Meiri einhugur um framtíðarstefnuna Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Vísir Stjórnarformaður Brims segir að eftir sölu Gildis á stórum hlut í fyrirtækinu til FISK Seafood megi vænta þess að meiri einhugur verði í hluthafahópi sjávarútvegsfyrirtækisins um framtíðarstefnu þess. FISK Seafood, eins og Brim, sjái tækifæri í aukinni sölustarfsemi í Asíu. Eins og Markaðurinn greindi frá í byrjun vikunnar keypti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. „Mér finnst þessi sala í raun og veru rökrétt í ljósi þess að þeir voru ósáttir. Brim er á markaði til að fólk geti keypt og selt hlutabréfin að vild og það er ekki annað hægt en að virða þá ákvörðun hluthafa um að selja sig út,“ segir Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í samtali við Markaðinn. Kristján kom inn í stjórn Brims í vor en hann var forstjóri og aðstoðarforstjóri fyrirtækisins á árunum á árunum 2003-2005. „Í leiðinni verð ég að fagna því að fá sterkan aðila úr sjávarútveginum sem hefur mikla reynslu, þekkingu og skilning á því hvernig maður rekur sjávarútvegsfyrirtæki í útflutningi.“ Sala Gildis kemur í kjölfar þess að kaup Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína var samþykkt á hluthafafundi félagsins síðustu viku. Seljandinn ver ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Gildi greiddi atkvæði gegn tillögunni og hafði gagnrýnt hana í aðdraganda fundarins. Kristján leiðir líkur að því að ein af ástæðunum að baki því að FISK Seafood kom inn í hluthafahóp Brims séu tækifærin sem felast í öflugu markaðsstarfi í Asíu. „Það má gera sér í hugarlund að þeir sjái það sem styrkleika að Brim, til viðbótar við að vera sjávarútvegsfyrirtæki sem þeir þekkja og skilja, er eftir kaupin í mjög sterkri stöðu á mjög mikilvægum mörkuðum fyrir sjávarfang sem verða enn mikilvægari í framtíðinni,“ segir Kristján. „Það er augljóst mál að Asíumarkaðir eru ekki bara stærstu sjávarfangsmarkaðir í heimi heldur felast þar einnig gífurleg tækifæri í framtíðinni og ekki síst vegna þess að Ísland er með fríverzlunarsamning við Kína. Þetta eru fjölmennir markaðir og lífskjaravöxturinn hefur lyft hundruðum milljóna úr fátækt á skömmum tíma.“ Spurður um ákvörðun hvort að hvarf Gildis og innkoma FISK Seafood auðveldi mótun framtíðarstefnu segir Kristján að vænta megi þess að meiri einhugur verði í hluthafahópnum. „Það má vænta þess þegar hluthafi, sem er sá eini sem hefur, að mér virðist, verið ósáttur við þessa stefnu er farinn út og inn er kominn annar, sem kaupir sig inn í fyrirtækið og kaupir stefnu þess með. Að þá verði meiri einhugur í hluthafahópnum,“ segir Kristján. FISK Seafood er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með tæplega 5,3 prósenta aflahlutdeild á meðan hlutdeild Brims, sem er með mestu aflahlutdeild allra íslenskra útgerða, mældist 9,76 prósent í mars síðastliðnum. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Stjórnarformaður Brims segir að eftir sölu Gildis á stórum hlut í fyrirtækinu til FISK Seafood megi vænta þess að meiri einhugur verði í hluthafahópi sjávarútvegsfyrirtækisins um framtíðarstefnu þess. FISK Seafood, eins og Brim, sjái tækifæri í aukinni sölustarfsemi í Asíu. Eins og Markaðurinn greindi frá í byrjun vikunnar keypti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. „Mér finnst þessi sala í raun og veru rökrétt í ljósi þess að þeir voru ósáttir. Brim er á markaði til að fólk geti keypt og selt hlutabréfin að vild og það er ekki annað hægt en að virða þá ákvörðun hluthafa um að selja sig út,“ segir Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, í samtali við Markaðinn. Kristján kom inn í stjórn Brims í vor en hann var forstjóri og aðstoðarforstjóri fyrirtækisins á árunum á árunum 2003-2005. „Í leiðinni verð ég að fagna því að fá sterkan aðila úr sjávarútveginum sem hefur mikla reynslu, þekkingu og skilning á því hvernig maður rekur sjávarútvegsfyrirtæki í útflutningi.“ Sala Gildis kemur í kjölfar þess að kaup Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína var samþykkt á hluthafafundi félagsins síðustu viku. Seljandinn ver ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Gildi greiddi atkvæði gegn tillögunni og hafði gagnrýnt hana í aðdraganda fundarins. Kristján leiðir líkur að því að ein af ástæðunum að baki því að FISK Seafood kom inn í hluthafahóp Brims séu tækifærin sem felast í öflugu markaðsstarfi í Asíu. „Það má gera sér í hugarlund að þeir sjái það sem styrkleika að Brim, til viðbótar við að vera sjávarútvegsfyrirtæki sem þeir þekkja og skilja, er eftir kaupin í mjög sterkri stöðu á mjög mikilvægum mörkuðum fyrir sjávarfang sem verða enn mikilvægari í framtíðinni,“ segir Kristján. „Það er augljóst mál að Asíumarkaðir eru ekki bara stærstu sjávarfangsmarkaðir í heimi heldur felast þar einnig gífurleg tækifæri í framtíðinni og ekki síst vegna þess að Ísland er með fríverzlunarsamning við Kína. Þetta eru fjölmennir markaðir og lífskjaravöxturinn hefur lyft hundruðum milljóna úr fátækt á skömmum tíma.“ Spurður um ákvörðun hvort að hvarf Gildis og innkoma FISK Seafood auðveldi mótun framtíðarstefnu segir Kristján að vænta megi þess að meiri einhugur verði í hluthafahópnum. „Það má vænta þess þegar hluthafi, sem er sá eini sem hefur, að mér virðist, verið ósáttur við þessa stefnu er farinn út og inn er kominn annar, sem kaupir sig inn í fyrirtækið og kaupir stefnu þess með. Að þá verði meiri einhugur í hluthafahópnum,“ segir Kristján. FISK Seafood er þriðja stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með tæplega 5,3 prósenta aflahlutdeild á meðan hlutdeild Brims, sem er með mestu aflahlutdeild allra íslenskra útgerða, mældist 9,76 prósent í mars síðastliðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Að teygja alla skanka áður en ég smelli mér í dásamlegu sturtuna“ Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira