Ólíðandi brot Sighvatur Armundsson skrifar 20. ágúst 2019 10:00 Brot á réttindum launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru staðreynd. Þetta hefur lengi legið fyrir og nýleg skýrsla Alþýðusambandsins ætti því ekki að þurfa að koma á óvart. Umfang og eðli brotanna er hins vegar sláandi. Samkvæmt tölum frá fjórum stórum aðildarfélögum ASÍ sem telja rúman helming allra félagsmanna sambandsins voru á síðasta ári gerðar 768 launakröfur að fjárhæð um 450 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er einungis um tilvik að ræða þar sem ábendingar stéttarfélaga um vangreidd laun hafa ekki borið árangur og formlegar launakröfur því verið lagðar fram. Það er hætt við að þessar tölur segi bara hálfa söguna því ekkert er vitað um þann fjölda sem brotið er á og leitar ekki réttar síns, annaðhvort af ótta við atvinnumissi eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi þekkir ekki réttindi sín nægilega vel. Það kemur skýrt fram í gögnum ASÍ að viðkvæmustu hóparnir á vinnumarkaði, ungt fólk og erlendir ríkisborgarar, eru líklegastir til að verða fyrir brotum. Til að mynda var rúmur helmingur þessara launakrafna gerður vegna erlendra ríkisborgara sem eru um 26 prósent félagsmanna í umræddum stéttarfélögum og um 19 prósent alls vinnumarkaðarins. Samkvæmt spurningakönnun meðal erlendra félagsmanna ASÍ töldu 28 prósent sig hafa lent í því að hafa ekki fengið skriflegan ráðningarsamning á síðustu tólf mánuðum. Þetta hlutfall er auðvitað með hreinum ólíkindum en stemmir því miður við fyrri rannsóknir. Allt of stór hluti erlendra starfsmanna telur sig svo hafa orðið fyrir hinum ýmsu brotum á vinnumarkaði sem tengjast meðal annars vangreiddum launum, of fáum eða stuttum neysluhléum, sviknum frídögum og skorti á launaseðlum. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur með sitt á hreinu og virða kjarasamninga. En eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á er eitt brot einu broti of mikið. Það er bæði atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni til hagsbóta að útrýma þessum brotum en slíkt gerist ekki nema með góðri samvinnu þessara aðila. Málefni erlendra starfsmanna voru áberandi í kjarabaráttu síðastliðins vetrar. Þetta er hópur sem fram að því hafði haft fáa málsvara þrátt fyrir sífellda fjölgun. Nýrri forystu Eflingar tókst bæði að virkja þennan hóp og vekja athygli á slæmri stöðu hans. Skýrsla ASÍ sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg sú barátta var. Í lífskjarasamningnum náðust einmitt fram ýmis framfaramál sem tengdust ekki launahækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld náðu saman um mikilvægar aðgerðir til að taka á brotum á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að staðið verði við öll þau áform og að gengið verði hratt og örugglega til þeirra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Sjá meira
Brot á réttindum launafólks á íslenskum vinnumarkaði eru staðreynd. Þetta hefur lengi legið fyrir og nýleg skýrsla Alþýðusambandsins ætti því ekki að þurfa að koma á óvart. Umfang og eðli brotanna er hins vegar sláandi. Samkvæmt tölum frá fjórum stórum aðildarfélögum ASÍ sem telja rúman helming allra félagsmanna sambandsins voru á síðasta ári gerðar 768 launakröfur að fjárhæð um 450 milljónir króna. Hafa ber í huga að hér er einungis um tilvik að ræða þar sem ábendingar stéttarfélaga um vangreidd laun hafa ekki borið árangur og formlegar launakröfur því verið lagðar fram. Það er hætt við að þessar tölur segi bara hálfa söguna því ekkert er vitað um þann fjölda sem brotið er á og leitar ekki réttar síns, annaðhvort af ótta við atvinnumissi eða einfaldlega vegna þess að viðkomandi þekkir ekki réttindi sín nægilega vel. Það kemur skýrt fram í gögnum ASÍ að viðkvæmustu hóparnir á vinnumarkaði, ungt fólk og erlendir ríkisborgarar, eru líklegastir til að verða fyrir brotum. Til að mynda var rúmur helmingur þessara launakrafna gerður vegna erlendra ríkisborgara sem eru um 26 prósent félagsmanna í umræddum stéttarfélögum og um 19 prósent alls vinnumarkaðarins. Samkvæmt spurningakönnun meðal erlendra félagsmanna ASÍ töldu 28 prósent sig hafa lent í því að hafa ekki fengið skriflegan ráðningarsamning á síðustu tólf mánuðum. Þetta hlutfall er auðvitað með hreinum ólíkindum en stemmir því miður við fyrri rannsóknir. Allt of stór hluti erlendra starfsmanna telur sig svo hafa orðið fyrir hinum ýmsu brotum á vinnumarkaði sem tengjast meðal annars vangreiddum launum, of fáum eða stuttum neysluhléum, sviknum frídögum og skorti á launaseðlum. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur með sitt á hreinu og virða kjarasamninga. En eins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins bendir á er eitt brot einu broti of mikið. Það er bæði atvinnulífinu og verkalýðshreyfingunni til hagsbóta að útrýma þessum brotum en slíkt gerist ekki nema með góðri samvinnu þessara aðila. Málefni erlendra starfsmanna voru áberandi í kjarabaráttu síðastliðins vetrar. Þetta er hópur sem fram að því hafði haft fáa málsvara þrátt fyrir sífellda fjölgun. Nýrri forystu Eflingar tókst bæði að virkja þennan hóp og vekja athygli á slæmri stöðu hans. Skýrsla ASÍ sýnir svart á hvítu hversu mikilvæg sú barátta var. Í lífskjarasamningnum náðust einmitt fram ýmis framfaramál sem tengdust ekki launahækkunum. Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld náðu saman um mikilvægar aðgerðir til að taka á brotum á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að staðið verði við öll þau áform og að gengið verði hratt og örugglega til þeirra verka.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun