Serbar unnu toppslaginn sannfærandi og líta rosalega vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 14:30 Nikola Jokic og félagar í serbneska landsliðinu eru að spila vel. Getty/ VCG Serbar, Pólverjar, Spánverjar og Argentínumenn enduðu öll með fullt hús í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína eftir sigra í lokaumferð riðla sinna í dag. Serbía teflir fram frábæru liði á þessu heimsmeistaramóti og er líklegt til að fara alla leið á þessu móti. Spánverjar voru í miklum vandræðum með Írana og hafa ekki verið alltof sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir fullt hús. Pólland og Serbía unnu stóra sigra í dag og Argentínumenn voru skrefi á undan Rússum eftir að hafa komið til baka í öðrum leikhlutanum. Púertó Ríkó tryggði sér sæti í milliriðli með dramatískum sigri á Túnis þar sem að Gary Browne skoraði sigurkörfuna 5,1 sekúndu fyrir leikslok. Venesúela komst líka áfram eftir þrettán stiga sigur á gestgjöfum Kínverja, 72-59, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Þessi sigur kom mörgum á óvart en heimamenn geta því hæst endaði í sautjánda sæti. Heissler Guillent var með 15 stig og 8 stoðsendingar og Dwight Lewis skoraði 13 stig fyrir Venesúela. Venesúela varð þar með sjötta Ameríkuþjóðin sem kemst áfram í milliriðlana en aðeins Kanada sat eftir í riðlakeppninni. Serbar sýndu styrk sinn í fimmtán stiga sigri á Ítölum, 92-77, en bæði lið voru búin að vinna tvo fyrstu leiki sína á HM. Bogdan Bogdanovic (Sacramento Kings) var frábær með Serbum en hann skoraði 31 stig, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og setti niður sex þriggja stiga körfur. Nikola Jokic (Denver Nuggets) var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hann kom inn af bekknum. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) skoraði mest fyrir Ítala eða 26 stig. Spánverjar lentu í hörkuleik á móti Írönum en voru mun sterkari á lokamínútunum, unnu þær 16-3 og þar með leikinn með átta stigum, 73-65. Íranir voru 62-57 yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Marc Gasol (Toronto Raptors) var stigahæstur hjá Spánverjum með 16 stig en þeir Víctor Claver (Barcelona) og Juan Hernangómez (Denver Nuggets) skoruðu báðir 11 stig. Mohammad Jamshidi skoraði 15 stig fyrir Írana en besti maður liðsins var Hamed Haddadi með 10 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Argentínumenn tryggðu sér sigur í sínum riðli með átta stiga sigri á Rússum, 69-61, í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum en bæði lið voru komin áfram. Real Madrid maðurinn Facundo Campazzo var frábær í liði Argentínu með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Luis Scola skoraði síðan 13 stig og Marcos Delia var með 13 stig á 23 mínútum. Andrey Zubkov skoraði 18 stig fyrir Rússa.Úrslit dagsins á HM í körfubolta í Kína:A-riðill Fílabeinsströndin - Pólland 63-80 Venesúela - Kína 72-59Stig þjóða: Pólland 6, Venesúela 4, Kína 2, Fílabeinsströndin 0B-riðill Suður Kórea - Nígería 66-108 Rússland - Argentína 61-69Stig þjóða: Argentína 6, Rússland 3, Nígería 2, Suður Kórea 0.C-riðill Púertó Ríkó - Túnis 67-64 Spánn - Íran 73-65Stig þjóða: Spánn 6, Púertó Ríkó 4, Túnis 2, Íran 0.D-riðilll Angóla - Filippseyjar 84-81 (framlenging) Ítalía - Serbía 77-82Stig þjóða: Serbía 6, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 0.Þjóðir komnar áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía og Ítalía.Þjóðir komnar áfram í milliriðla úr hinum riðlinum fyrir lokaumferðina á morgun: Bandaríkin, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen. Körfubolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira
