Fótbolti

Hazard-bræðurnir missa báðir af leikjunum gegn Skotlandi og San Marínó

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hazard bræðurnir á góðri stundu.
Hazard bræðurnir á góðri stundu. vísir/getty
Bæði Eden Hazard og bróðir hans Thorgan munu missa af komandi landsleikjum með Belgíu er Belgía mætir Skotlandi og San Marínó í vikunni í undankeppni EM 2020.

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, er nú þegar án nokkurra lykilmanna en Belgar spila við San Marínó annað kvöld áður en þeir mæta á Hampden Park á mánudaginn.

Vöðvameiðsli hafa gert Eden Hazard erfitt fyrir undanfarnar vikur og hefur hann enn ekki spilað sinn fyrsta opinbera leik fyrir Real Madrid eftir að hafa komið frá Chelsea.







Bróðir hans Thorgen, sem leikur með Dortmund, glímir við meiðsli í rifmeini en bræðurnir mættu báðir til Tubize þar sem belgíska landsliðið dvelur til þess að gangast undir læknisskoðun.

Þeir voru báðir sendir aftur til félaga sinna eftir að Belgarnir komust að því að þeir væru báðir meiddir en Martinez hefur enn ekki ákveðið hvort að hann kalli á nýja leikmenn í þeirra stað.

Miðjumaðurinn Axel Witsel, markvörðurinn Koen Casteels, varnarmennirnir Vincent Kompany og Dedryck Boyata hafa allir dottið út hópnum að undanförnu.

Belgarnir eru efstir í I-riðlinum eftir að hafa unnið alla fjóra leikina í riðlinum hingað til en San Marínó er á botni riðilsins. Skotland er í 4. sætinu, sex stigum á eftir Belgunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×