Betri raforkumarkaður Bryndís Haraldsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 07:00 Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar og framfarir í orkumálum hér á landi. Frá fyrsta degi samningsins hafa viðskipti með orku verið hluti hans, og er orka skilgreind sem hver önnur vara og fellur því undir frjálsa vöruflutninga. Árið 2003 voru gerðar viðamiklar breytingar á íslenskum raforkulögum, með innleiðingu fyrsta orkupakkans í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar. Um leið og ný lög tóku gildi tók uppbygging raforkumarkaðar á Íslandi mið af reglum EES-svæðisins, og um leið innri markaðar Evrópusambandsins, og hefur gert allar götur síðan. Ákvörðun var tekin um að vinnsla og sala raforku yrði í markaðskerfi, á samkeppnisgrundvelli – sem er í anda sjálfstæðisstefnunnar. Reglur voru settar um starfsemi orkufyrirtækja samhliða, í því skyni að stuðla að aukinni samkeppni og koma neytendum til bóta. Fimm árum síðar fylgdi annar orkupakkinn á eftir, og var þar gengið enn lengra í að skilja að dreifiveitur og sölufyrirtæki. Stjórnvöld nýttu ekki heimildir sem voru til staðar fyrir undanþágu frá reglunum sökum smæðar íslenska markaðarins, enda voru reglurnar settar í þágu neytenda. Annar orkupakkinn fólst í aðskilnaði dreifiveitna frá framleiðslu og sölu raforku, banni við niðurgreiðslum til sérleyfisstarfsemi, auknu eftirliti á raforkumarkaði og fleiru. Nú er komið að þeim þriðja, sem enn byggir á hugmyndinni um raforkumarkað þar sem neytendur hafa valfrelsi. Að baki þriðja orkupakkanum búa sjónarmið um hvata til hagræðingar innan raforkugeirans, að raforkukaupendum sé tryggt samkeppnishæft raforkuverð, betri þjónusta og stöðugri og öruggari afhending rafmagns. Þá er í þriðja orkupakkanum einnig að finna ákvæði um neytendavernd með það að markmiði að bæta og samþætta samkeppnishæfa raforkumarkaði innan EES. Öflugur raforkumarkaður er mikilvægur íslenskum heimilum og er þriðja orkupakkanum ætlað að styðja enn frekar við þá góðu vegferð sem við erum á. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa ekki rökstutt heimsendaspár sínar um glötuð yfirráð yfir íslenskum auðlindum enda eiga spádómarnir ekki við rök að styðjast.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bryndís Haraldsdóttir Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Frá gildistöku EES-samningsins árið 1994 hafa átt sér stað gríðarlegar breytingar og framfarir í orkumálum hér á landi. Frá fyrsta degi samningsins hafa viðskipti með orku verið hluti hans, og er orka skilgreind sem hver önnur vara og fellur því undir frjálsa vöruflutninga. Árið 2003 voru gerðar viðamiklar breytingar á íslenskum raforkulögum, með innleiðingu fyrsta orkupakkans í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Davíðs Oddssonar. Um leið og ný lög tóku gildi tók uppbygging raforkumarkaðar á Íslandi mið af reglum EES-svæðisins, og um leið innri markaðar Evrópusambandsins, og hefur gert allar götur síðan. Ákvörðun var tekin um að vinnsla og sala raforku yrði í markaðskerfi, á samkeppnisgrundvelli – sem er í anda sjálfstæðisstefnunnar. Reglur voru settar um starfsemi orkufyrirtækja samhliða, í því skyni að stuðla að aukinni samkeppni og koma neytendum til bóta. Fimm árum síðar fylgdi annar orkupakkinn á eftir, og var þar gengið enn lengra í að skilja að dreifiveitur og sölufyrirtæki. Stjórnvöld nýttu ekki heimildir sem voru til staðar fyrir undanþágu frá reglunum sökum smæðar íslenska markaðarins, enda voru reglurnar settar í þágu neytenda. Annar orkupakkinn fólst í aðskilnaði dreifiveitna frá framleiðslu og sölu raforku, banni við niðurgreiðslum til sérleyfisstarfsemi, auknu eftirliti á raforkumarkaði og fleiru. Nú er komið að þeim þriðja, sem enn byggir á hugmyndinni um raforkumarkað þar sem neytendur hafa valfrelsi. Að baki þriðja orkupakkanum búa sjónarmið um hvata til hagræðingar innan raforkugeirans, að raforkukaupendum sé tryggt samkeppnishæft raforkuverð, betri þjónusta og stöðugri og öruggari afhending rafmagns. Þá er í þriðja orkupakkanum einnig að finna ákvæði um neytendavernd með það að markmiði að bæta og samþætta samkeppnishæfa raforkumarkaði innan EES. Öflugur raforkumarkaður er mikilvægur íslenskum heimilum og er þriðja orkupakkanum ætlað að styðja enn frekar við þá góðu vegferð sem við erum á. Andstæðingar þriðja orkupakkans hafa ekki rökstutt heimsendaspár sínar um glötuð yfirráð yfir íslenskum auðlindum enda eiga spádómarnir ekki við rök að styðjast.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun