Óttast að stór sylla geti fallið ofan í Reynisfjöru Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2019 21:40 Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ennþá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð austur eftir Reynisfjöru að skriðunni. Sjá má gula lokunarborðann strengdan þvert yfir fjöruna sem markar bannsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lögreglan á Suðurlandi mætti með vaska sveit í Reynisfjöru í dag til að taka út aðstæður og funda um framhald mála með sérfræðingum frá Veðurstofu og Vegagerð, en einnig fulltrúum Mýrdalshrepps, landeigenda og rekstraraðila veitingahússins við fjöruna. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Svörtu fjörunni.Stöð 2/KMU.Þrír dagar eru frá því skriðan féll og hefur austasti hluti fjörunnar síðan verið lokaður með gulum lögregluborða. Niðurstaða fundarins var að halda þessum hluta fjörunnar áfram lokuðum enda er talin hætta á frekara berghruni. „Já, við metum hættu á því,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi.Skriðan er talin vera um eitthundrað metra breið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það lítur þannig út núna, þegar við horfum þarna upp eftir, og skoðum þarna fyrir ofan, að það sé töluvert laust, og það hefur hrunið undan ansi stórri syllu sem er þarna fyrir ofan, sem við höfum ákveðnar áhyggjur af að geti farið af stað líka.“Vestasti og vinsælasti hluti Reynisfjöru er áfram opinn. Sjá má gula borðann neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestari hluti fjörunnar, og sá vinsælasti, verður áfram opinn ferðamönnum. Svæðið verður vaktað og farið í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta.Ferðamenn við lögregluborðann í Reynisfjöru í dag. Engin fótspor sáust í sandinum handan við borðann.Stöð 2/KMU.Ekki var annað að sjá en að ferðamenn virtu lokunina og þannig sáust engin fótspor í sandinum handan við gula borðann. „Já, ég held að fólk virði hann, nánast undantekningarlaust,“ segir Björn.Bílastæðið við Reynisfjöru þéttsetið rútum og fólksbílum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það sýnir sig bara á bílastæðinu við veitingahúsið Svörtu fjöruna að þetta er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands. Áætlað er að milli þrjú- og fimmþúsund manns heimsæki staðinn á degi hverjum. „Þetta er geipilega vinsæll ferðamannastaður enda geipilega falleg náttúra að skoða. Þannig að við þurfum að standa vel að merkingum og fræðslu á aðstæðum,“ segir verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra að rannsaka flóttateymi Hafnarfjarðar Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Ennþá er talin hætta á berghruni úr suðurhlíð Reynisfjalls og verður austasta hluta Reynisfjöru áfram haldið lokuðum um sinn. Fjölfarnasti hluti þessarar vinsælu fjöru verður þó áfram opinn ferðamönnum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Séð austur eftir Reynisfjöru að skriðunni. Sjá má gula lokunarborðann strengdan þvert yfir fjöruna sem markar bannsvæðið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Lögreglan á Suðurlandi mætti með vaska sveit í Reynisfjöru í dag til að taka út aðstæður og funda um framhald mála með sérfræðingum frá Veðurstofu og Vegagerð, en einnig fulltrúum Mýrdalshrepps, landeigenda og rekstraraðila veitingahússins við fjöruna. Fundurinn var haldinn á veitingahúsinu Svörtu fjörunni.Stöð 2/KMU.Þrír dagar eru frá því skriðan féll og hefur austasti hluti fjörunnar síðan verið lokaður með gulum lögregluborða. Niðurstaða fundarins var að halda þessum hluta fjörunnar áfram lokuðum enda er talin hætta á frekara berghruni. „Já, við metum hættu á því,“ segir Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi.Skriðan er talin vera um eitthundrað metra breið.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það lítur þannig út núna, þegar við horfum þarna upp eftir, og skoðum þarna fyrir ofan, að það sé töluvert laust, og það hefur hrunið undan ansi stórri syllu sem er þarna fyrir ofan, sem við höfum ákveðnar áhyggjur af að geti farið af stað líka.“Vestasti og vinsælasti hluti Reynisfjöru er áfram opinn. Sjá má gula borðann neðst til hægri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vestari hluti fjörunnar, og sá vinsælasti, verður áfram opinn ferðamönnum. Svæðið verður vaktað og farið í vinnu við uppfærslu og samræmingu aðvörunarskilta.Ferðamenn við lögregluborðann í Reynisfjöru í dag. Engin fótspor sáust í sandinum handan við borðann.Stöð 2/KMU.Ekki var annað að sjá en að ferðamenn virtu lokunina og þannig sáust engin fótspor í sandinum handan við gula borðann. „Já, ég held að fólk virði hann, nánast undantekningarlaust,“ segir Björn.Bílastæðið við Reynisfjöru þéttsetið rútum og fólksbílum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það sýnir sig bara á bílastæðinu við veitingahúsið Svörtu fjöruna að þetta er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður Suðurlands. Áætlað er að milli þrjú- og fimmþúsund manns heimsæki staðinn á degi hverjum. „Þetta er geipilega vinsæll ferðamannastaður enda geipilega falleg náttúra að skoða. Þannig að við þurfum að standa vel að merkingum og fræðslu á aðstæðum,“ segir verkefnisstjóri almannavarna á Suðurlandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55 Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20 Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44 Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra að rannsaka flóttateymi Hafnarfjarðar Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær þegar grjót kom úr fjallinu. 20. ágúst 2019 10:55
Ekki hrunið meira úr Reynisfjalli frá því í gær Aðstæður í Reynisfjöru eru enn varhugaverðar eftir að stór skriða féll úr Reynisfjalli í gær. Ferðamenn sem hafa komið í fjöruna hafa virt lokanir lögreglu. Leiðinda veður er á þessum slóðum í dag. 21. ágúst 2019 11:20
Þriðja skriðan á tíu árum í Reynisfjöru Skriðan sem féll í Reynisfjöru í gærmorgun var sú þriðja á tíu árum sem telst geta ógnað ferðamönnum. 21. ágúst 2019 21:44
Þrír slasast eftir grjóthrun í Reynisfjöru Búið er að loka austasta hluta Reynisfjöru. 19. ágúst 2019 15:30