Bandaríkjamaðurinn Karen Rei Pease stillti sér léttklæddri upp með páfagauk austan við Höfða í dag.
Á líkama sinn hafði hún ritað hvatningarorð til varaforseta Bandaríkjanna, sem fundar með fulltrúum viðskiptalífsins þessa stundina, um að láta af aðskilnaði barna og foreldra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.
Á líkama sinn hefur Karen ritað: Stop locking kids in cages you fucking monster - sem útleggst á íslensku sem „Hættu að læsa börn í búrum ógeðslega skrímslið þitt.“
Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða

Tengdar fréttir

Mótmælendur handteknir við Höfða
Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna.

Leyniskyttur klárar á þaki Arion banka og Advania
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og kona hans Karen Pence, eru á leið í Höfða í Borgartúni þar sem hann mun funda með utanríkisráðherra í dag.

Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum
Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum.