Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2019 15:30 Það er ekkert grín að taka þátt. Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Þættirnir The Bachelorette, The Bachelor og Bachelor in Paradise eru allir mjög vinsælar raunveruleikaþáttaraðir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá ABC í Bandaríkjunum í mörg ár. Til að taka þátt verða allir keppendur að samþykkja að fara eftir mjög ströngum reglum en á YouTube-síðunni The Talko er farið ítarlega yfir þær reglur sem þátttakendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir á meðan tökum stendur. - Þættirnir eru teknir upp nokkrum mánuðum áður en þeir fara í loftið og því þurfa allir sem koma að þáttunum að halda allri atburðarrás leyndri. Ef einhver verður uppvís af því að kjafta frá því sem gerist í upptökunum gæti sá aðili þurft að borga 5 milljónir dollara í sekt. - Keppendur mega aðeins drekka tvo áfenga drykki á hverri klukkustund til að koma í veg fyrir of mikla ölvun. - Keppendur þurf að borða á ákveðnum tímum og mega ekki nærast þegar verið er að taka upp. Smjatt fer ekki vel í áhorfendur sem vilja frekar hlusta á samtöl á milli fólks. Það er ástæðan fyrir því að keppendur borða aldrei á stefnumótum í þáttunum. - Ef þú tekur þátt er ekki leyfilegt að vera í öðru rómantísku sambandi með öðrum aðila. Þessi regla hefur aftur á móti verið brotin nokkrum sinnum. - Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum heljarinnar læknisskoðun, bæði líkamleg og andleg. Fólk með smitandi sjúkdóma fá ekki að taka þátt. - Á meðan keppendur eru í tökum mega þeir ekki nota síma, hlusta á tónlist, fara á netið eða lesa bók. Eina bókin sem leyfilegt er að lesa er Biblían. - Ákveðin orð eru bönnuð í þáttunum og hika framleiðendur ekki við það að taka upp ákveðin atriði aftur ef orðalagið er ekki rétt. - Keppendur fá ekki krónu borgað fyrir það að taka þátt. Sumir segja upp atvinnu sinni til að fá að vera með og hafa því ekki neina vinnu til að snúa við í þegar þátttöku þeirra er lokið. Ef þú ferð alla leið í þáttunum fá keppendur trúlofunarhring að andvirði um 12 milljónir króna. Aftur á móti til að fá að halda hringnum verður parið að vera saman í að minnsta kosti tvö ár. - Keppendur verða að taka þátt í öllum stefnumótum. Stundum eru stefnumótin hreinlega ógnvekjandi eins og til að mynda að fara í teygjustökk. Ekki er leyfilegt að sneiða framhjá ákveðnum hlutum af stefnumótinni og hafa þátttakendur skrifað undir samning þess efnis. - ABC ræður til sín einkaspæjara til fara vel og vandlega yfir alla keppendur og fortíð þeirra. Svo að það komi ekki upp erfið mál fyrir sjónvarpsstöðina seinna meir. - Keppendur mega aðeins taka með sér tvær ferðatöskur í þættina en sumir þurfa að vera að heiman í margar vikur við gerð þáttanna. - Það má enginn tjá sig um stjórnmál í þáttunum. - Keppendur hafa allir skrifað undir samning að framleiðendur mega taka upp allt sem gerist. Í raun má ABC taka upp efni af öllum þátttakendum í heilt ár. Ekki er leyfilegt að taka þátt í öðrum þáttaröðum á annarri sjónvarpsstöð á þeim tíma. Hollywood Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Þættirnir The Bachelorette, The Bachelor og Bachelor in Paradise eru allir mjög vinsælar raunveruleikaþáttaraðir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá ABC í Bandaríkjunum í mörg ár. Til að taka þátt verða allir keppendur að samþykkja að fara eftir mjög ströngum reglum en á YouTube-síðunni The Talko er farið ítarlega yfir þær reglur sem þátttakendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir á meðan tökum stendur. - Þættirnir eru teknir upp nokkrum mánuðum áður en þeir fara í loftið og því þurfa allir sem koma að þáttunum að halda allri atburðarrás leyndri. Ef einhver verður uppvís af því að kjafta frá því sem gerist í upptökunum gæti sá aðili þurft að borga 5 milljónir dollara í sekt. - Keppendur mega aðeins drekka tvo áfenga drykki á hverri klukkustund til að koma í veg fyrir of mikla ölvun. - Keppendur þurf að borða á ákveðnum tímum og mega ekki nærast þegar verið er að taka upp. Smjatt fer ekki vel í áhorfendur sem vilja frekar hlusta á samtöl á milli fólks. Það er ástæðan fyrir því að keppendur borða aldrei á stefnumótum í þáttunum. - Ef þú tekur þátt er ekki leyfilegt að vera í öðru rómantísku sambandi með öðrum aðila. Þessi regla hefur aftur á móti verið brotin nokkrum sinnum. - Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum heljarinnar læknisskoðun, bæði líkamleg og andleg. Fólk með smitandi sjúkdóma fá ekki að taka þátt. - Á meðan keppendur eru í tökum mega þeir ekki nota síma, hlusta á tónlist, fara á netið eða lesa bók. Eina bókin sem leyfilegt er að lesa er Biblían. - Ákveðin orð eru bönnuð í þáttunum og hika framleiðendur ekki við það að taka upp ákveðin atriði aftur ef orðalagið er ekki rétt. - Keppendur fá ekki krónu borgað fyrir það að taka þátt. Sumir segja upp atvinnu sinni til að fá að vera með og hafa því ekki neina vinnu til að snúa við í þegar þátttöku þeirra er lokið. Ef þú ferð alla leið í þáttunum fá keppendur trúlofunarhring að andvirði um 12 milljónir króna. Aftur á móti til að fá að halda hringnum verður parið að vera saman í að minnsta kosti tvö ár. - Keppendur verða að taka þátt í öllum stefnumótum. Stundum eru stefnumótin hreinlega ógnvekjandi eins og til að mynda að fara í teygjustökk. Ekki er leyfilegt að sneiða framhjá ákveðnum hlutum af stefnumótinni og hafa þátttakendur skrifað undir samning þess efnis. - ABC ræður til sín einkaspæjara til fara vel og vandlega yfir alla keppendur og fortíð þeirra. Svo að það komi ekki upp erfið mál fyrir sjónvarpsstöðina seinna meir. - Keppendur mega aðeins taka með sér tvær ferðatöskur í þættina en sumir þurfa að vera að heiman í margar vikur við gerð þáttanna. - Það má enginn tjá sig um stjórnmál í þáttunum. - Keppendur hafa allir skrifað undir samning að framleiðendur mega taka upp allt sem gerist. Í raun má ABC taka upp efni af öllum þátttakendum í heilt ár. Ekki er leyfilegt að taka þátt í öðrum þáttaröðum á annarri sjónvarpsstöð á þeim tíma.
Hollywood Mest lesið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Fleiri fréttir Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“