Neyðarástand í loftslagsmálum er staðreynd Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 12:00 Bréf leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, þar sem hann hvatti forsætisráðherra Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum, hefur vakið mikla athygli. Ekki að furða, vísindafólk hefur bent á að afleiðingar hlýnunar loftlags séu að koma fyrr fram en spáð hafði verið. Yfirstandandi sumar í Evrópu er eitt það heitasta sem mælst hefur, hitamet hafa fallið á Indlandi og víðar, í sumar höfum við séð hraðari bráðnun jökla á Grænlandi og í Himalajafjöllum en gert var ráð fyrir, skógareldar hafa geisað og flóð orðið vegna bráðnunar íss og jökla. Íbúar hafa hrakist frá heimilum sínum á Kanaríeyjum, í Pakistan og þurrkar á Sahara-svæðinu eru farnir að hafa áhrif á för flóttafólks. En af hverju að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum? Er ekki nóg að tala nógu oft um loftlagsmálin og vinna að aðgerðum sem eiga að koma til framkvæmda á næstu áratugum ? Ekki alveg. Carla Denyer, borgarfulltrúi Græningja í Bristol í Bretlandi var fyrsti kjörni fulltrúinn til að setja fram hugmyndina um að borgir eða landsvæði gætu lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Í nóvember sl. samþykkti borgarstjórn Bristol tillögu hennar um að borgin - sem telur fleiri íbúa en Ísland - viðurkenni neyðarástandið og skuldbindi sig til þess að ráðast í róttækari aðgerðir en áður var ákveðið, t.d. að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030. Aðrar borgir og landsvæði á Bretlandseyjum fylgdu í humátt á eftir Bristol og nú hefur breska þingið lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga sem og skoska, írska og velska þingið. Fleiri borgir, svæði og önnur lönd hafa fylgt í kjölfarið. Sum hafa verið ringluð og spurt hvort það breyti einhverju að lönd, borgir og þing lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auðvitað þýðir það að miklu meiri áhersla, þungi og alvarleiki verður sett á málið og að allir viðkomandi aðilar skuldbindi sig til róttækari aðgerða en fyrirhugað var. En er neyðarástand hér á Íslandi? Já. Því það hlýtur að teljast neyðarástand þegar jöklar á borð við Ok og Svínafellsjökull hverfa eða minnka á methraða, landris sem rekja má til hækkunar sjávarmáls er á leið að umbylta hafnarlægi líkt og á Höfn í Hornafirði, dýrategundir kollvarpa lífsháttum sínum og útblástur á hvern íbúa er hæstur á Íslandi af öllum Evrópulöndum. Undir þetta taka fjölmennustu umhverfissamtök landsins, Landvernd og formaður Loftslagsráðs. Yfirlýsing um neyðarástand skilar ekki árangri ein og sér – heldur hvaða aðgerða verður gripið til í kjölfarið. Fylgi róttækar ákvarðanir slíkum yfirlýsingum, er von á breytingum. Loftslagsmálin eru loksins komin á dagskrá stjórnmálanna, fyrsti áfangi aðgerðaráætlunar er kominn til framkvæmda og von er á uppfærðri aðgerðaáætlun. En til að takast á við neyðarástandið sem ríkir í loftslaginu, verður að gera enn meira. Víðtækt samráð og samvinna við önnur Norðurlönd eins og ákveðið var á fundi norrænna forsætisráðherra er mjög gott og nauðsynlegt skref. En við Íslendingar þurfum sjálf að taka stærri skref en við höfum gert. Við þurfum sannarlega að efla metnaðinn í loftlagsmálum eins og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir undirritun norrænu viljayfirlýsingarinnar. Við Íslendingar þurfum að taka föstum tökum á útblæstri frá stóriðju og flugi, setja almenningssamgöngur í mestan forgang í samgöngumálum og setja meira fjármagn hraðar í Borgarlínu, þora að leggja á græna skatta, mæla allar framkvæmdir og áætlanir hins opinbera út frá útblæstri og loftlagsmálunum, úthýsa þeim og því sem mengar, sleppa því að virkja á viðkvæmum náttúrusvæðum eða eyðileggja land fyrir stóriðju. Við megum nefnilega engan tíma missa.