Andri Sveinsson - 20 ára Hægri skytta - Hafþór Már Vignisson - 20 ára Hægra horn - Kristján Orri Jóhannsson - 26 ára Lína - Þrándur Gíslason Roth - 30 ára Varnarmaður - Aron Örn Ægisson - 27 áraArnar Freyr Guðmundsson lofar góðu.Vísir/BáraFylgist með Arnar Freyr Guðmundsson (f. 1998) spilaði talsvert á síðasta tímabili og átti fína spretti. Með góð skot og getur skilað mörkum. Arnar hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands en gaf ekki kost á sér í U-21 árs landsliðið fyrir HM á Spáni í sumar.Bjarni Fritzson vill að nái sömu hæðum og þegar hann lék með liðinu.vísir/báraÞjálfarinn Bjarni Fritzson er við stjórnvölinn hjá ÍR eins og síðustu ár. Þjálfaði ÍR-liðið fyrst með Einari Hólmgeirssyni en er að hefja sitt fjórða tímabil sem eini aðalþjálfari liðsins. Hann var áður spilandi þjálfari hjá Akureyri. Bjarni átti farsælan feril sem leikmaður og varð m.a. bikarmeistari með ÍR 2005. Hann lék 43 landsleiki og var fimmtándi maður í silfurliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Bjarni lék með ÍR, FH og Akureyri hér heima og sem atvinnumaður erlendis.Klippa: Olísdeildarspá Stöð 2 Sport: ÍR Hvað segir sérfræðingurinn?„Síðustu tvö tímabil hjá ÍR hafa verið nákvæmlega eins og þeir hafa verið að berjast um að komast í úrslitakeppnina og dottið svo út í átta liða úrslitunum. Ég veit að Bjarni vill meira og Breiðholtið vill meira,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, um ÍR-liðið. „Ég hef alltaf verið smá skotinn í ÍR og mér finnst þetta vera skemmtilegt lið, hraðir og snöggir. Þeir fengu einn besta íslenska bitann á markaðnum í Hafþóri Vignis og ég vil meina að það séu frábær kaup. Það er öðruvísi leikmaður en Pétur Árni sem er hættur. Hann er bæði frábær varnarmaður og frábær sóknarmaður og var að spila mjög vel með U21 árs liðinu,“ sagði Jóhann Gunnar. „Maður er búinn að heyra eitthvað um hræringar í markmannsmálum og það verður gaman að sjá hver stendur í markinu. Ég veit að Bjarni vill fara ofar og ég geri ráð fyrir því ef allir haldast nokkuð heilir að þeir geri alvöru atlögu að topp fimm,“ sagði Jóhann Gunnar.ÍR-ingar urðu bikarmeistarar 2013.Vísir/ValliHversu langt síðan að ÍR ... ... varð Íslandsmeistari: Aldrei ... varð deildarmeistari: Aldrei ... varð meðal þriggja efstu í deildinni: 4 ár (2015) ... varð bikarmeistari: 6 ár (2013) ... komst í bikarúrslit: 5 ár (2014) ... komst í úrslitakeppni: 0 ár (2019) ... komst í undanúrslit: 4 ár (2015) ... komst í lokaúrslit: 16 ár (2003) ... féll úr deildinni: 3 ár (2016) ... kom upp í deildina: 1 ár (2018)Gengi ÍR í deildarkeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 7. sæti í deildinni 2017-18 8. sæti í deildinni 2016-17 B-deild (2. sæti) 2015-16 9. sæti í deildinni 2014-15 3. sæti í deildinni 2013-14 7. sæti í deildinni 2012-13 4. sæti í deildinni 2011-12 B-deild (1. sæti)Gengi ÍR í úrslitakeppninni undanfarin átta tímabil: 2018-19 Átta liða úrslit 2017-18 Átta liða úrslit 2016-17 B-deild 2015-16 Ekki í úrslitakeppni 2014-15 Undanúrslit 2013-14 Ekki í úrslitakeppni 2012-13 Undanúrslit 2011-12 B-deildMarkamaskínan Björgvin Þór Hólmgeirsson.Vísir/BáraAð lokum ÍR vill betri árangur en síðustu ár en það er erfitt að sjá liðið taka mörg skref fram á við í vetur. Hæfileikarnir eru til staðar en Bjarni þarf að herða skrúfurnar. Sóknarleikurinn hefur verið nokkuð tilviljanakenndur og byggist mikið upp á einstaklingsframtaki. Sveinn Andri Sveinsson átti fínt fyrsta tímabil í Olís-deildinni en leikstjórnandinn bætti sig ekki í fyrra. Hann þarf að skila fleiri mörkum og stoðsendingum en á síðasta tímabili. Stóra ef-ið hjá ÍR er svo Björgvin Hólmgeirsson og heilsa hans. Í toppformi og nokkuð laus við meiðsli er hann einn besti sóknarmaður deildarinnar og getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00 Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Olísdeildarspáin 2019/20: KA með nánast sama lið og endar í sama sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 9. sæti Olís deildar karla í vetur. 27. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: HK stendur á tímamótum og heldur sér uppi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Olís deildar karla í vetur. 26. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Framarar hafa daðrað við fallið en nú er komið að því Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 11. sæti Olís deildar karla í vetur. 23. ágúst 2019 10:00
Olísdeildarspáin 2019/20: Fjölnisliðið stoppar stutt á meðal þeirra bestu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 12. sæti Olís deildar karla í vetur. 22. ágúst 2019 10:00