Tónlist

Missy Elliott kemur á óvart með plötu eftir fjórtán ára bið

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Missy Elliott stimplar sig rækilega inn í tónlistarsenuna á ný með litríku og skapandi myndbandi og nýrri plötu.
Missy Elliott stimplar sig rækilega inn í tónlistarsenuna á ný með litríku og skapandi myndbandi og nýrri plötu.
Aðdáendur tónlistarkonunnar Missy Elliot sem er þekkt fyrir slagara á borð við Get Ur Freak On, 4 My People og Work It, geta tekið gleði sína því rapparinn gaf út plötuna Iconology á miðnætti í gær en fjórtán ár eru liðin síðan hún gaf út síðustu plötuna sína.

Á plötunni er að finna fimm lög en samhliða útgáfunni frumsýndi hún líka litríkt og skapandi myndband við lagið Throw It Back sem er að finna á nýju plötunni.

Elliott kom fylgjendum sínum skemmtilega á óvart á miðnætti þegar hún tilkynnti um nýju plötuna.

„Hverfum aftur til tímans þegar tónlistin var góð og fékk okkur til þess að langa til að dansa!“

Platan kemur út einungis örfáum dögum áður en Elliott hlýtur heiðursverðlaun MTV tónlistarverðlaunanna sem fara fram næsta mánudag. Þau eru veitt þeim listamanni sem hefur markað djúp spor með framlagi sínu til tónlistar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.