Tíminn drepinn Óttar Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Ég las á dögunum viðtal við konu sem tekið var á 100 ára afmælisdaginn. Blaðamaðurinn spurði hverju hún vildi þakka þetta langlífi. Hún sagðist alltaf hafa haft nóg að gera. Þetta kemur heim og saman við orð gömlu konunnar í Brekkukotsannál, „iðjuleysi er upphaf alls ills og þar næst ferðalög“. Nútímafólk hefur ótrúlega mikinn tíma aflögu. Vinnutíminn hefur styst og tölvur og vélar létta fólki lífið. Menn eru sífellt að leita sér leiða til að drepa tímann með einhverri afþreyingu. Það er næsta algengt að tölvuleikjaáhugamenn sitji fyrir framan skjáinn 12-16 klst. í beit. Margir liggja yfir myndböndum og alls kyns skilaboðum á netinu löngum stundum. Afþreyingariðnaðurinn er öflugur enda er markaðurinn fyrir skemmtiefni ótakmarkaður. Fólk hefur aldrei ferðast meira, húsbílar og heitir pottar seljast eins og heitar lummur á útihátíð. Síminn með alla sína afþreyingu er besti vinur barna og unglinga. En þrátt fyrir alla þessa skemmtun er algengasta kvörtun fólks hjá geðlæknum og sálfræðingum tilgangsleysi tilverunnar og almennur leiði. Fólk hefur meiri tíma til að velta fyrir sér eigin tilvistarvandamálum og reynir að láta engan harm framhjá sér fara. Aldargamla konan lýsti því hvernig henni féll aldrei verk úr hendi. Hún bætti því við að sér hefði aldrei leiðst. Enginn veit hvort langar setur í tölvunni eru jafngildi venjulegrar vinnu og einhvern tíma í framtíðinni muni aldargamall tölvuleikjafíkill þakka leikjunum langlífi sitt. Vandamálið er að þegar menn verða of uppteknir af því að drepa tímann er hætt við því að tíminn drepi þá sjálfa úr leiðindum og tilgangsleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Óttar Guðmundsson Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Ég las á dögunum viðtal við konu sem tekið var á 100 ára afmælisdaginn. Blaðamaðurinn spurði hverju hún vildi þakka þetta langlífi. Hún sagðist alltaf hafa haft nóg að gera. Þetta kemur heim og saman við orð gömlu konunnar í Brekkukotsannál, „iðjuleysi er upphaf alls ills og þar næst ferðalög“. Nútímafólk hefur ótrúlega mikinn tíma aflögu. Vinnutíminn hefur styst og tölvur og vélar létta fólki lífið. Menn eru sífellt að leita sér leiða til að drepa tímann með einhverri afþreyingu. Það er næsta algengt að tölvuleikjaáhugamenn sitji fyrir framan skjáinn 12-16 klst. í beit. Margir liggja yfir myndböndum og alls kyns skilaboðum á netinu löngum stundum. Afþreyingariðnaðurinn er öflugur enda er markaðurinn fyrir skemmtiefni ótakmarkaður. Fólk hefur aldrei ferðast meira, húsbílar og heitir pottar seljast eins og heitar lummur á útihátíð. Síminn með alla sína afþreyingu er besti vinur barna og unglinga. En þrátt fyrir alla þessa skemmtun er algengasta kvörtun fólks hjá geðlæknum og sálfræðingum tilgangsleysi tilverunnar og almennur leiði. Fólk hefur meiri tíma til að velta fyrir sér eigin tilvistarvandamálum og reynir að láta engan harm framhjá sér fara. Aldargamla konan lýsti því hvernig henni féll aldrei verk úr hendi. Hún bætti því við að sér hefði aldrei leiðst. Enginn veit hvort langar setur í tölvunni eru jafngildi venjulegrar vinnu og einhvern tíma í framtíðinni muni aldargamall tölvuleikjafíkill þakka leikjunum langlífi sitt. Vandamálið er að þegar menn verða of uppteknir af því að drepa tímann er hætt við því að tíminn drepi þá sjálfa úr leiðindum og tilgangsleysi.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun