Þúsund heimili taka þátt í matarsóunarrannsókn Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. ágúst 2019 21:22 Matarsóun þúsund heimila verður rannsökuð í viku og verða niðurstöður nýttar í að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Stöð 2 Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Umhverfisstofnun stendur fyrir rannsókninni en þau þúsund heimili sem beðin verða um að taka þátt eru valin af handahófi. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum en um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna matarsóunar. Þátttakendur verða beðnir um að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Úrgangurinn er flokkaður í þrjá flokka: nýtanlegan mat, ónýtanlegan og vökva. Vigta þarf hvern flokk fyrir sig í lok dags og skrá í rafrænt kerfi á vef Umhverfisstofnunar.„Við erum annars vegar með ónýtanlegan mat, eins og bananahýði, eggjaskurn og bein af kjöti, kaffikorgur. Ónýtanlegur matur sem við erum ekki að fara að leggja okkur til munns,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og grænsamfélaga hjá Umhverfisstofnun. Svo er það maturinn sjálfur sem flokkast undir matarsóun. „Hérna er til dæmis grauturinn sem dóttir mín kláraði ekki í morgun, þá myndi ég setja hann í nýtanlega flokkinn því hann hefði klárlega mátt borða. Og svo setur maður [matinn] bara í þægilega skál,“ segir Hildur. Maturinn er svo vigtaður, þyngd skráð og allt sett í lífræna tunnu sé hún við heimili. Hildur vonast til að sem flestir taki þátt í rannsókninni enda sé mikilvægt að fá sem skýrasta mynd af umfangi matarsóunar á Íslandi. Hafist var handa að hringja í fólk fyrir helgi en hringt verður út næstu tvær vikurnar. Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þúsund heimili verða beðin um að taka þátt í rannsókn á umfangi matarsónar á næstunni. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir þátttöku auðvelda en nauðsynlega svo hægt sé að nýta niðurstöður til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum. Umhverfisstofnun stendur fyrir rannsókninni en þau þúsund heimili sem beðin verða um að taka þátt eru valin af handahófi. Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar til að skerpa á aðgerðum í matarsóunarmálum en um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna matarsóunar. Þátttakendur verða beðnir um að vigta mat og matarúrgang sem fer til spillis á heimilinu í eina viku. Úrgangurinn er flokkaður í þrjá flokka: nýtanlegan mat, ónýtanlegan og vökva. Vigta þarf hvern flokk fyrir sig í lok dags og skrá í rafrænt kerfi á vef Umhverfisstofnunar.„Við erum annars vegar með ónýtanlegan mat, eins og bananahýði, eggjaskurn og bein af kjöti, kaffikorgur. Ónýtanlegur matur sem við erum ekki að fara að leggja okkur til munns,“ segir Hildur Harðardóttir, sérfræðingur á sviði loftslags- og grænsamfélaga hjá Umhverfisstofnun. Svo er það maturinn sjálfur sem flokkast undir matarsóun. „Hérna er til dæmis grauturinn sem dóttir mín kláraði ekki í morgun, þá myndi ég setja hann í nýtanlega flokkinn því hann hefði klárlega mátt borða. Og svo setur maður [matinn] bara í þægilega skál,“ segir Hildur. Maturinn er svo vigtaður, þyngd skráð og allt sett í lífræna tunnu sé hún við heimili. Hildur vonast til að sem flestir taki þátt í rannsókninni enda sé mikilvægt að fá sem skýrasta mynd af umfangi matarsóunar á Íslandi. Hafist var handa að hringja í fólk fyrir helgi en hringt verður út næstu tvær vikurnar.
Umhverfismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira