Mat Hafró að veiðar á sæbjúgum hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 16:19 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur sett nýja reglugerð um veiðar á sæbjúgum en breytingar á reglum er gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar frá Hafró. vísir/vilhelm Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill árétta að breytingar á reglunum eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Tilefni breytinga er þróunin í stofninum á síðastliðnum en á í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.“ Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp rúmlega tuttugu starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru raktar beint til breytinga á reglugerðinni um sæbjúgu en í fréttatilkynningu gagnrýndi Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes, Hafró harðlega sem og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra: „Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. […] Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins í morgun en nánar má lesa um málið hér. Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Það er mat Hafrannsóknastofnunar að veiðar á sæbjúgum á síðasta ári hafi verið langt umfram það sem stofninn þolir. Við þeirri alvarlegu stöðu þurfti að bregðast og því var reglum um sæbjúgnaveiðar breytt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vill árétta að breytingar á reglunum eru gerðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar. Tilefni breytinga er þróunin í stofninum á síðastliðnum en á í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir: „Í nýlega settri reglugerð er veigamesta breytingin sú að í stað þriggja skilgreindra veiðisvæða koma sjö veiðisvæði sem eru mun stærri hvert um sig en áður voru í gildi. Nýju veiðisvæðin eru ákveðin samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í samvinnu við ráðuneytið. Að auki má nefna að fyrirtæki geta óskað eftir tilraunaleyfi vilji þau reyna fyrir sér utan hinna skilgreindu veiðisvæða.“ Fyrirtækið Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp rúmlega tuttugu starfsmönnum í fiskvinnslu fyrirtækisins. Uppsagnirnar eru raktar beint til breytinga á reglugerðinni um sæbjúgu en í fréttatilkynningu gagnrýndi Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes, Hafró harðlega sem og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra: „Uppsagnir dagsins í dag má rekja beint til vafasamrar og óvísindalegrar ráðgjafar Hafró við fiskveiðiráðgjöf á sæbjúgum og skeytingarleysis sjávarútvegsráðuneytisins gagnvart hagsmunum vinnandi fólks á landsbyggðinni og hag smærri bæjarfélaga. […] Fyrr á árinu gaf Hafró út nýja fiskveiðiráðgjöf, þar sem lagt var til tæplega 60% samdrátt á sæbjúgnaveiðum frá fyrra fiskveiðiári. Ljóst er að enginn framleiðslustarfsemi getur staðið slíkan hráefnissamdrátt af sér án afleiðinga. Þvert á gagnstæð sjónarmið hefur Kristján Þór Júlíusson kosið að trúa ráðgjöf Hafró eins og nýju neti – eitthvað sem allir góðir skipstjórar gjalda varhug við, jafnvel þeir sem komnir eru á bak við skrifborð. Sjávarútvegsráðherra hefur kosið að fela sig á bak við ráðleggingar Hafró og þorir ekki að standa með þeim fyrirtækjum og því starfsfólki sem reiðir sig á veiðar sæbjúgna í stað þess að stíga í lappirnar gagnvart Hafró sem hefur viðurkennt að lítil þekking sé á tegundinni þar innanborðs og þörf sé á frekari rannsóknum, þekkingarleysið hefur þó ekki stuðlað að auðmýkt í vinnubrögðum þeirra sem hafa bein áhrif til hins verra á lífsviðurværi fjölda fólks á landinu,“ sagði í tilkynningu fyrirtækisins í morgun en nánar má lesa um málið hér.
Alþingi Sjávarútvegur Ölfus Tengdar fréttir Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Á þriðja tug sagt upp hjá Hafnarnesi í Þorlákshöfn Fiskvinnslan Hafnarnes VER í Þorlákshöfn sagði í dag upp 21 starfsmanni. Þá voru nokkrir sem fá ekki framhald á tímabundnum ráðningarsamningi auk þess sem ekki hefur verið ráðið í stöður undanfarið hjá fyrirtækinu sem fólk hefur hætt í. 30. ágúst 2019 10:11