Ólafía og Guðrún Brá úr leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. ágúst 2019 10:00 Ólafía Þórunn hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Cambia Portland Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn var tveimur höggum frá niðurskurðinum, hún fór fyrri hringina tvo á einu höggi undir pari en spila þurfti á þremur undir til þess að fara áfram. Annar hringurinn hjá Ólafíu var mjög stöðugur, hún fékk tvo fugla og tvo skolla en spilaði annars á pari og kom í hús á pari vallarins. Mótið var áttunda mót Ólafíu á LPGA mótaröðinni í ár, en hún er ekki með fullan þátttökurétt á mótaröðinni. Hin ástralska Hannah Green er með fimm högga forystu á toppnum á 17 höggum undir pari eftir að hafa farið annan hringinn á sjö fuglum og einum erni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst heldur ekki í gegnum niðurskurð, en hún keppti á Scandic PGA meistaramótinu í Svíþjóð. Það mót er hluti af LET Access mótaröðinni, þeirri næst sterkustu í Evrópu. Guðrún Brá átti góðan fyrsta dag í Svíþjóð en náði sér ekki á strik á öðrum hring, spilaði á þremur höggum yfir pari og var samtals í mótinu á tveimur höggum yfir pari, sem var einu höggi frá niðurskurðinum. Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Cambia Portland Classic mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía Þórunn var tveimur höggum frá niðurskurðinum, hún fór fyrri hringina tvo á einu höggi undir pari en spila þurfti á þremur undir til þess að fara áfram. Annar hringurinn hjá Ólafíu var mjög stöðugur, hún fékk tvo fugla og tvo skolla en spilaði annars á pari og kom í hús á pari vallarins. Mótið var áttunda mót Ólafíu á LPGA mótaröðinni í ár, en hún er ekki með fullan þátttökurétt á mótaröðinni. Hin ástralska Hannah Green er með fimm högga forystu á toppnum á 17 höggum undir pari eftir að hafa farið annan hringinn á sjö fuglum og einum erni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst heldur ekki í gegnum niðurskurð, en hún keppti á Scandic PGA meistaramótinu í Svíþjóð. Það mót er hluti af LET Access mótaröðinni, þeirri næst sterkustu í Evrópu. Guðrún Brá átti góðan fyrsta dag í Svíþjóð en náði sér ekki á strik á öðrum hring, spilaði á þremur höggum yfir pari og var samtals í mótinu á tveimur höggum yfir pari, sem var einu höggi frá niðurskurðinum.
Golf Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira