Friðgeir hefur farið á fjall í 60 ár, oftast sem fjallkóngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2019 19:30 Friðgeir Stefánsson, bóndi á bænum Laugardalshólum í Bláskógabyggð náði merkilegum áfanga um helgina því þá fór hann sína sextugustu fjallferð á afrétt, sem tilheyrir sveitinni hans. Í Laugardalshólum býr einnig sonur Friðgeirs, tengdadóttir og barnabörn. Um 100 fjár er á bænum, auk nautgripa og hrossa. Fé hefur fækkað mikið í Laugardalnum, sem tilheyrir Bláskógabyggð en það þarf þó alltaf að fara á fjall og athuga hvort einhverjar kindur leynist ekki í skóginum og afréttinum. „Það eru sextíu ár síðan ég fór fyrst og ég hef farið að lágmarki tvisvar á ári. Félagsskapurinn er skemmtilegastur í fjallferðum og að gera gagn, standa sig vel í smalamennsku, það er ekkert gaman nema að menn standi sig vel, það þarf að ná hverri einustu kind, sem sést“, segir Friðgeir. Friðgeir segist muna sérstaklega eftir haustinu 1969 en þá var allt á kafi í snjó þá þegar gangnamenn fóru á fjall, snjórinn náði á kvið á hestunum. En lömbin, hafa þau breyst mikið á þessum árum? „Já, þetta er orðinn mikið meiri ræktun heldur en var þannig að það er betur gert fé“. Friðgeir og sonur hans Jóhann Gunnar og fjölskylda hans búa á Laugardalshólum með sauðfé, nautgripi og hesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Friðgeir var fjallkóngur í tugi ára en nú er sonur hans tekin við því hlutverk. Hann er stoltur af pabba sínum. „Já, hann stendur sig vel“, segir Jóhann Gunnar og bætir við að það sé alltaf jafn skemmtilegt að fara á fjall. „Já, það er tilhlökkun hjá manni allt árið. Þegar þorrablótið í sveitinni klárast þá hlakkar manni til að komast í leitir, jólin eru líka ágæt, en það toppar þó ekkert að fara í leitir á fjalli“, segir Jóhann Gunnar, fjallkóngur og brosir sínu breiðasta. Eftir fjallferðina var sprett af hrossunum á Ketilvöllum þar sem matarveisla beið innan dyra. Það er ekki hægt að ljúka þessu nema með smá söng frá þremur ættliðum sem fara alltaf saman á fjall, Friðgeir, Jóhann Friðgeir og Hreinn Heiðar. Þrír ættliðir hafa farið á fjall síðustu þrettán árin í fjöllin kringum Laugarvatn og næsta nágrenni til að smala fé bænda úr Laugardalnum í Bláskógabyggð. Hér eru frá vinstri, Jóhann Gunnar, Friðgeir og Hreinn Heiðar Jóhannsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Friðgeir Stefánsson, bóndi á bænum Laugardalshólum í Bláskógabyggð náði merkilegum áfanga um helgina því þá fór hann sína sextugustu fjallferð á afrétt, sem tilheyrir sveitinni hans. Í Laugardalshólum býr einnig sonur Friðgeirs, tengdadóttir og barnabörn. Um 100 fjár er á bænum, auk nautgripa og hrossa. Fé hefur fækkað mikið í Laugardalnum, sem tilheyrir Bláskógabyggð en það þarf þó alltaf að fara á fjall og athuga hvort einhverjar kindur leynist ekki í skóginum og afréttinum. „Það eru sextíu ár síðan ég fór fyrst og ég hef farið að lágmarki tvisvar á ári. Félagsskapurinn er skemmtilegastur í fjallferðum og að gera gagn, standa sig vel í smalamennsku, það er ekkert gaman nema að menn standi sig vel, það þarf að ná hverri einustu kind, sem sést“, segir Friðgeir. Friðgeir segist muna sérstaklega eftir haustinu 1969 en þá var allt á kafi í snjó þá þegar gangnamenn fóru á fjall, snjórinn náði á kvið á hestunum. En lömbin, hafa þau breyst mikið á þessum árum? „Já, þetta er orðinn mikið meiri ræktun heldur en var þannig að það er betur gert fé“. Friðgeir og sonur hans Jóhann Gunnar og fjölskylda hans búa á Laugardalshólum með sauðfé, nautgripi og hesta.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Friðgeir var fjallkóngur í tugi ára en nú er sonur hans tekin við því hlutverk. Hann er stoltur af pabba sínum. „Já, hann stendur sig vel“, segir Jóhann Gunnar og bætir við að það sé alltaf jafn skemmtilegt að fara á fjall. „Já, það er tilhlökkun hjá manni allt árið. Þegar þorrablótið í sveitinni klárast þá hlakkar manni til að komast í leitir, jólin eru líka ágæt, en það toppar þó ekkert að fara í leitir á fjalli“, segir Jóhann Gunnar, fjallkóngur og brosir sínu breiðasta. Eftir fjallferðina var sprett af hrossunum á Ketilvöllum þar sem matarveisla beið innan dyra. Það er ekki hægt að ljúka þessu nema með smá söng frá þremur ættliðum sem fara alltaf saman á fjall, Friðgeir, Jóhann Friðgeir og Hreinn Heiðar. Þrír ættliðir hafa farið á fjall síðustu þrettán árin í fjöllin kringum Laugarvatn og næsta nágrenni til að smala fé bænda úr Laugardalnum í Bláskógabyggð. Hér eru frá vinstri, Jóhann Gunnar, Friðgeir og Hreinn Heiðar Jóhannsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira