Vandamálið við Formúlu 1 í dag er það er mjög erfitt að elta bílinn fyrir framan. Óhreina loftið sem kemur frá bílnum fyrir framan þýðir að aftari bíllinn missir of mikið grip sem bæði hægir á honum og slítur dekkjunum meira.
2021 bílarnir verða því með mun einfaldari yfirbyggingu og einfaldari vængi. Á móti kemur verður allur undirvagninn hannaður með það í leiðarljósi að þrýsta bílunum ofan í brautina án þess að óhreinka loftið of mikið fyrir þann sem eltir.
Önnur stór breyting verða dekkin. Prófíll dekkjanna mun minnka umtalsvert er Formúlu bílarnir verða á 18 tommu felgum. Einnig munu dekkjamotturnar sem hita dekkin heyra sögunni til.
Alþjóða akstursíþróttasambandið, FIA, vonast til að gefa úr reglurnar núna í haust svo að liðin hafi rúmlega ár til að hanna bílanna fyrir árið 2021.