Markús og Viðar Már kveðja Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 13:02 Aðeins ein kona á sæti í Hæstarétti, Gréta Baldursdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Tveir af átta dómurum við Hæstarétt hafa beðist lausnar frá störfum. Um er að ræða þá Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta réttarins, og Viðar Má Matthíasson. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í morgun að því er fram kemur á dagskrá fundarins. Markús og Viðar Már óska eftir að láta af störfum sökum aldurs en þeir verða báðir orðnir 65 ára þann 1. október samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Þeir hætta þann dag og eitt embætti verður auglýst því samkvæmt lögum um dómstóla eiga hæstaréttardómarar að vera sjö.Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.HæstirétturMarkús hefur verið Hæstaréttardómari frá árinu 1994. Hann var forseti réttarins 2002-2003 og aftur 2012-2016. Á síðara tímabilinu var Viðar Már varaforseti réttarins. Hann var skipaður dómari við Hæstarétt árið 2010. Athygli vekur að þeir Markús og Viðar Már eru ekki aldursforsetar Hæstaréttar. Þorgeir Örlygsson, forseti réttarins, er fæddur árið 1952 og þá er Greta Baldursdóttir, eini kvendómarinn við réttinn, fædd sömuleiðis árið 1954. Hæstaréttardómarar mega láta af störfum við 65 ára aldur en er frjálst að starfa til sjötugs kjósi þeir svo. Umsvif Hæstaréttar minnkuðu til muna við skipun Landsréttar sem millidómstigs. Nú fara aðeins valin mál fyrir Hæstarétt og velur Hæstiréttur sjálfur þau mál sem rétturinn telur að eigi erindi við dómstólinn. Dómstólar Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Tveir af átta dómurum við Hæstarétt hafa beðist lausnar frá störfum. Um er að ræða þá Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta réttarins, og Viðar Má Matthíasson. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, kynnti þetta á ríkisstjórnarfundi í morgun að því er fram kemur á dagskrá fundarins. Markús og Viðar Már óska eftir að láta af störfum sökum aldurs en þeir verða báðir orðnir 65 ára þann 1. október samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Þeir hætta þann dag og eitt embætti verður auglýst því samkvæmt lögum um dómstóla eiga hæstaréttardómarar að vera sjö.Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson.HæstirétturMarkús hefur verið Hæstaréttardómari frá árinu 1994. Hann var forseti réttarins 2002-2003 og aftur 2012-2016. Á síðara tímabilinu var Viðar Már varaforseti réttarins. Hann var skipaður dómari við Hæstarétt árið 2010. Athygli vekur að þeir Markús og Viðar Már eru ekki aldursforsetar Hæstaréttar. Þorgeir Örlygsson, forseti réttarins, er fæddur árið 1952 og þá er Greta Baldursdóttir, eini kvendómarinn við réttinn, fædd sömuleiðis árið 1954. Hæstaréttardómarar mega láta af störfum við 65 ára aldur en er frjálst að starfa til sjötugs kjósi þeir svo. Umsvif Hæstaréttar minnkuðu til muna við skipun Landsréttar sem millidómstigs. Nú fara aðeins valin mál fyrir Hæstarétt og velur Hæstiréttur sjálfur þau mál sem rétturinn telur að eigi erindi við dómstólinn.
Dómstólar Tímamót Vistaskipti Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira