Bólginn og marinn en kominn heim til sín Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 14:12 Frá smábátahöfninni í Keflavík þar sem maðurinn stakk sér til sunds í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi. Atvik í líkingu við þetta hefur aldrei komið á borð formannsins á nær þrjátíu ára ferli hans í björgunarstarfi. Málið hefur vakið mikla athygli í dag en maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, stakk sér til sunds þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. Björgunarbátur var ræstur út og björgunarmenn drógu manninn, sem var þá hætt kominn, upp í bátinn. Við þetta reiddist maðurinn og byrjað að lemja björgunarsveitarmanninn sem hífði hann upp í bátinn. Ákveðið var að flytja björgunarsveitarmanninn til Reykjavíkur eftir skoðun í Keflavík. Haraldur Haraldsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir það hafa verið gert sökum eðlis áverkanna sem hann hlaut. „En sem betur fer varð hann ekki fyrir neinum varanlegum skaða. En hann er bólginn og marinn í andliti, brjóstkassa, kvið og nára. En hann er heima og hefur það ágætt í dag. Þetta virðist vera betra heldur en á horfðist í gær.“Árásarmaðurinn þurfti einnig aðhlynningu Árásarmaðurinn stakk sér til sunds fljótlega eftir að fyrstu flugeldum var skotið upp klukkan 22:30. Nokkrir björgunarmenn fóru í kjölfarið á eftir honum út á björgunarbát. „Þeir þurftu að fara úr bátnum til að bjarga manninum og svo byrjar þarna ákveðin atburðarás sem verður til þess að þegar er búið að bjarga honum verður hann svona æstur,“ segir Haraldur.Frá flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Flugeldasýningin var nýbyrjuð í gærkvöldi þegar atburðarásin hófst.Mynd/VísirSjálfur var Haraldur, sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, á næturvakt þegar málið kom upp og var því ekki á staðnum. Hann þakkar viðbragðsaðilum úr röðum lögreglunnar á Suðurnesjum, brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitanna fyrir skjót viðbrögð og góða samvinnu. „Svo má ekki gleyma stráknum sem stakk sér til sunds. Hann þurfti auðvitað að fá sína hjálp líka. Þeir þurftu báðir á aðhlynningu að halda eftir þetta.“Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir áður í þínum störfum?„Ekki neitt þessu líkt, aldrei. Ekki svo ég muni eftir, og er nú búinn að starfa hjá björgunarsveitum í nær þrjátíu ár. En ég vona að þetta sé auðvitað algjört einsdæmi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið nú til rannsóknar. Ekki var frekari upplýsingar að fá hjá embættinu um líðan árásarmannsins eða stöðu rannsóknarinnar nú á þriðja tímanum. Björgunarsveitir Reykjanesbær Tengdar fréttir Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir að björgunarsveitarmaðurinn sem varð fyrir árás manns sem hann bjargaði upp úr sjónum við Grófina í Keflavík í gærkvöldi sé á batavegi. Atvik í líkingu við þetta hefur aldrei komið á borð formannsins á nær þrjátíu ára ferli hans í björgunarstarfi. Málið hefur vakið mikla athygli í dag en maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, stakk sér til sunds þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. Björgunarbátur var ræstur út og björgunarmenn drógu manninn, sem var þá hætt kominn, upp í bátinn. Við þetta reiddist maðurinn og byrjað að lemja björgunarsveitarmanninn sem hífði hann upp í bátinn. Ákveðið var að flytja björgunarsveitarmanninn til Reykjavíkur eftir skoðun í Keflavík. Haraldur Haraldsson formaður Björgunarsveitarinnar Suðurnesja segir það hafa verið gert sökum eðlis áverkanna sem hann hlaut. „En sem betur fer varð hann ekki fyrir neinum varanlegum skaða. En hann er bólginn og marinn í andliti, brjóstkassa, kvið og nára. En hann er heima og hefur það ágætt í dag. Þetta virðist vera betra heldur en á horfðist í gær.“Árásarmaðurinn þurfti einnig aðhlynningu Árásarmaðurinn stakk sér til sunds fljótlega eftir að fyrstu flugeldum var skotið upp klukkan 22:30. Nokkrir björgunarmenn fóru í kjölfarið á eftir honum út á björgunarbát. „Þeir þurftu að fara úr bátnum til að bjarga manninum og svo byrjar þarna ákveðin atburðarás sem verður til þess að þegar er búið að bjarga honum verður hann svona æstur,“ segir Haraldur.Frá flugeldasýningu Ljósanætur í Reykjanesbæ fyrir nokkrum árum. Flugeldasýningin var nýbyrjuð í gærkvöldi þegar atburðarásin hófst.Mynd/VísirSjálfur var Haraldur, sem starfar hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, á næturvakt þegar málið kom upp og var því ekki á staðnum. Hann þakkar viðbragðsaðilum úr röðum lögreglunnar á Suðurnesjum, brunavörnum Suðurnesja og björgunarsveitanna fyrir skjót viðbrögð og góða samvinnu. „Svo má ekki gleyma stráknum sem stakk sér til sunds. Hann þurfti auðvitað að fá sína hjálp líka. Þeir þurftu báðir á aðhlynningu að halda eftir þetta.“Hefur eitthvað þessu líkt komið fyrir áður í þínum störfum?„Ekki neitt þessu líkt, aldrei. Ekki svo ég muni eftir, og er nú búinn að starfa hjá björgunarsveitum í nær þrjátíu ár. En ég vona að þetta sé auðvitað algjört einsdæmi.“ Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið nú til rannsóknar. Ekki var frekari upplýsingar að fá hjá embættinu um líðan árásarmannsins eða stöðu rannsóknarinnar nú á þriðja tímanum.
Björgunarsveitir Reykjanesbær Tengdar fréttir Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Réðst á björgunarsveitarmanninn sem bjargaði lífi hans Björgunarsveitarmenn björguðu manni sem hafði stungið sér til sunds í smábátahöfninni í Keflavík þegar flugeldasýning Ljósanætur fór fram í gærkvöldi. 8. september 2019 07:50