Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 09:10 Vísir/MHH Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli-bakteríur, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn.Í tilkynningu frá stofnuninni er athygli bænda og annarra framleiðenda vakin á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Til útskýringar segir að í úðanum sem myndast við háþrýstiþvott geti verið „sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér.“Sjá einnig: Nauðsynlegt að Íslendingar gengumsteiki hamborgaraAuk þess leggist úðinn á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit geti þá orðið við snertingu. „Fólk í landbúnaði þarf að gera sér grein fyrir þessu og endurskoða starfsvenjur sínar þannig að komið verði í veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það sama getur átt við í matvælaiðnaði,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Því mæli stofnunin með lágþrýstiþvotti, á bilinu 20 til 22 bör. Slíkur þvottur hafi ýmsa kosti umfram háþrýstiþvott, sem er um og yfir 100 bör, „að því leiti að hvorki myndast úði né dreifast óhreinindi eins mikið, þannig er lágþrýstiþvottur betri kostur til þvotta í landbúnaði.“Háþrýstingur henti ekki gripahúsum Í landbúnaði séu óhjákvæmilega smitefni og ætíð ætti að gera ráð fyrir að smitefni geti verið hættuleg heilsu manna og dýra. „Í öllu falli ætti ekki að nota háþrýstiþvott þar sem nálægð er mikil milli dýra og manna og/eða matvæla, því úðinn fer víða. Aldrei skal þvo gripahús með háþrýstingi þegar dýr eru inni og nota skal grímur til að verjast úðasmiti,“ segir Matvælastofnun. Lengi beindust spjótin að heimagerða ísnum á Efstadal II, en samkvæmt viðtölum við sjúklinga og aðstandendur borðuðu allir sem veiktust ís. Bakteríurannsóknir Matvælastofnunar sýndu að kálfar á staðnum báru sömu tegund STEC og sýkti börnin en ekki tókst hins vegar að finna þá tegund í ísnum. Matvælastofnun útilokar því ekki að smit hafa borist í sjúklinga eftir snertingu við t.d. kálfa eða hluti í umhverfinu og þannig borist í ís eða upp í þá. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15 Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30 Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli-bakteríur, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn.Í tilkynningu frá stofnuninni er athygli bænda og annarra framleiðenda vakin á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Til útskýringar segir að í úðanum sem myndast við háþrýstiþvott geti verið „sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér.“Sjá einnig: Nauðsynlegt að Íslendingar gengumsteiki hamborgaraAuk þess leggist úðinn á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit geti þá orðið við snertingu. „Fólk í landbúnaði þarf að gera sér grein fyrir þessu og endurskoða starfsvenjur sínar þannig að komið verði í veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það sama getur átt við í matvælaiðnaði,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Því mæli stofnunin með lágþrýstiþvotti, á bilinu 20 til 22 bör. Slíkur þvottur hafi ýmsa kosti umfram háþrýstiþvott, sem er um og yfir 100 bör, „að því leiti að hvorki myndast úði né dreifast óhreinindi eins mikið, þannig er lágþrýstiþvottur betri kostur til þvotta í landbúnaði.“Háþrýstingur henti ekki gripahúsum Í landbúnaði séu óhjákvæmilega smitefni og ætíð ætti að gera ráð fyrir að smitefni geti verið hættuleg heilsu manna og dýra. „Í öllu falli ætti ekki að nota háþrýstiþvott þar sem nálægð er mikil milli dýra og manna og/eða matvæla, því úðinn fer víða. Aldrei skal þvo gripahús með háþrýstingi þegar dýr eru inni og nota skal grímur til að verjast úðasmiti,“ segir Matvælastofnun. Lengi beindust spjótin að heimagerða ísnum á Efstadal II, en samkvæmt viðtölum við sjúklinga og aðstandendur borðuðu allir sem veiktust ís. Bakteríurannsóknir Matvælastofnunar sýndu að kálfar á staðnum báru sömu tegund STEC og sýkti börnin en ekki tókst hins vegar að finna þá tegund í ísnum. Matvælastofnun útilokar því ekki að smit hafa borist í sjúklinga eftir snertingu við t.d. kálfa eða hluti í umhverfinu og þannig borist í ís eða upp í þá.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15 Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30 Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15
Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30
Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30