Fótbolti

Arnór ekki með gegn Moldóvu og Albaníu vegna meiðsla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór hefur leikið fjóra A-landsleiki.
Arnór hefur leikið fjóra A-landsleiki. vísir/bára
Arnór Sigurðsson verður ekki með íslenska landsliðinu í leikjunum gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020.

Skagamaðurinn er meiddur á ökkla. Hann hefur misst af síðustu leikjum CSKA Moskvu vegna meiðslanna.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort leikmaður verður kallaður inn í hópinn í staðinn fyrir Arnór.

FH-ingurinn Kristján Flóki Finnbogason og Víkingurinn Óttar Magnús Karlsson æfa með landsliðinu í dag. Þeir verða þó ekki teknir inn í hópinn.

Ísland mætir Moldóvu á Laugardalsvellinum á laugardaginn og Albaníu ytra á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×