Sauðfjárbónda blöskrar umræðan um kjöt í skólum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2019 19:15 Um 110 þúsund fjár verður slátrað á næstu vikum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Fallþungi lambanna er góður og almenn ánægja með kjötskrokkana. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem vinna í sláturtíðinni á Selfossi, eða um eitt hundrað og Íslendingarnir eru fjörutíu. Sauðfjárbónda, sem fylgdi sínum lömbum til slátrunar er miður sín yfir umræðunni um að það eigi að fara að minnka kjötneyslu í mötuneytum skóla. Lambaskrokkarnir líta vel út enda sumarið búið að vera lömbunum einstaklega gott af afréttum og heimalöndum bænda á Suðurlandi í sumar „Þau líta bara vel út þessi fyrstu sem ég koma þannig að ég er viss um að þetta verður gott haust. Við vonum að sumarið teygi sig aðeins fram á haustið því að veðurskiptir líka málið á haustin hvað varðar alla flutninga að sláturhúsi, þá skiptir veðrið miklu máli og að það verði gott áfram,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá SS. Um 140 starfsmenn voru ráðnir inn í sláturtíðina, þar af um 100 útlendingar sem koma flestir frá Póllandi og Nýja Sjálandi. „Við erum að fá aftur sama fólkið ár eftir ár, sem að hjálpar okkur gríðarlega mikið í allri vinnslu, þetta er vant fólk,“ segir Benedikt.Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit en á bænum er rúmlega þúsund fjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sauðfjárbændurnir í Skarði í Landsveit, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson lögðu inn 250 lömb til slátrunar í gær. Erlendi bónda blöskrar umræðan um að það eigi að fara að minka kjötneyslu í skólum í Reykjavík og jafnvel víðar. „Eins og ég segi alltaf, fiskur og rautt kjöt, ég held að þú fáir bestu næringarefnin í gegnum það, það er alveg klárt mál, þú þarft ekki að vera að taka einhver fæðubótarefni í staðinn,“ segir Erlendur og bætir því við að það séu allt of miklir öfgar að hans mati í umræðunni í mat í mötuneytum skóla. „Já, það er of miklir öfgar, sérstaklega núna, það er orðin pólitík í þessu, það er farið að draga fólk í dilka, ertu vegan, ertu grænmetisæta eða ertu kjötæta, við erum allt fólk í landinu, þú velur hvað þú borðar og þú átt ekki að tala niður til hins aðilans, það er bara val hvers og eins. Við viljum halda okkar afurð á lofti með því að segja að við séum með góða og heilnæma vöru, ekki að hún sé einhver umhverfissóði, þvert á móti,“ segir Erlendur í Skarði. Árborg Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Um 110 þúsund fjár verður slátrað á næstu vikum hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi. Fallþungi lambanna er góður og almenn ánægja með kjötskrokkana. Útlendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem vinna í sláturtíðinni á Selfossi, eða um eitt hundrað og Íslendingarnir eru fjörutíu. Sauðfjárbónda, sem fylgdi sínum lömbum til slátrunar er miður sín yfir umræðunni um að það eigi að fara að minnka kjötneyslu í mötuneytum skóla. Lambaskrokkarnir líta vel út enda sumarið búið að vera lömbunum einstaklega gott af afréttum og heimalöndum bænda á Suðurlandi í sumar „Þau líta bara vel út þessi fyrstu sem ég koma þannig að ég er viss um að þetta verður gott haust. Við vonum að sumarið teygi sig aðeins fram á haustið því að veðurskiptir líka málið á haustin hvað varðar alla flutninga að sláturhúsi, þá skiptir veðrið miklu máli og að það verði gott áfram,“ segir Benedikt Benediktsson framleiðslustjóri hjá SS. Um 140 starfsmenn voru ráðnir inn í sláturtíðina, þar af um 100 útlendingar sem koma flestir frá Póllandi og Nýja Sjálandi. „Við erum að fá aftur sama fólkið ár eftir ár, sem að hjálpar okkur gríðarlega mikið í allri vinnslu, þetta er vant fólk,“ segir Benedikt.Erlendur Ingvarsson, sauðfjárbóndi í Skarði í Landsveit en á bænum er rúmlega þúsund fjár.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sauðfjárbændurnir í Skarði í Landsveit, þau Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir og Erlendur Ingvarsson lögðu inn 250 lömb til slátrunar í gær. Erlendi bónda blöskrar umræðan um að það eigi að fara að minka kjötneyslu í skólum í Reykjavík og jafnvel víðar. „Eins og ég segi alltaf, fiskur og rautt kjöt, ég held að þú fáir bestu næringarefnin í gegnum það, það er alveg klárt mál, þú þarft ekki að vera að taka einhver fæðubótarefni í staðinn,“ segir Erlendur og bætir því við að það séu allt of miklir öfgar að hans mati í umræðunni í mat í mötuneytum skóla. „Já, það er of miklir öfgar, sérstaklega núna, það er orðin pólitík í þessu, það er farið að draga fólk í dilka, ertu vegan, ertu grænmetisæta eða ertu kjötæta, við erum allt fólk í landinu, þú velur hvað þú borðar og þú átt ekki að tala niður til hins aðilans, það er bara val hvers og eins. Við viljum halda okkar afurð á lofti með því að segja að við séum með góða og heilnæma vöru, ekki að hún sé einhver umhverfissóði, þvert á móti,“ segir Erlendur í Skarði.
Árborg Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira