Spænski markvörðurinn hneig niður á æfingu Porto í maí og var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er á góðum batavegi.
Porto fékk Agustin Marchesin til liðsins í sumar sem arftaka Casillas en það er þó ekki útilokað að Casillas muni leika með Porto á þessari leiktíð.
Iker Casillas 'could make return to football' following heart attackhttps://t.co/z2HZ1IU5tnpic.twitter.com/HKJvA1Wrqo
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 21, 2019
Casillas hefur verið að æfa vel með þjálfarateymi Porto og hann hefur einnig verið skráður í leikmannahóp Porto fyrir leiktíðina í portúgölsku úrvalsdeildinni.
Hann hefur sjálfur ekki gefið það út að hann sé hættur og hefur sagt að hann vilji hætta á sínum forsendum.
Félagið og Casillas hafa þó komist að samkomulagi um að ræða málin í desember en það væri magnað ef þessi frábæri markvörður gæti snúið aftur á völlinn.