Þrjú fíkniefni í blóðinu og eitt í þvaginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2019 11:12 Lögreglan á Suðurnesjum hafði margvísleg afskipti af manninum í fyrrasumar. Vísir/GVA Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvítugan mann fyrir ítrekuð brot á umferðar- og fíkefnalagabrot, sem hann á að hafa framið í fyrra. Manninum, sem fæddur er árið 1998, er gefið að sök að hafa þrívegis ekið bíl undir áhrifum margvíslegra vímuefna. Í ákæru á hendur manninum er hann sagður hafa fyrst verið sviptur ökuréttindum í maí á síðasta ári fyrir að hafa ekið undir áhrifum tveggja vímuefna, amfetamíns og kannabis, á Njarðarbraut í Reykjanesbraut. Hann hafi, ástands síns vegna, ekki verið „fær um að stjórna bifreiðinni örugglega,“ eins og það er orðað í ákærunni. Akstur mannsins var aftur stöðvaður um þremur vikum síðar, þegar hann ók um Reykjanesbæ. Þá eiga að hafa fundist í blóði mannsins leyfar af amfetamíni, metamfetamíni og kannabis, auk þess sem í þvagi hans á að hafa fundist MDMA. Aukinheldur er hann sagður hafa haft 0,21 gramm af marijúana í fórum sínum. Rúmum tveimur vikum síðar komst hann aftur í kast við lögin, þá með 1,87 grömm af maríjúana í fórum sínum. Því á hann að hafa framvísað þegar lögregla hafði afskipti af honum sem farþega í bíl. Maðurinn var svo tvívegis stöðvaður af lögreglu í júlímánuði vegna gruns um að hann æki bifreið sinni réttindalaus og undir áhrifum vímuefna. Í fyrra skiptið á að hafa fundist amfetamín, metamfetamín og kannabis í blóði hans og í því síðara eru sagðar hafa fundist leyfar af kannabis í blóði hans og amfetamín í þvagi. Aukinheldur eiga lögreglumenn að hafa fundið 0,43 grömm af marijúana í buxnavasa hans þegar maðurinn var á göngu um Reykjanesbæ í september. Málið gegn manninum verður dómtekið í Héraðsdómi Reykjaness þann 7. október næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Fleiri fréttir Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvítugan mann fyrir ítrekuð brot á umferðar- og fíkefnalagabrot, sem hann á að hafa framið í fyrra. Manninum, sem fæddur er árið 1998, er gefið að sök að hafa þrívegis ekið bíl undir áhrifum margvíslegra vímuefna. Í ákæru á hendur manninum er hann sagður hafa fyrst verið sviptur ökuréttindum í maí á síðasta ári fyrir að hafa ekið undir áhrifum tveggja vímuefna, amfetamíns og kannabis, á Njarðarbraut í Reykjanesbraut. Hann hafi, ástands síns vegna, ekki verið „fær um að stjórna bifreiðinni örugglega,“ eins og það er orðað í ákærunni. Akstur mannsins var aftur stöðvaður um þremur vikum síðar, þegar hann ók um Reykjanesbæ. Þá eiga að hafa fundist í blóði mannsins leyfar af amfetamíni, metamfetamíni og kannabis, auk þess sem í þvagi hans á að hafa fundist MDMA. Aukinheldur er hann sagður hafa haft 0,21 gramm af marijúana í fórum sínum. Rúmum tveimur vikum síðar komst hann aftur í kast við lögin, þá með 1,87 grömm af maríjúana í fórum sínum. Því á hann að hafa framvísað þegar lögregla hafði afskipti af honum sem farþega í bíl. Maðurinn var svo tvívegis stöðvaður af lögreglu í júlímánuði vegna gruns um að hann æki bifreið sinni réttindalaus og undir áhrifum vímuefna. Í fyrra skiptið á að hafa fundist amfetamín, metamfetamín og kannabis í blóði hans og í því síðara eru sagðar hafa fundist leyfar af kannabis í blóði hans og amfetamín í þvagi. Aukinheldur eiga lögreglumenn að hafa fundið 0,43 grömm af marijúana í buxnavasa hans þegar maðurinn var á göngu um Reykjanesbæ í september. Málið gegn manninum verður dómtekið í Héraðsdómi Reykjaness þann 7. október næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Fleiri fréttir Framhaldsskólakennarar funda áfram á morgun „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Sjá meira