Tvö þjófnaðarmál eru nú á borði lögreglunnar á Suðurnesjum. Málin komu bæði upp í komuverslun fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli fyrr í ágústmánuði.
Grunur leikur á því að tveir einstaklingar sem versluðu í fríhöfninni hafi tekið dýrar snyrtivörur og áfengi ófrjálsri hendi. Stungið af án þess að greiða.
Að sögn Lögreglustjórans á Suðurnesjum nemur söluverðmæti snyrtivaranna sem teknar voru úr fríhöfninni tugum þúsunda króna.
Lögregla rannsakar nú málin tvö.
Stálu snyrtivörum að andvirði tugþúsunda
Andri Eysteinsson skrifar
