Hann væri að reyna að keyra frá Lágafellsskóla í Mosfellsbæ til borgarinnar en orðið lítið ágengt. Eftir 15 mínútur í bílaröðinni væri hann „ekki einu sinni kominn upp á Vesturlandsveg,“ eins og ökumaðurinn orðaði það.
Sjálfur áætlaði hann að umferð samviskusamra framhalds- og háskólanema kynni að vera skýringin, sem nú væru farnir að mæta í stríðum straumum í skólana eftir sumarfrí.
Vegagerðin leggur þó til líklegri skýringu á umferðarþunganum. Unnið sé að því að fræsa og malbika aðra akreinina á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. Fyrir vikið þarf öll morgunumferðin að sameinast á eina akrein á löngum kafla.
Vinnan hófst klukkan 6 í morgun og áætlað er að hún muni standa yfir til klukkan 18 síðdegis.
Höfuðborgarsvæðið: Miðvikudaginn 21. ágúst verður unnið að því að fræsa og malbika aðra akreinina á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. - Áætlað er að vinnan standi frá kl. 06:00 til kl. 18:00. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 21, 2019