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Rósa Björk Brynjólfsdóttir Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Bréf leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, þar sem hann hvatti forsætisráðherra Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum, hefur vakið mikla athygli. Ekki að furða, vísindafólk hefur bent á að afleiðingar hlýnunar loftlags séu að koma fyrr fram en spáð hafði verið. Yfirstandandi sumar í Evrópu er eitt það heitasta sem mælst hefur, hitamet hafa fallið á Indlandi og víðar, í sumar höfum við séð hraðari bráðnun jökla á Grænlandi og í Himalajafjöllum en gert var ráð fyrir, skógareldar hafa geisað og flóð orðið vegna bráðnunar íss og jökla. Íbúar hafa hrakist frá heimilum sínum á Kanaríeyjum, í Pakistan og þurrkar á Sahara-svæðinu eru farnir að hafa áhrif á för flóttafólks. En af hverju að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum? Er ekki nóg að tala nógu oft um loftlagsmálin og vinna að aðgerðum sem eiga að koma til framkvæmda á næstu áratugum ? Ekki alveg. Carla Denyer, borgarfulltrúi Græningja í Bristol í Bretlandi var fyrsti kjörni fulltrúinn til að setja fram hugmyndina um að borgir eða landsvæði gætu lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Í nóvember sl. samþykkti borgarstjórn Bristol tillögu hennar um að borgin - sem telur fleiri íbúa en Ísland - viðurkenni neyðarástandið og skuldbindi sig til þess að ráðast í róttækari aðgerðir en áður var ákveðið, t.d. að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2030. Aðrar borgir og landsvæði á Bretlandseyjum fylgdu í humátt á eftir Bristol og nú hefur breska þingið lýst yfir neyðarástandi vegna loftslagsbreytinga sem og skoska, írska og velska þingið. Fleiri borgir, svæði og önnur lönd hafa fylgt í kjölfarið. Sum hafa verið ringluð og spurt hvort það breyti einhverju að lönd, borgir og þing lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auðvitað þýðir það að miklu meiri áhersla, þungi og alvarleiki verður sett á málið og að allir viðkomandi aðilar skuldbindi sig til róttækari aðgerða en fyrirhugað var. En er neyðarástand hér á Íslandi? Já. Því það hlýtur að teljast neyðarástand þegar jöklar á borð við Ok og Svínafellsjökull hverfa eða minnka á methraða, landris sem rekja má til hækkunar sjávarmáls er á leið að umbylta hafnarlægi líkt og á Höfn í Hornafirði, dýrategundir kollvarpa lífsháttum sínum og útblástur á hvern íbúa er hæstur á Íslandi af öllum Evrópulöndum. Undir þetta taka fjölmennustu umhverfissamtök landsins, Landvernd og formaður Loftslagsráðs. Yfirlýsing um neyðarástand skilar ekki árangri ein og sér – heldur hvaða aðgerða verður gripið til í kjölfarið. Fylgi róttækar ákvarðanir slíkum yfirlýsingum, er von á breytingum. Loftslagsmálin eru loksins komin á dagskrá stjórnmálanna, fyrsti áfangi aðgerðaráætlunar er kominn til framkvæmda og von er á uppfærðri aðgerðaáætlun. En til að takast á við neyðarástandið sem ríkir í loftslaginu, verður að gera enn meira. Víðtækt samráð og samvinna við önnur Norðurlönd eins og ákveðið var á fundi norrænna forsætisráðherra er mjög gott og nauðsynlegt skref. En við Íslendingar þurfum sjálf að taka stærri skref en við höfum gert. Við þurfum sannarlega að efla metnaðinn í loftlagsmálum eins og Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði eftir undirritun norrænu viljayfirlýsingarinnar. Við Íslendingar þurfum að taka föstum tökum á útblæstri frá stóriðju og flugi, setja almenningssamgöngur í mestan forgang í samgöngumálum og setja meira fjármagn hraðar í Borgarlínu, þora að leggja á græna skatta, mæla allar framkvæmdir og áætlanir hins opinbera út frá útblæstri og loftlagsmálunum, úthýsa þeim og því sem mengar, sleppa því að virkja á viðkvæmum náttúrusvæðum eða eyðileggja land fyrir stóriðju. Við megum nefnilega engan tíma missa.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun