Innlent

Heil­brigðis­kerfið kostar 729.526 krónur á mann

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Aukið fjármagn verður sett í framkvæmdir við nýjan Landspítala samkvæmt frumvarpinu.
Aukið fjármagn verður sett í framkvæmdir við nýjan Landspítala samkvæmt frumvarpinu. vísir/vilhelm
Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út.

Þannig má lesa út úr töflu í kynningarefninu að heildarútgjöld til heilbrigðismála nema 729.526 krónum á mann árið 2020.

Það er langstærsti útgjaldaliðurinn en málefni aldraðra koma næst í töflunni og nema útgjöldin þar 238.967 krónum á hvern landsmann.

Þar á eftir koma örorkugreiðslur í almannatryggingakerfinu sem nema 192.026 krónum á mann. Samgöngurnar kosta 127.221 krónu á mann og háskólarnir eilítið minna eða sem nemur 126.536 krónum.

Töfluna í heild má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×