Serbar, Pólverjar, Spánverjar og Argentínumenn enduðu öll með fullt hús í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína eftir sigra í lokaumferð riðla sinna í dag. Serbía teflir fram frábæru liði á þessu heimsmeistaramóti og er líklegt til að fara alla leið á þessu móti. Spánverjar voru í miklum vandræðum með Írana og hafa ekki verið alltof sannfærandi í riðlakeppninni þrátt fyrir fullt hús. Pólland og Serbía unnu stóra sigra í dag og Argentínumenn voru skrefi á undan Rússum eftir að hafa komið til baka í öðrum leikhlutanum. Púertó Ríkó tryggði sér sæti í milliriðli með dramatískum sigri á Túnis þar sem að Gary Browne skoraði sigurkörfuna 5,1 sekúndu fyrir leikslok. Venesúela komst líka áfram eftir þrettán stiga sigur á gestgjöfum Kínverja, 72-59, í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðlinum. Þessi sigur kom mörgum á óvart en heimamenn geta því hæst endaði í sautjánda sæti. Heissler Guillent var með 15 stig og 8 stoðsendingar og Dwight Lewis skoraði 13 stig fyrir Venesúela. Venesúela varð þar með sjötta Ameríkuþjóðin sem kemst áfram í milliriðlana en aðeins Kanada sat eftir í riðlakeppninni. Serbar sýndu styrk sinn í fimmtán stiga sigri á Ítölum, 92-77, en bæði lið voru búin að vinna tvo fyrstu leiki sína á HM. Bogdan Bogdanovic (Sacramento Kings) var frábær með Serbum en hann skoraði 31 stig, gaf 5 stoðsendingar, stal 5 boltum og setti niður sex þriggja stiga körfur. Nikola Jokic (Denver Nuggets) var með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar en hann kom inn af bekknum. Danilo Gallinari (Oklahoma City Thunder) skoraði mest fyrir Ítala eða 26 stig. Spánverjar lentu í hörkuleik á móti Írönum en voru mun sterkari á lokamínútunum, unnu þær 16-3 og þar með leikinn með átta stigum, 73-65. Íranir voru 62-57 yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum. Marc Gasol (Toronto Raptors) var stigahæstur hjá Spánverjum með 16 stig en þeir Víctor Claver (Barcelona) og Juan Hernangómez (Denver Nuggets) skoruðu báðir 11 stig. Mohammad Jamshidi skoraði 15 stig fyrir Írana en besti maður liðsins var Hamed Haddadi með 10 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar. Argentínumenn tryggðu sér sigur í sínum riðli með átta stiga sigri á Rússum, 69-61, í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum en bæði lið voru komin áfram. Real Madrid maðurinn Facundo Campazzo var frábær í liði Argentínu með 21 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Luis Scola skoraði síðan 13 stig og Marcos Delia var með 13 stig á 23 mínútum. Andrey Zubkov skoraði 18 stig fyrir Rússa.Úrslit dagsins á HM í körfubolta í Kína:A-riðill Fílabeinsströndin - Pólland 63-80 Venesúela - Kína 72-59Stig þjóða: Pólland 6, Venesúela 4, Kína 2, Fílabeinsströndin 0B-riðill Suður Kórea - Nígería 66-108 Rússland - Argentína 61-69Stig þjóða: Argentína 6, Rússland 3, Nígería 2, Suður Kórea 0.C-riðill Púertó Ríkó - Túnis 67-64 Spánn - Íran 73-65Stig þjóða: Spánn 6, Púertó Ríkó 4, Túnis 2, Íran 0.D-riðilll Angóla - Filippseyjar 84-81 (framlenging) Ítalía - Serbía 77-82Stig þjóða: Serbía 6, Ítalía 4, Angóla 2, Filippseyjar 0.Þjóðir komnar áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía og Ítalía.Þjóðir komnar áfram í milliriðla úr hinum riðlinum fyrir lokaumferðina á morgun: Bandaríkin, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.
Körfubolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Sjá meira