Blóðug handaför, horfin lyf og niðurbrotin fjölskylda eftir innbrot í bæjarferð á sjúkrahús Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2019 14:00 Svona eru ummerkin eftir innbrotið. Glugginn var teipaður saman fyrir heimförina. Mynd/Bjarni Þórarinn Birgisson. Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum. Það var heldur óskemmtileg aðkoman sem beið Bjarna Þórarins Birgissonar, Petreu Sigmundsdóttur og barna þeirra í gærkvöldi þegar heim í hjólhýsið var komið eftir langan dag í höfuðborginni. Búið var að brjóta upp glugga á hjólhýsi þeirra og brjótast inn. „Ferðataskan var tekin með öllum fötunum. Öll lyfin sem ég og börnin eigum, meðal annars sprautupenni sem dóttir okkar fær einu sinni viku og átti að fá í gær. Svo er ég með stóma og allar stómavörurnar voru horfnar. Allt sem við þurfum til að sinna dóttur okkar, hún er langveik,“ segir Petrea í samtali við Vísi.Virðist hafa skorið sig við það að brjóta upp gluggann Fjölskyldan var í bæjarferð til Reykjavíkur þar sem Petrea og dóttir hennar og Birgis áttu tíma í lyfjagjöf og blóðprufum á Landspítalanum. Ætlunin var að slá tvær flugur í einu höggi og nýta heimleiðina til Bolungarvíkur til þess að fara í útilegu. Því var hjólhýsið með í för. Brotist var inn á milli klukkan þrjú síðdegis og níu um kvöldið í gær þar sem Birgir sótti föt í hjólhýsið klukkan þrjú og læsti svo á eftir sér. Klukkan níu sneru þau svo aftur heim eftir kvöldmat. Petrea hringdi strax á lögreglu og á svæðið mættu tvær ungar lögreglukonur. „Þær voru mjög fljótar á staðinn. Þær tóku myndir og skönnuðu svæðið. Fundu meðal annars náttfötin mín út í runna,“ segir Petrea. Skýrsla var tekin af þeim og er málið til rannsóknar hjá lögreglu. Meðal þess sem gæti aðstoðað við rannsóknina er að sá sem braust inn virðist hafa meitt sig í innbrotinu, blóðslettur voru út um allt í hjólhýsinu. „Handafar, blóðdropar út um allt og kámug handaför. Sængin í hjónarúminu er öll í blóði,“ segir Petrea.Börnin í losti Bjarni og Petrea afréðu að halda strax heim á leið enda föt og annað til að sjá um börnin horfin. Framundan var því um átta tíma akstur til Bolungarvíkur og segir Petrea að sú bílferð hafi ekki verið skemmtileg.„Mér líður ótrúlega illa yfir þessu, sérstaklega yfir því hvað börnin eru sár. Þau eru gjörsamlega miður sín og í losti. Þau eru dauðhrædd. Þau héldu meira að segja fyrst að þetta væri þeim að kenna og að þau væru að fara í fangelsi. Ég útskýrði vel fyrir þeim að löggan væri að koma til þess að hjálpa okkur.Nú eru þau bara inni heima og vilja ekki vera úti, vilja hafa allt lokað og læst,“ segir Petra.Biðlar hún til þeirra sem búa í grennd við Víðistaðatún og kunni að vera með öryggismyndavélar eða önnur upptökutæki að athuga hvort vart hafi verið við einhverjar grunsamlegar mannaferðir á milli þrjú og níu í gær. Einnig biðlar hún til þeirra sem voru á svæðinu á þessum tíma að hafa samband við lögreglu ef þeir muni eftir einhverju grunsamlegu í grennd við svæðið á umræddum tíma.Ferðalagið heim tók á eftir þessa lífsreynslu.Mynd/AðsendSaknar helst skiptitöskunnar Petrea segir að það sé eitt og annað sem hún sakni en verst þyki henni þó að lyfin hafi verið tekin, sem og mikilvægar heilsufarsupplýsingar sem voru með í för vegna sjúkrahússheimsóknarinnar. „Mér er eiginlega sama um allt dótið nema það sem börnin eiga, fötin og lyfin. Ég er reyndar búinn að fara að kaupa lyf í staðinn. Þeir stálu lyfjum fyrir 61 þúsund krónur rúmlega. Það helsta sem mig langar að fá aftur er skiptitaskan. Þar eru heilsufarsskírteini og bólusetningarvottorð.“ Bolungarvík Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira
Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum. Það var heldur óskemmtileg aðkoman sem beið Bjarna Þórarins Birgissonar, Petreu Sigmundsdóttur og barna þeirra í gærkvöldi þegar heim í hjólhýsið var komið eftir langan dag í höfuðborginni. Búið var að brjóta upp glugga á hjólhýsi þeirra og brjótast inn. „Ferðataskan var tekin með öllum fötunum. Öll lyfin sem ég og börnin eigum, meðal annars sprautupenni sem dóttir okkar fær einu sinni viku og átti að fá í gær. Svo er ég með stóma og allar stómavörurnar voru horfnar. Allt sem við þurfum til að sinna dóttur okkar, hún er langveik,“ segir Petrea í samtali við Vísi.Virðist hafa skorið sig við það að brjóta upp gluggann Fjölskyldan var í bæjarferð til Reykjavíkur þar sem Petrea og dóttir hennar og Birgis áttu tíma í lyfjagjöf og blóðprufum á Landspítalanum. Ætlunin var að slá tvær flugur í einu höggi og nýta heimleiðina til Bolungarvíkur til þess að fara í útilegu. Því var hjólhýsið með í för. Brotist var inn á milli klukkan þrjú síðdegis og níu um kvöldið í gær þar sem Birgir sótti föt í hjólhýsið klukkan þrjú og læsti svo á eftir sér. Klukkan níu sneru þau svo aftur heim eftir kvöldmat. Petrea hringdi strax á lögreglu og á svæðið mættu tvær ungar lögreglukonur. „Þær voru mjög fljótar á staðinn. Þær tóku myndir og skönnuðu svæðið. Fundu meðal annars náttfötin mín út í runna,“ segir Petrea. Skýrsla var tekin af þeim og er málið til rannsóknar hjá lögreglu. Meðal þess sem gæti aðstoðað við rannsóknina er að sá sem braust inn virðist hafa meitt sig í innbrotinu, blóðslettur voru út um allt í hjólhýsinu. „Handafar, blóðdropar út um allt og kámug handaför. Sængin í hjónarúminu er öll í blóði,“ segir Petrea.Börnin í losti Bjarni og Petrea afréðu að halda strax heim á leið enda föt og annað til að sjá um börnin horfin. Framundan var því um átta tíma akstur til Bolungarvíkur og segir Petrea að sú bílferð hafi ekki verið skemmtileg.„Mér líður ótrúlega illa yfir þessu, sérstaklega yfir því hvað börnin eru sár. Þau eru gjörsamlega miður sín og í losti. Þau eru dauðhrædd. Þau héldu meira að segja fyrst að þetta væri þeim að kenna og að þau væru að fara í fangelsi. Ég útskýrði vel fyrir þeim að löggan væri að koma til þess að hjálpa okkur.Nú eru þau bara inni heima og vilja ekki vera úti, vilja hafa allt lokað og læst,“ segir Petra.Biðlar hún til þeirra sem búa í grennd við Víðistaðatún og kunni að vera með öryggismyndavélar eða önnur upptökutæki að athuga hvort vart hafi verið við einhverjar grunsamlegar mannaferðir á milli þrjú og níu í gær. Einnig biðlar hún til þeirra sem voru á svæðinu á þessum tíma að hafa samband við lögreglu ef þeir muni eftir einhverju grunsamlegu í grennd við svæðið á umræddum tíma.Ferðalagið heim tók á eftir þessa lífsreynslu.Mynd/AðsendSaknar helst skiptitöskunnar Petrea segir að það sé eitt og annað sem hún sakni en verst þyki henni þó að lyfin hafi verið tekin, sem og mikilvægar heilsufarsupplýsingar sem voru með í för vegna sjúkrahússheimsóknarinnar. „Mér er eiginlega sama um allt dótið nema það sem börnin eiga, fötin og lyfin. Ég er reyndar búinn að fara að kaupa lyf í staðinn. Þeir stálu lyfjum fyrir 61 þúsund krónur rúmlega. Það helsta sem mig langar að fá aftur er skiptitaskan. Þar eru heilsufarsskírteini og bólusetningarvottorð.“
Bolungarvík Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira