Þing og þjóð Kristján Hreinsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Hér vil ég strax taka það fram að álit mitt á Alþingi Íslendinga er í dag minna en nokkru sinni fyrr. Og var það þó afar takmarkað frá fyrstu tíð. Ég hef jafnan séð obba þingmanna sem meðalskussa sem ramba borubrattir inn á þing, læra þar að þiggja bitlinga og fara svo eftir þingsetu ýmist í störf á vegum stjórnvalda eða á atvinnuleysisbætur, þar eð þeir hafa sýnt af sér þann þokka sem fæstir vilja tengja sig við. Við eigum þingforseta sem hefur nær alla sína ævi þurft að fá ríkisstyrk til að ná andanum, mann sem þykist vera félagshyggjugoð, en er í raun ekkert annað en strengjabrúða auðmagnseigenda, sníkjudýr og þurfalingur. Við eigum fjármálaráðherra sem hefur leynt og ljóst stundað athæfi sem ekki má sjá dagsljós. Þar eigum við mann sem neitar að svara til saka, neitar að birta gögn, skreytir og skákar í skjóli valds. Við eigum forsætisráðherra sem gerði fátt annað í ára raðir en að gagnrýna sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem forhert hyski. Og sá sér svo þann besta leik í stöðunni að opna faðm sinn fyrir hrunverjum og leyfa þeim áfram að njóta ylsins af kjötkötlunum. Að leggjast undir íhald og framsókn var leiðin sem sýndi okkur hve algjör samtryggingin er hjá stjórnarelítunni. Nær undantekningalaust eru verðandi þingmenn afar gjafmildir á loforð, þeir láta vaða á súðum og ríða röftum en síðan eiga þeir náðuga daga á þingi, þar sem þeir starfa helst við að svíkja gefin loforð. Nú er það svo, að vegna þess að ég hef lengi fengist við að yrkja, þá hefur það komið fyrir að þingmenn úr ýmsum flokkum hafa óskað eftir aðstoð minni, þegar þeim hefur verið boðið að flytja ræðu í bundnu máli í þingveislu. Þeir fylla eflaust tuginn sem minnar aðstoðar hafa notið, þótt sjaldnast hafi hið bundna mál ratað í veislu nema þá undir nafnleynd. Í seinni tíð er sjaldgæft að þingmenn biðji um liðveislu mína. En skýringarinnar er mér sagt að sé að leita í því að ég hef verið of sannorður í skrifum mínum um þingheim. Þó gerðist það að ónafngreind þingkona úr röðum stjórnarandstöðunnar leitaði til mín fyrir ekki svo alltof löngu. Hún vildi fá mig til að yrkja fyrir sig efni sem hún ætlaði að flytja í þingveislu. Ég sagðist geta það. En þegar gagnrýni mín og viðleitni til að segja sannleikann var rædd, þótti konunni sem ég færi yfir strikið. Hún sagði mér að þetta ætti allt að vera bara vingjarnlegt grín. Hún sagði mér reyndar að staðan væri jafnan sú, að á Alþingi væru allir þingmenn vinir. Þegar þessi augljósa staðreynd kom upp úr hatti þingkonunnar, var ljóst að minnar aðstoðar myndi ekki vera óskað. Þessi skrif mín um þingheim, ráðamenn, þingveislur og bundið mál, kalla fram í kolli mínum nafn ágæts manns, sem lengi ritaði afar hvassa gagnrýni á stjórnvöld áður en hann fór inn á þing. Og það sem meira er hann ritaði í hverri viku pistil akkúrat í þetta blað, Fréttablaðið. Hann benti margsinnis á meinsemdir og ekki er annað hægt en hrósa honum eilíflega fyrir frábær skrif. Afar slunginn penni og stílvopnin fjölmörg léku í höndum hans einsog spil í höndum töframanns. Sá kunni að segja flórmokurum framsóknar og auðsöfnurum íhaldsins til syndanna. Sá gat nú aldeilis látið dreyrann leka af oddi pennans. Hann var sverð og skjöldur, hann var prinsinn á hvíta hestinum sem frelsaði okkur undan oki lyginnar, gunnfáni sannleikans var í höndum hans. En núna er hann á þingi og þar er hann innmúraður þagnarmeistari, rétt einsog allir hinir hlýðnu rakkarnir. Hann er núna einsog fólkið sem leyfir sér kannski þann munað að gera góðlátlegt og vinalegt grín að hinni siðblindu hjörð sem Íslandi stjórnar. Þar var á ferðinni rithöfundur sem ég hef lengi haft mætur á og mun eflaust áfram virða sem merkan höfund. Fyrir síðustu kosningar var einn maður sem ég mærði, einn maður sem ég vonaði svo sannarlega að kæmist inn á þing til að hræra í svínasultunni og hrista upp í hinni daunillu ládeyðu. Ég vildi fá Guðmund Andra Thorsson á þing. Ég hafði þá skoðun að hann myndi verða fylginn sér og láta svikarana, þjófana og lygarana finna til tevatnsins. Ég trúði því að hann myndi breyta miklu. Og vissulega breytti hann miklu, því honum tókst að breyta skoðun minni. Þjóðin hátt vill hrópað fá svo hriktir vel í sperrum en þeir sem inn á þingið ná þjóna sínum herrum.Höfundur er heimspekingur og skáld Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hér vil ég strax taka það fram að álit mitt á Alþingi Íslendinga er í dag minna en nokkru sinni fyrr. Og var það þó afar takmarkað frá fyrstu tíð. Ég hef jafnan séð obba þingmanna sem meðalskussa sem ramba borubrattir inn á þing, læra þar að þiggja bitlinga og fara svo eftir þingsetu ýmist í störf á vegum stjórnvalda eða á atvinnuleysisbætur, þar eð þeir hafa sýnt af sér þann þokka sem fæstir vilja tengja sig við. Við eigum þingforseta sem hefur nær alla sína ævi þurft að fá ríkisstyrk til að ná andanum, mann sem þykist vera félagshyggjugoð, en er í raun ekkert annað en strengjabrúða auðmagnseigenda, sníkjudýr og þurfalingur. Við eigum fjármálaráðherra sem hefur leynt og ljóst stundað athæfi sem ekki má sjá dagsljós. Þar eigum við mann sem neitar að svara til saka, neitar að birta gögn, skreytir og skákar í skjóli valds. Við eigum forsætisráðherra sem gerði fátt annað í ára raðir en að gagnrýna sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem forhert hyski. Og sá sér svo þann besta leik í stöðunni að opna faðm sinn fyrir hrunverjum og leyfa þeim áfram að njóta ylsins af kjötkötlunum. Að leggjast undir íhald og framsókn var leiðin sem sýndi okkur hve algjör samtryggingin er hjá stjórnarelítunni. Nær undantekningalaust eru verðandi þingmenn afar gjafmildir á loforð, þeir láta vaða á súðum og ríða röftum en síðan eiga þeir náðuga daga á þingi, þar sem þeir starfa helst við að svíkja gefin loforð. Nú er það svo, að vegna þess að ég hef lengi fengist við að yrkja, þá hefur það komið fyrir að þingmenn úr ýmsum flokkum hafa óskað eftir aðstoð minni, þegar þeim hefur verið boðið að flytja ræðu í bundnu máli í þingveislu. Þeir fylla eflaust tuginn sem minnar aðstoðar hafa notið, þótt sjaldnast hafi hið bundna mál ratað í veislu nema þá undir nafnleynd. Í seinni tíð er sjaldgæft að þingmenn biðji um liðveislu mína. En skýringarinnar er mér sagt að sé að leita í því að ég hef verið of sannorður í skrifum mínum um þingheim. Þó gerðist það að ónafngreind þingkona úr röðum stjórnarandstöðunnar leitaði til mín fyrir ekki svo alltof löngu. Hún vildi fá mig til að yrkja fyrir sig efni sem hún ætlaði að flytja í þingveislu. Ég sagðist geta það. En þegar gagnrýni mín og viðleitni til að segja sannleikann var rædd, þótti konunni sem ég færi yfir strikið. Hún sagði mér að þetta ætti allt að vera bara vingjarnlegt grín. Hún sagði mér reyndar að staðan væri jafnan sú, að á Alþingi væru allir þingmenn vinir. Þegar þessi augljósa staðreynd kom upp úr hatti þingkonunnar, var ljóst að minnar aðstoðar myndi ekki vera óskað. Þessi skrif mín um þingheim, ráðamenn, þingveislur og bundið mál, kalla fram í kolli mínum nafn ágæts manns, sem lengi ritaði afar hvassa gagnrýni á stjórnvöld áður en hann fór inn á þing. Og það sem meira er hann ritaði í hverri viku pistil akkúrat í þetta blað, Fréttablaðið. Hann benti margsinnis á meinsemdir og ekki er annað hægt en hrósa honum eilíflega fyrir frábær skrif. Afar slunginn penni og stílvopnin fjölmörg léku í höndum hans einsog spil í höndum töframanns. Sá kunni að segja flórmokurum framsóknar og auðsöfnurum íhaldsins til syndanna. Sá gat nú aldeilis látið dreyrann leka af oddi pennans. Hann var sverð og skjöldur, hann var prinsinn á hvíta hestinum sem frelsaði okkur undan oki lyginnar, gunnfáni sannleikans var í höndum hans. En núna er hann á þingi og þar er hann innmúraður þagnarmeistari, rétt einsog allir hinir hlýðnu rakkarnir. Hann er núna einsog fólkið sem leyfir sér kannski þann munað að gera góðlátlegt og vinalegt grín að hinni siðblindu hjörð sem Íslandi stjórnar. Þar var á ferðinni rithöfundur sem ég hef lengi haft mætur á og mun eflaust áfram virða sem merkan höfund. Fyrir síðustu kosningar var einn maður sem ég mærði, einn maður sem ég vonaði svo sannarlega að kæmist inn á þing til að hræra í svínasultunni og hrista upp í hinni daunillu ládeyðu. Ég vildi fá Guðmund Andra Thorsson á þing. Ég hafði þá skoðun að hann myndi verða fylginn sér og láta svikarana, þjófana og lygarana finna til tevatnsins. Ég trúði því að hann myndi breyta miklu. Og vissulega breytti hann miklu, því honum tókst að breyta skoðun minni. Þjóðin hátt vill hrópað fá svo hriktir vel í sperrum en þeir sem inn á þingið ná þjóna sínum herrum.Höfundur er heimspekingur og skáld
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar