Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. september 2019 11:47 Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Ellefu félagasamtök hafa boðað til útifundar á Austurvelli á morgun klukkan hálf sex en Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur til landsins á morgun til að ræða við íslenska ráðamenn um norðurslóðir og viðskipti. Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, vill nýta tækifærið á meðan fulltrúi Bandaríkjastjórnar er staddur hér á landi til að senda stjórnvöldum á Íslandi og í Bandaríkjunum skýr skilaboð. Félagasamtökin fundu sig knúin til að skapa vettvang fyrir fólk sem vill láta í ljós afstöðu sína til stefnu Trump-stjórnarinnar. Félagasamtökin eru Samtökin‘ 78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Aðspurður hvort hann treysti ekki innlendum stjórnmálamönnum til að tala þeirra máli svarar Guttormur: „Ég held að það sé alltaf miklu kröftugra þegar fleiri sýna skoðun sína og þetta er náttúrulega bara svona opinber skilaboð, bæði til bandarískra stjórnvalda og íslenskra um hvað okkur finnst um þetta.“Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, vill að sem flestir nýti tækifærið og sendi stjórnvöldum á Íslandi og í Bandaríkjunum skýr skilaboð.aðsendGuttormi þykir ekki trúverðug skýring að Pence geri sér ferð til Íslands til að ræða viðskipti og grunar að hernaðarmálin verði fyrirferðarmikil líkt og kom fram á heimasíðu Hvíta hússins. „Allur þessi hernaðarundirbúningur sem hefur verið hérna í Keflavík, sprengjuþotur, framkvæmdir og annað þá finnst mér benda til þess að það sé einhver áhersla hjá bandarískum stjórnvöldum að auka vígvæðingu hérna á norðurslóðum og þá að reyna að fá Ísland inn í það sem er að sjálfsögðu mjög uggvænleg þróun finnst okkur,“ segir Guttormur. Mótmælin eru þó ekki einungis hugsuð fyrir hernaðarandstæðinga því það eru tíu önnur félagasamtök sem standa fyrir útifundinum. Pence hefur til að mynda verið harðlega gagnrýndur fyrir fornfáleg viðhorf til hinsegin fólks. „Það er svo margt sem hægt er að vera ósammála honum með; hinsegin málefni, kvenréttindi, umhverfismálin, flóttamannamál; í rauninni allt sem þessi maður stendur fyrir. Ég held að flestum Íslendingum ætti að finnast það frekar ógeðfellt þannig að okkur fannst sjálfsagt að það væru bara sem flestir sem nýttu þetta tækifæri til að láta skoðun sína í ljós,“ segir Guttormur. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Styttist í Íslandsheimsókn Pence Varaforseti Bandaríkjanna mun funda með forsætisráðherra þegar hann kemur til landsins. Hitti forseta Póllands í dag og ferðaðist til Írlands. 2. september 2019 19:00 Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ökumaður keyrði í gegnum öryggisgirðingu á Keflavíkurflugvelli Mikill viðbúnaður er á svæðinu vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins næsta miðvikudag 2. september 2019 23:12 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Ellefu félagasamtök hafa boðað til útifundar á Austurvelli á morgun klukkan hálf sex en Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna kemur til landsins á morgun til að ræða við íslenska ráðamenn um norðurslóðir og viðskipti. Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, vill nýta tækifærið á meðan fulltrúi Bandaríkjastjórnar er staddur hér á landi til að senda stjórnvöldum á Íslandi og í Bandaríkjunum skýr skilaboð. Félagasamtökin fundu sig knúin til að skapa vettvang fyrir fólk sem vill láta í ljós afstöðu sína til stefnu Trump-stjórnarinnar. Félagasamtökin eru Samtökin‘ 78, Samtök hernaðarandstæðinga, Trans Ísland, Femínistafélag Íslands, Menningar- og friðarsamtök MFÍK, Ungir Jafnaðarmenn, Ung vinstri græn, Kvenréttindafélag Íslands, Húmanistaflokkurinn, Ungir Píratar og Jæja. Aðspurður hvort hann treysti ekki innlendum stjórnmálamönnum til að tala þeirra máli svarar Guttormur: „Ég held að það sé alltaf miklu kröftugra þegar fleiri sýna skoðun sína og þetta er náttúrulega bara svona opinber skilaboð, bæði til bandarískra stjórnvalda og íslenskra um hvað okkur finnst um þetta.“Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, vill að sem flestir nýti tækifærið og sendi stjórnvöldum á Íslandi og í Bandaríkjunum skýr skilaboð.aðsendGuttormi þykir ekki trúverðug skýring að Pence geri sér ferð til Íslands til að ræða viðskipti og grunar að hernaðarmálin verði fyrirferðarmikil líkt og kom fram á heimasíðu Hvíta hússins. „Allur þessi hernaðarundirbúningur sem hefur verið hérna í Keflavík, sprengjuþotur, framkvæmdir og annað þá finnst mér benda til þess að það sé einhver áhersla hjá bandarískum stjórnvöldum að auka vígvæðingu hérna á norðurslóðum og þá að reyna að fá Ísland inn í það sem er að sjálfsögðu mjög uggvænleg þróun finnst okkur,“ segir Guttormur. Mótmælin eru þó ekki einungis hugsuð fyrir hernaðarandstæðinga því það eru tíu önnur félagasamtök sem standa fyrir útifundinum. Pence hefur til að mynda verið harðlega gagnrýndur fyrir fornfáleg viðhorf til hinsegin fólks. „Það er svo margt sem hægt er að vera ósammála honum með; hinsegin málefni, kvenréttindi, umhverfismálin, flóttamannamál; í rauninni allt sem þessi maður stendur fyrir. Ég held að flestum Íslendingum ætti að finnast það frekar ógeðfellt þannig að okkur fannst sjálfsagt að það væru bara sem flestir sem nýttu þetta tækifæri til að láta skoðun sína í ljós,“ segir Guttormur.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Styttist í Íslandsheimsókn Pence Varaforseti Bandaríkjanna mun funda með forsætisráðherra þegar hann kemur til landsins. Hitti forseta Póllands í dag og ferðaðist til Írlands. 2. september 2019 19:00 Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ökumaður keyrði í gegnum öryggisgirðingu á Keflavíkurflugvelli Mikill viðbúnaður er á svæðinu vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins næsta miðvikudag 2. september 2019 23:12 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Styttist í Íslandsheimsókn Pence Varaforseti Bandaríkjanna mun funda með forsætisráðherra þegar hann kemur til landsins. Hitti forseta Póllands í dag og ferðaðist til Írlands. 2. september 2019 19:00
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37
Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Ökumaður keyrði í gegnum öryggisgirðingu á Keflavíkurflugvelli Mikill viðbúnaður er á svæðinu vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins næsta miðvikudag 2. september 2019 23:12
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45