Björn Daníel: Daninn fljúgandi gjörsamlega geggjaður Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 21:54 Björn Daníel fagnar með Pétri Viðarssyni fyrr í sumar. vísir/bára „Þetta var geggjað,“ sagði fyrirliði FH í kvöld, Björn Daníel Sverrisson, eftir frábæran sigur liðsins á Stjörnunni í stórleik 19. umferðar. „Mér fannst leikurinn jafn í fyrri hálfleik. Þeir skora þetta mark, geggjað mark en mér fannst við svo töluvert betri í seinni hálfleik og Daninn fljúgandi skoraði svo þrjú fyrir okkur,“ sagði Björn Daníel ánægður með Morten Beck sem skoraði þrennu í kvöld. „Hann hefur passað fullkomlega inn í þetta hjá okkur, hann skorar mörk og leggur sig alltaf 100% fram. Hann var ekki búinn að spila mikið þegar hann kom til okkar en er kominn í gott leikform núna. Hann skorar þrennu í dag og hann bara vinnur þennan leik fyrir okkur, gjörsamlega geggjaður.“ FH fór 1-0 undir inn í hálfleik eftir að hafa fengið mark á sig á loka mínútu fyrri hálfleiks. Stjarnan hafði haft yfirhöndina en FH náði öllum tökum á leiknum snemma í síðari hálfleik. Björn Daníel segir að einstaklings framtök hafi skilað þeim sigrinum og hrósar einnig innkomu Jónatans Inga Jónssonar sem kom með mikinn kraft inní sóknarleik FH. „Við vorum grimmari í tæklingum, unnum boltann hærra upp á vellinum og fórum í skyndisóknir. Við vorum lélegir að klára sóknirnar í fyrri hálfleik en kláruðum þær vel í seinni. Svo voru líka bara einstaklings framtök að skila, geggjað hjá Jónatani í öðru markinu þegar hann fór framhjá einhverjum fjórum gaurum og leggur upp mark. Hann er í liðinu okkar til að gera svona hluti og hann var með frábæra innkomu í dag.“ FH byrjaði mótið illa en er nú í 3. sæti deildarinnar og framundan er úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarnum. Björn Daníel viðurkennir að þeir séu að byrja full seint en að liðið sé á góðum stað núna og markmiðin eru skýr. „Mér finnst kominn ákveðinn rythmi í þetta hjá okkur, miklu meiri liðs frammistaða í öllu sem við gerum. Við erum kannski að byrja full seint en við stefnum á topp 3 og bikarmeistaratitil.“ Björn segir það gríðarlega mikilvægt að hafa klárað leikinn í dag með sigri upp á móralinn að gera og að þeir fari nú fullir sjálfstraust inn í bikarúrslitin. „Það er bara mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir móralinn. Það eru tvær vikur í næsta leik og geggjað að vera bara einir í þriðja sæti fyrir bikarúrslitin í staðinn fyrir að fara með tap á bakinu og þurfa að bíða í tvær vikur þá er þetta mjög sætt,“ sagði Björn að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
„Þetta var geggjað,“ sagði fyrirliði FH í kvöld, Björn Daníel Sverrisson, eftir frábæran sigur liðsins á Stjörnunni í stórleik 19. umferðar. „Mér fannst leikurinn jafn í fyrri hálfleik. Þeir skora þetta mark, geggjað mark en mér fannst við svo töluvert betri í seinni hálfleik og Daninn fljúgandi skoraði svo þrjú fyrir okkur,“ sagði Björn Daníel ánægður með Morten Beck sem skoraði þrennu í kvöld. „Hann hefur passað fullkomlega inn í þetta hjá okkur, hann skorar mörk og leggur sig alltaf 100% fram. Hann var ekki búinn að spila mikið þegar hann kom til okkar en er kominn í gott leikform núna. Hann skorar þrennu í dag og hann bara vinnur þennan leik fyrir okkur, gjörsamlega geggjaður.“ FH fór 1-0 undir inn í hálfleik eftir að hafa fengið mark á sig á loka mínútu fyrri hálfleiks. Stjarnan hafði haft yfirhöndina en FH náði öllum tökum á leiknum snemma í síðari hálfleik. Björn Daníel segir að einstaklings framtök hafi skilað þeim sigrinum og hrósar einnig innkomu Jónatans Inga Jónssonar sem kom með mikinn kraft inní sóknarleik FH. „Við vorum grimmari í tæklingum, unnum boltann hærra upp á vellinum og fórum í skyndisóknir. Við vorum lélegir að klára sóknirnar í fyrri hálfleik en kláruðum þær vel í seinni. Svo voru líka bara einstaklings framtök að skila, geggjað hjá Jónatani í öðru markinu þegar hann fór framhjá einhverjum fjórum gaurum og leggur upp mark. Hann er í liðinu okkar til að gera svona hluti og hann var með frábæra innkomu í dag.“ FH byrjaði mótið illa en er nú í 3. sæti deildarinnar og framundan er úrslitaleikurinn í Mjólkurbikarnum. Björn Daníel viðurkennir að þeir séu að byrja full seint en að liðið sé á góðum stað núna og markmiðin eru skýr. „Mér finnst kominn ákveðinn rythmi í þetta hjá okkur, miklu meiri liðs frammistaða í öllu sem við gerum. Við erum kannski að byrja full seint en við stefnum á topp 3 og bikarmeistaratitil.“ Björn segir það gríðarlega mikilvægt að hafa klárað leikinn í dag með sigri upp á móralinn að gera og að þeir fari nú fullir sjálfstraust inn í bikarúrslitin. „Það er bara mjög mikilvægt, sérstaklega fyrir móralinn. Það eru tvær vikur í næsta leik og geggjað að vera bara einir í þriðja sæti fyrir bikarúrslitin í staðinn fyrir að fara með tap á bakinu og þurfa að bíða í tvær vikur þá er þetta mjög sætt,“ sagði Björn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira