Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsmiðlanna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 22. ágúst 2019 12:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, verður ekki viðstödd þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til landsins. Mynd/samsett Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Miðlar á borð við Washington Post, Associated Press, NPR, Aftenposten, New Zealand Herald, Russia today og La Vangardia greina frá því að Katrín muni ekki vera viðstödd þegar varaforsetinn kemur til landsins. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær kom fram í máli Katrínar að vera hennar á verkalýðsráðstefnunni hafi verið ákveðin fyrir löngu og að erfitt að samræma dagsetningar. Í sumum miðlanna kemur fram að það sé fordæmalaust að forsætisráðherra Íslands taki ekki á móti jafn áhrifamiklum ráðamanni og varaforseta Bandaríkjanna. Aðrir telja Katrínu með þessu sýna samstöðu með Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sem á nú í deilum við Donald Trump forseta Bandaríkjanna vegna hugmynda hans um að Bandaríkin kaupi Grænland. Það verður þó að teljast tæpt þar sem heimsókn Pence og ákvörðun Katrínar um að vera í Svíþjóð var tekin áður en Grænlandsmálið kom upp. Sumir miðlanna telja Katrínu viljandi hundsa Pence til að friða grasrót Vinstri Grænna sem sé á móti aðild Íslands í NATO og efins varnarsamstarf með Bandaríkjunum.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Fjarveran gagnrýnd hér heima Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir fjarveru Katrínar ámælisverða háttsemi gagnvart íslensku þjóðinni. „Ræða á fundi norrænna verkalýðsfélaga á að sjálfsögðu að víkja fyrir þeim skuldbindingum sem slíku heimboði fylgir. Í fjarverunni eru því fólgin formleg skilaboð,“ segir Þorsteinn í pistli á Hringbraut. „En með fjarveru sinni er forsætisráðherra líka að senda efnisleg skilaboð. Þau skaða gestinn lítið en veikja því meir málefnalega stöðu Íslands. Og það er sú háttsemi sem er ámælisverð.“ Ekki sé um kurteisisheimsókn að ræða. „Hún er til vitnis um alveg nýjan áhuga Bandaríkjanna á að ræða við ríkisstjórn Íslands um afar mikilvæg efni.“ Bandaríkin Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. 19. ágúst 2019 23:15 Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12 Hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. 18. ágúst 2019 20:00 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur um að sækja norræna verkalýðsráðstefnu í Svíþjóð í stað þess að taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þegar hann kemur til Íslands í byrjun september hefur vakið athygli heimsmiðlanna. Miðlar á borð við Washington Post, Associated Press, NPR, Aftenposten, New Zealand Herald, Russia today og La Vangardia greina frá því að Katrín muni ekki vera viðstödd þegar varaforsetinn kemur til landsins. Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær kom fram í máli Katrínar að vera hennar á verkalýðsráðstefnunni hafi verið ákveðin fyrir löngu og að erfitt að samræma dagsetningar. Í sumum miðlanna kemur fram að það sé fordæmalaust að forsætisráðherra Íslands taki ekki á móti jafn áhrifamiklum ráðamanni og varaforseta Bandaríkjanna. Aðrir telja Katrínu með þessu sýna samstöðu með Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sem á nú í deilum við Donald Trump forseta Bandaríkjanna vegna hugmynda hans um að Bandaríkin kaupi Grænland. Það verður þó að teljast tæpt þar sem heimsókn Pence og ákvörðun Katrínar um að vera í Svíþjóð var tekin áður en Grænlandsmálið kom upp. Sumir miðlanna telja Katrínu viljandi hundsa Pence til að friða grasrót Vinstri Grænna sem sé á móti aðild Íslands í NATO og efins varnarsamstarf með Bandaríkjunum.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.Fjarveran gagnrýnd hér heima Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir fjarveru Katrínar ámælisverða háttsemi gagnvart íslensku þjóðinni. „Ræða á fundi norrænna verkalýðsfélaga á að sjálfsögðu að víkja fyrir þeim skuldbindingum sem slíku heimboði fylgir. Í fjarverunni eru því fólgin formleg skilaboð,“ segir Þorsteinn í pistli á Hringbraut. „En með fjarveru sinni er forsætisráðherra líka að senda efnisleg skilaboð. Þau skaða gestinn lítið en veikja því meir málefnalega stöðu Íslands. Og það er sú háttsemi sem er ámælisverð.“ Ekki sé um kurteisisheimsókn að ræða. „Hún er til vitnis um alveg nýjan áhuga Bandaríkjanna á að ræða við ríkisstjórn Íslands um afar mikilvæg efni.“
Bandaríkin Fjölmiðlar Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Tengdar fréttir Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. 19. ágúst 2019 23:15 Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45 Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12 Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18 Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12 Hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. 18. ágúst 2019 20:00 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Sjá meira
Nær fordæmalaust að forsætisráðherra taki ekki á móti erlendum leiðtoga Nær fordæmalaust er að forsætisráðherra sé fjarverandi þegar leiðtogar erlendra ríkja koma í opinbera heimsókn til Íslands. Þetta segir Þór Whitehead, prófessor emeritus í sagnfræði. 19. ágúst 2019 23:15
Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58
Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42
Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. 15. ágúst 2019 21:45
Ákvörðun Katrínar valdi engu fjaðrafoki í alþjóðasamskiptum Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, segir að ekki sé hægt að lesa neitt mikið í ákvörðun forsætisráðherra. 19. ágúst 2019 12:12
Segir tvísýnt hver tilgangurinn sé með komu varaforseta Bandaríkjanna til landsins 18. ágúst 2019 12:18
Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19. ágúst 2019 22:12
Hafnar því að upplýsingagjöf sé ekki nægjanleg til utanríkismálanefndar um fund hans við varaforseta Bandaríkjanna Formaður Samfylkingarinnar dregur í efa að áhersla verði lögð á efnahags- og viðskipamál og telur líklegt að hernaðarlegt mikilvægi Íslands verði ofarlega á baugi. 18. ágúst 2019 20:00