Utanríkisráðherra ber að segja af sér Benedikt Lafleur skrifar 22. ágúst 2019 14:26 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér. Síðastliðinn sunnudag, 18. ágúst var endurflutt viðtal við hann á Útvarpi Sögu. Í þessu viðtali fer Guðlaugur með ýmiss konar rangfærslur varðandi OP3 en þó keyrir um þverbak þegar hann lýgur vísvitandi að íslensku þjóðinni, í annað sinn, með þeirri fullyrðingu sinni að Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, sem og einhver hópur andstæðinga OP3 (sem hann tilgreinir ekki nánar hver er) séu á móti EES! Þessi lygi er sérstaklega alvarleg þegar hafa ber í huga að um sérstaklega umdeilt mál er að ræða, mál sem hefur ýmsar hliðar. Að jafn háttsett opinber persóna sem þiggur laun af okkur skattborgurunum skuli leggjast svo lágt að grípa til þess bragðs að gera upp skoðanir annarra til að afvegaleiða umræðuna og styrkja eigin stöðu í embætti er þvi mun ámælisverðari fyrir vikið. Í fyrsta lagi, ber þess að geta, að hvorki Bjarni Jónsson né nokkur að mér vitandi, sem hefur barist gegn OP3, eru á móti EES. Enda stæði slík afstaða, ein og sér, gegn hagsmunum Íslands. Þessi fullyrðing Guðlaugs er reyndar sérstaklega hjákátleg í ljósi þess að Bjarni Jónsson (félagi í Sjálfstæðisflokknum), sem stofnaði ásamt mér og nokkrum öðrum Lýðræðisflokkinn fyrr í sumar, hafði frumkvæðið að eftirfarandi samþykkt félagsins um Orkupakka 3, (sbr. 8. gr. b.), sem stjórnin samþykkti, en þar segir orðrétt: Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar , þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig getur maður sem hefur átt frumkvæðið að samþykkt sem miðar að því að tryggja sem allra best hagsmuni Íslands um ókomna tíð og i senn styrkja stöðu þess innan EES og heiðarleg samskipti innan evrópska efnahagssvæðisins verið um leið á móti EES?! Slík fullyrðing er ekki aðeins fráleit heldur fellur um sig sjálfa. Einungis embættismaður sem vinnur ekki að heilindum að því að tryggja bestu mögulegu niðurstöðuna fyrir sína þjóð getur komist að slíkri niðurstöðu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þér ber að segja af þér án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér. Síðastliðinn sunnudag, 18. ágúst var endurflutt viðtal við hann á Útvarpi Sögu. Í þessu viðtali fer Guðlaugur með ýmiss konar rangfærslur varðandi OP3 en þó keyrir um þverbak þegar hann lýgur vísvitandi að íslensku þjóðinni, í annað sinn, með þeirri fullyrðingu sinni að Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, sem og einhver hópur andstæðinga OP3 (sem hann tilgreinir ekki nánar hver er) séu á móti EES! Þessi lygi er sérstaklega alvarleg þegar hafa ber í huga að um sérstaklega umdeilt mál er að ræða, mál sem hefur ýmsar hliðar. Að jafn háttsett opinber persóna sem þiggur laun af okkur skattborgurunum skuli leggjast svo lágt að grípa til þess bragðs að gera upp skoðanir annarra til að afvegaleiða umræðuna og styrkja eigin stöðu í embætti er þvi mun ámælisverðari fyrir vikið. Í fyrsta lagi, ber þess að geta, að hvorki Bjarni Jónsson né nokkur að mér vitandi, sem hefur barist gegn OP3, eru á móti EES. Enda stæði slík afstaða, ein og sér, gegn hagsmunum Íslands. Þessi fullyrðing Guðlaugs er reyndar sérstaklega hjákátleg í ljósi þess að Bjarni Jónsson (félagi í Sjálfstæðisflokknum), sem stofnaði ásamt mér og nokkrum öðrum Lýðræðisflokkinn fyrr í sumar, hafði frumkvæðið að eftirfarandi samþykkt félagsins um Orkupakka 3, (sbr. 8. gr. b.), sem stjórnin samþykkti, en þar segir orðrétt: Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar , þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig getur maður sem hefur átt frumkvæðið að samþykkt sem miðar að því að tryggja sem allra best hagsmuni Íslands um ókomna tíð og i senn styrkja stöðu þess innan EES og heiðarleg samskipti innan evrópska efnahagssvæðisins verið um leið á móti EES?! Slík fullyrðing er ekki aðeins fráleit heldur fellur um sig sjálfa. Einungis embættismaður sem vinnur ekki að heilindum að því að tryggja bestu mögulegu niðurstöðuna fyrir sína þjóð getur komist að slíkri niðurstöðu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þér ber að segja af þér án tafar.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun