Af jörðu munt þú aftur upp rísa Lind Einarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 11:56 Fyrir 5 árum síðan andaðist móðir mín og eins venjan er, fór útför hennar fram með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. að hún varð jarðsett í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Ég er búsett í Danmörku, ég kem heim til Íslands tvisvar til þrisvar á ári, og í hvert skipti sem ég heimsæki leiðið hennar, verð ég jafn hissa á því hversu hratt kirkjugarðurinn stækkar og hversu stórt landsvæði hann nýtir. Ég hugsa þá oft, hvernig verður þetta eftir 10 ár, 50 ár, 100 ár? Næsta hugsun í framhaldi er svo alltaf; „hvað með allar umbúðirnar sem liggja í jörðinni“. Eru þær allar umhverfisvænar, hversu langan tíma tekur fyrir þær að brotna niður, og hversu mikil mengun stafar af urðun af; líkkistum, sængum, koddum, líkklæðum, og innri klæðningu kistunnar? Oft eru þetta gerviefni eins og polyester efni unnið úr olíu sem brotnar hægt og illa niður i náttúrunni. Syrgjendur vilja að sjálfsögðu allt það besta fyrir þann sem þeir kveðja, og fæstir hugsa um umhverfisáhrif á þessum tímamótum. Hefðir í kringum andlát hafa fylgt mannkyninu lengi og víða er það hefð að grafa hinn látna í jörð. Er ekki komin tími á að við endurskoðum þetta ferli? Hvernig væri að breyta háttum og hugsa nýtt, og bjóða upp á fleiri möguleika, eins og t.d. að planta tré fyrir hvern látinn einstakling? Í staðin fyrir hefðbundna jarðarför með öllu tilheyrandi, væri hægt að planta tré fyrir hvern einstakling. Kirkjugarðarnir gætu þannig eftir 10 ár, 50 ár eða 100 ár orðið að fallegum skógi og kannski að skemmtilegu útivistarsvæði sem gaman væri að heimsækja fyrir alla aldurshópa. Ég sé fyrir mér, börn að leik, jafnvel að klifra í trjánum. Að sjálfsögðu væri hægt að setja lítið minnismerki við hvert tré – til heiðurs þeirri persónu, sem með jarðneskum leifum sínum gefur jörðinni lengri líftíma. Myndi svona möguleiki, í orðsins fyllstu merkingu ekki fullkomna orðin úr 1. Mósebók "Af jörðu ertu kominn, Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu munt þú aftur upp rísa" (3.19)? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kirkjugarðar Tímamót Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Fyrir 5 árum síðan andaðist móðir mín og eins venjan er, fór útför hennar fram með hefðbundnum hætti, þ.e.a.s. að hún varð jarðsett í kirkjugarði Hafnarfjarðar. Ég er búsett í Danmörku, ég kem heim til Íslands tvisvar til þrisvar á ári, og í hvert skipti sem ég heimsæki leiðið hennar, verð ég jafn hissa á því hversu hratt kirkjugarðurinn stækkar og hversu stórt landsvæði hann nýtir. Ég hugsa þá oft, hvernig verður þetta eftir 10 ár, 50 ár, 100 ár? Næsta hugsun í framhaldi er svo alltaf; „hvað með allar umbúðirnar sem liggja í jörðinni“. Eru þær allar umhverfisvænar, hversu langan tíma tekur fyrir þær að brotna niður, og hversu mikil mengun stafar af urðun af; líkkistum, sængum, koddum, líkklæðum, og innri klæðningu kistunnar? Oft eru þetta gerviefni eins og polyester efni unnið úr olíu sem brotnar hægt og illa niður i náttúrunni. Syrgjendur vilja að sjálfsögðu allt það besta fyrir þann sem þeir kveðja, og fæstir hugsa um umhverfisáhrif á þessum tímamótum. Hefðir í kringum andlát hafa fylgt mannkyninu lengi og víða er það hefð að grafa hinn látna í jörð. Er ekki komin tími á að við endurskoðum þetta ferli? Hvernig væri að breyta háttum og hugsa nýtt, og bjóða upp á fleiri möguleika, eins og t.d. að planta tré fyrir hvern látinn einstakling? Í staðin fyrir hefðbundna jarðarför með öllu tilheyrandi, væri hægt að planta tré fyrir hvern einstakling. Kirkjugarðarnir gætu þannig eftir 10 ár, 50 ár eða 100 ár orðið að fallegum skógi og kannski að skemmtilegu útivistarsvæði sem gaman væri að heimsækja fyrir alla aldurshópa. Ég sé fyrir mér, börn að leik, jafnvel að klifra í trjánum. Að sjálfsögðu væri hægt að setja lítið minnismerki við hvert tré – til heiðurs þeirri persónu, sem með jarðneskum leifum sínum gefur jörðinni lengri líftíma. Myndi svona möguleiki, í orðsins fyllstu merkingu ekki fullkomna orðin úr 1. Mósebók "Af jörðu ertu kominn, Að jörðu skaltu aftur verða. Af jörðu munt þú aftur upp rísa" (3.19)?
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun