Úrræði Íbúðalánasjóðs verði fyrir öll sveitarfélög sem vilji styrkja húsnæðismarkaðinn Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2019 19:00 Kópasker er í Norðurþingi sem er eitt þeirra sveitarfélaga sem hefur tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Nýr lánaflokkur verður í boði hjá Íbúðalánasjóði til að tryggja fjármagn á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Áform félags- og baramálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Í dag var ákveðið að hrinda tillögum um verkefnið í framkvæmd með breytingum á lögum og reglugerðum. Sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði í því skyni að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem hafa tekið þátt eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs.Húsnæðisskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni „Við erum búin að vera að vinna með þeim að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og vinna að því að útbúa lausnir sem að gætu mögulega verið til þess að bregðast við þeim vanda sem þau standa frammi fyrir,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Húsnæðisskortur er eitt af því sem talið er að hamli atvinnuuppbyggingu á sumum svæðum. „Við auðvitað vonumst til með að þetta komi til með að skila okkur þeim niðurstöðum að við áttum okkur á því hvaða áhrif þetta muni hafa. Við erum búin að leggja fram ákveðnar tillögur svo munum við fara af stað í þessum tilraunasveitarfélögum og prófa tillögurnar og meta áhrif af þeim,“ segir Sigrún. Gangi það eftir verða tillögurnar að almennu úrræði sem fleiri sveitarfélög geta sótt um og nýtt sér. Því sem hrint verður strax af stað snýr að fjármögnun á framkvæmdartíma og þá verður ný lánaflokkur í boði hjá Íbúðalánasjóði.Á hvaða kjörum munið þið bjóða íbúðalán til þeirra sem að ætla sér að reisa byggðir á þessum svæðum? „Það verður unnið að því núna í framhaldi að það er verið að kynna reglugerð sem miðar að því að það verði hægt að veita fjármögnun til uppbyggingar íbúðahúsnæðis á sambærilegum kjörum og á virkari markaðssvæðum eins og til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigrún. Húsnæðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45 Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40 Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar verði komnar til framkvæmda á haustdögum. Nýr lánaflokkur verður í boði hjá Íbúðalánasjóði til að tryggja fjármagn á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum.Áform félags- og baramálaráðherra um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Í dag var ákveðið að hrinda tillögum um verkefnið í framkvæmd með breytingum á lögum og reglugerðum. Sjö sveitarfélög hafa tekið þátt í tilraunaverkefni með Íbúðalánasjóði í því skyni að bregðast við langvarandi stöðnun á húsnæðismarkaði á landsbyggðinni. Sveitarfélögin sem hafa tekið þátt eru Snæfellsbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs.Húsnæðisskortur hefur hamlað atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni „Við erum búin að vera að vinna með þeim að greina þann vanda sem þau standa frammi fyrir og vinna að því að útbúa lausnir sem að gætu mögulega verið til þess að bregðast við þeim vanda sem þau standa frammi fyrir,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs. Húsnæðisskortur er eitt af því sem talið er að hamli atvinnuuppbyggingu á sumum svæðum. „Við auðvitað vonumst til með að þetta komi til með að skila okkur þeim niðurstöðum að við áttum okkur á því hvaða áhrif þetta muni hafa. Við erum búin að leggja fram ákveðnar tillögur svo munum við fara af stað í þessum tilraunasveitarfélögum og prófa tillögurnar og meta áhrif af þeim,“ segir Sigrún. Gangi það eftir verða tillögurnar að almennu úrræði sem fleiri sveitarfélög geta sótt um og nýtt sér. Því sem hrint verður strax af stað snýr að fjármögnun á framkvæmdartíma og þá verður ný lánaflokkur í boði hjá Íbúðalánasjóði.Á hvaða kjörum munið þið bjóða íbúðalán til þeirra sem að ætla sér að reisa byggðir á þessum svæðum? „Það verður unnið að því núna í framhaldi að það er verið að kynna reglugerð sem miðar að því að það verði hægt að veita fjármögnun til uppbyggingar íbúðahúsnæðis á sambærilegum kjörum og á virkari markaðssvæðum eins og til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigrún.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45 Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40 Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Ráðherra segir markaðsbrest á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni Markaðsbrestur ríkir á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni að mati félags- og barnamálaráðherra. Hann segir niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs leiða þetta í ljós. Bankahrunið hafi haft meiri áhrif á húsnæðismarkaðinn úti á landi samanborið við suðvesturhornið. 24. júlí 2019 18:45
Ráðherra efnir loforð um að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni Félags- og barnamálaráðherra hefur nú ákveðið að hrinda í framkvæmd tillögum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni. Þess er vænst að fyrstu tillögurnar, þar á meðal að breytingar á lögum og reglugerðum verði komnar til framkvæmda á haustdögum og lúta að því að Íbúðalánasjóði verði gert auðveldara að veita fjármögnun til uppbyggingar húsnæðis landsbyggðinni. 23. ágúst 2019 12:40
Sveitarfélögin fagna tillögum um aukna aðstoð Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni Formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fagnar tillögum félags- og barnamálaráðherra um að Íbúðalánasjóður veiti auknu fjármagni til smíði nýrra íbúða og fjölgunar leiguhúsnæðis á landsbyggðinni. 25. júlí 2019 12:15