Utanríkisráðherra Íran mætti óvænt til fundar G7 ríkjanna Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2019 17:53 Leiðtogarnir á fundi í Biarritz. Getty/ Jeff J Mitchell Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. Flugvél Zarifs flaug af stað frá írönsku höfuðborginni Tehran snemma á sunnudagsmorgun og lenti nokkrum klukkutímum síðar á flugvellinum í Biarritz sem hefur undanfarna daga verið lokaður fyrir umferð óviðkomandi leiðtogafundi G7 ríkjanna.Samkvæmt heimildum AP fór Zarif beint á fund franska utanríkisráðherrans Jean-Yves Le Drian. Samkvæmt upplýsingafulltrúa íranska utanríkisráðuneytisins var Zarif í Biarritz í boði Le Drian auk þess sem að engir fundir með bandarískum erindrekum eru áformaðir í Biarritz.Tillögur um að Macron færi fyrir G7 í málefnum Íran Zarif hafði áætlað að halda í ferðalag um Asíu til þess að afla stuðnings við Íran í deilunni við Bandaríkin um kjarnorkusamkomulagið sem Bandaríkin sögðu sig frá í maí árið 2018. Óvænt heimsókn Zarif hentaði vel því leiðtogarnir höfðu nýlokið umræðum um málefni Íran og var þar að mestu ákveðið að Frakkland og forseti landsins, Emmanuel Macron skildi fara fyrir G7 ríkjunum í samskiptum við Íran. Herma heimildir AP að Bandaríkjaforseti hafi þó ekki samþykkt hugmyndina.Á fundi G7 ríkjanna eru leiðtogar Bretlands, Boris Johnson, Frakklands, Emmanuel Macron, Þýskalands, Angela Merkel, Japan, Shinzo Abe, Kanada, Justin Trudeau, Ítalíu, Giuseppe Conte auk Donald Tusk, fulltrúa Evrópusambandsins.Þá hefur einnig öðrum leiðtogum ríkja verið boðið á hluta fundanna auk forseta, aðalritara og forstjóra alþjóðasamtaka. Bandaríkin Frakkland Íran Tengdar fréttir Ekki fræðilegur möguleiki að Rússum verði boðið í hópinn á ný Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að á síðustu árum hefðu Rússar sýnt að þeir séu ekki lengur í hópi þeirra landa sem hafa mannréttindi, lög og reglur og frjálslynt lýðræði í hávegum. 25. ágúst 2019 10:15 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Utanríkisráðherra Íran, Mohammad Javad Zarif, heiðraði leiðtoga G7 ríkjanna með nærveru sinni í óvæntri heimsókn til franska bæjarins Biarritz hvar leiðtogarnir eru saman komnir til þess að ráða sínum ráðum. Flugvél Zarifs flaug af stað frá írönsku höfuðborginni Tehran snemma á sunnudagsmorgun og lenti nokkrum klukkutímum síðar á flugvellinum í Biarritz sem hefur undanfarna daga verið lokaður fyrir umferð óviðkomandi leiðtogafundi G7 ríkjanna.Samkvæmt heimildum AP fór Zarif beint á fund franska utanríkisráðherrans Jean-Yves Le Drian. Samkvæmt upplýsingafulltrúa íranska utanríkisráðuneytisins var Zarif í Biarritz í boði Le Drian auk þess sem að engir fundir með bandarískum erindrekum eru áformaðir í Biarritz.Tillögur um að Macron færi fyrir G7 í málefnum Íran Zarif hafði áætlað að halda í ferðalag um Asíu til þess að afla stuðnings við Íran í deilunni við Bandaríkin um kjarnorkusamkomulagið sem Bandaríkin sögðu sig frá í maí árið 2018. Óvænt heimsókn Zarif hentaði vel því leiðtogarnir höfðu nýlokið umræðum um málefni Íran og var þar að mestu ákveðið að Frakkland og forseti landsins, Emmanuel Macron skildi fara fyrir G7 ríkjunum í samskiptum við Íran. Herma heimildir AP að Bandaríkjaforseti hafi þó ekki samþykkt hugmyndina.Á fundi G7 ríkjanna eru leiðtogar Bretlands, Boris Johnson, Frakklands, Emmanuel Macron, Þýskalands, Angela Merkel, Japan, Shinzo Abe, Kanada, Justin Trudeau, Ítalíu, Giuseppe Conte auk Donald Tusk, fulltrúa Evrópusambandsins.Þá hefur einnig öðrum leiðtogum ríkja verið boðið á hluta fundanna auk forseta, aðalritara og forstjóra alþjóðasamtaka.
Bandaríkin Frakkland Íran Tengdar fréttir Ekki fræðilegur möguleiki að Rússum verði boðið í hópinn á ný Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að á síðustu árum hefðu Rússar sýnt að þeir séu ekki lengur í hópi þeirra landa sem hafa mannréttindi, lög og reglur og frjálslynt lýðræði í hávegum. 25. ágúst 2019 10:15 Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ekki fræðilegur möguleiki að Rússum verði boðið í hópinn á ný Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að á síðustu árum hefðu Rússar sýnt að þeir séu ekki lengur í hópi þeirra landa sem hafa mannréttindi, lög og reglur og frjálslynt lýðræði í hávegum. 25. ágúst 2019 10:15
Trump lofar Bretum „stærsta fríverslunarsamningi“ í sögu ríkjanna Donald Trump og Boris Jonson áttu morgunverðarfund í Frakklandi í dag. 25. ágúst 2019 09:00