Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. ágúst 2019 18:30 Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, segir óeðlilegt að skoða þurfi hvort konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi fái réttláta málsmeðferð. Stöð 2/Baldur Hrfafnkell Jónsson Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.Síðustu tuttugu ár hafa á bilinu hundrað til tvö hundruð og fimmtíu konur leitað árlega til Stígamóta vegna nauðgana. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir að á sama tímabili hafi að meðaltali einungis verið sakfellt í 6,75 nauðgunarmálum í héraðsdómi á ári. Þrátt fyrir að aðeins brot af þeim sem leiti til Stígamóta kæri ofbeldið til lögreglu séu tölurnar í æpandi mótsögn. Niðurfellingarhlutfallið sé allt of hátt. „Áttatíu og níu prósent kvenna eru léttvægar fundnar og okkur þykir fylgja því mikill vanmáttur að sitja undir þessu án þess að aðhafast,“ segir Guðrún.Nú, þegar Ísland sé búið að fullgilda Istanbúlsáttmálann um ofbeldi gegn konum hafi Stígamót ákveðið að láta á það reyna, með aðstoð lögmanna, að fara lengra með kynferðisbrotamál kvenna sem hafa verið felld niður hjá lögreglu og þær kært þá ákvörðun til saksóknara sem hafi svo fellt málið aftur niður. „Og eru þar af leiðandi búnar að gera allt sem þær geta til að fá rétt sinn á Íslandi. Þær ætla að vera með og kæra þessi mál til mannréttindadómstólsins,“ segir Guðrún en sex konur hafa nú þegar samþykkt að kæra mál sín. „Það er þá á þeim grundvelli aðþolendur hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Það gæti verið einhvers konar mismunun eða brot gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. Niðurfellingarhlutfallið sé óeðlilega hátt. „Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir," segir Sigrún. Stígamót leita nú að fleiri konum sem vilja kæra mál sín. Málin verða að hafa verið látin niður falla hjá saksóknara á síðustu sex mánuðum en til að dómstólinn taki upp mál þurfa þau hafa hafa verið kærð til hans innan sex mánaða frá því síðasta ákvörðun var tekin í þeim. Guðrún segir að Stígamót ætli að bera allan kostnaðinn. Ef dómstólinn tæki málin upp gætu konurnar átt rétt á skaðabótum.„Alvöru dómur fellur í þeirra máli og það er fyrir okkur réttlæti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð.Síðustu tuttugu ár hafa á bilinu hundrað til tvö hundruð og fimmtíu konur leitað árlega til Stígamóta vegna nauðgana. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta segir að á sama tímabili hafi að meðaltali einungis verið sakfellt í 6,75 nauðgunarmálum í héraðsdómi á ári. Þrátt fyrir að aðeins brot af þeim sem leiti til Stígamóta kæri ofbeldið til lögreglu séu tölurnar í æpandi mótsögn. Niðurfellingarhlutfallið sé allt of hátt. „Áttatíu og níu prósent kvenna eru léttvægar fundnar og okkur þykir fylgja því mikill vanmáttur að sitja undir þessu án þess að aðhafast,“ segir Guðrún.Nú, þegar Ísland sé búið að fullgilda Istanbúlsáttmálann um ofbeldi gegn konum hafi Stígamót ákveðið að láta á það reyna, með aðstoð lögmanna, að fara lengra með kynferðisbrotamál kvenna sem hafa verið felld niður hjá lögreglu og þær kært þá ákvörðun til saksóknara sem hafi svo fellt málið aftur niður. „Og eru þar af leiðandi búnar að gera allt sem þær geta til að fá rétt sinn á Íslandi. Þær ætla að vera með og kæra þessi mál til mannréttindadómstólsins,“ segir Guðrún en sex konur hafa nú þegar samþykkt að kæra mál sín. „Það er þá á þeim grundvelli aðþolendur hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Það gæti verið einhvers konar mismunun eða brot gegn friðhelgi einkalífs,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður. Niðurfellingarhlutfallið sé óeðlilega hátt. „Það virðist einhver skekkja í því kerfi og það er mikilvægt fyrir alla aðila málsins að það komi rétt niðurstaða út úr þessu þannig að þolendur njóti réttlátrar málsmeðferðar og sömuleiðis þeir aðilar sem eru kærðir," segir Sigrún. Stígamót leita nú að fleiri konum sem vilja kæra mál sín. Málin verða að hafa verið látin niður falla hjá saksóknara á síðustu sex mánuðum en til að dómstólinn taki upp mál þurfa þau hafa hafa verið kærð til hans innan sex mánaða frá því síðasta ákvörðun var tekin í þeim. Guðrún segir að Stígamót ætli að bera allan kostnaðinn. Ef dómstólinn tæki málin upp gætu konurnar átt rétt á skaðabótum.„Alvöru dómur fellur í þeirra máli og það er fyrir okkur réttlæti,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira