Forseti Indlands, Ram Nath Kovind, kom í morgun í opinbera heimsókn hingað til lands ásamt eiginkonu sinnu Savitu og öðru föruneyti.
Síðar í dag munu þau hitta Indverja búsetta hér á landi og á morgun hefst heimsóknin formlega með heimsókn á Bessastaði þar sem forseti Íslands tekur á móti forsetahjónunum.
Að því loknu skoðar forsetinn Háskóla Íslands og að því loknu er boðið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum.
Á miðvikudag mæta forsetarnir á viðskiptaþing áður en haldið verður til Þingvalla.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)